Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 2, 1949 3 Tore Segelcke Eftir Rannveigu Smith Oólin skein í heiði, þegar vinkona mín og ^ ég lögðum á stað í bifreið frá Oslo með Dr. Raabe, eiginmanni frú Tore Segelcke. Ferðinni var heitið út á landsetur þeirra hjóna við Bogstavatnið. Vegurinn var rennisléttur og útsjón fögur á hæðir og skóga alla leið. Eftir hálftíma akstur komum við að heimili hjónanna og húsfreyjan tók á móti okkur, falleg og sérstaklega aðlaðandi. Hún leit út eins og ung stúlka, en alls ekki eins og kona, sem komin er yfir fertugt og enn síður eins og við hugsum okkur ,,prímadonnu“ þjóðleikhússins. Allt viðmót Tore Segelcke er blátt áfram og elskulegt og ekki eitt einasta augnablik verður maður var við leikaraskap eða tilgerð. Fyrst sátum við niður við Bogsta- vatnið, þar sem hjónin hafa sér til skemmtunar að fara á skautum á veturna. Þar nutum við góðra veitinga meðan við töluðum um alla heima og geima og frúin sagði okkur frá leikferli sínum. Síðan sýndu hjónin okkur húsaþyrpinguna, sem Dr. Raabe hefur safnað saman um allan Noreg og víðfræg er orðin. Hjónin hafa arfleitt norska ríkið að húsunum og inni- haldi þeirra eftir sinn dag og á þetta að verða heimili fyrir unga vísindamenn. Mig langar til að segja ykkur dálítið um þessi hús áður en ég skýri frá leikferli frú Segelcke. Þetta eru 18 hús, sem flutt eru á land- setrið og endurbyggð af mikilli snilld án nagla eða sements, þannig að þau líta út eins og þau hafi staðið þarna síðan þau voru byggð. Elzta húsið er frá Austurdal og byggt árið 1280, en það yngsta er frá árinu 1780. Allir innanstokksmunir hús- anna samsvara þeim og tímanum, sem þau voru byggð á. I einu elzta húsinu sá ég til dæmis „kubbstól“, svokallaðan, nagl- arnir í honum eru tönnur úr mönnum! — Eitt húsið er frá Naumudal. Það er ein stofa með langborði 1 miðju. Borðið er búið til úr einum planka og er fjögra til fimm metra langt og einn meter á breidd. Bekkir eru meðfram borðinu. Öl- krúsir og trédiskar hanga á veggjunum. Hlóðir miklar eða eldstæði eru í öðrum enda stofunnar og standa hlóðirnar dá- lítið út frá veggnum, en bak við þær er rúm, einskonar lokrekkja, sem var rúm gömlu hjónanna á staðnum. Eitt húsið er eiginlega bara lítill kofi, en það er með sérstökum hætti, það sem Norðmenn kalla „Aarestue“, reglulegt baðhús með eldstæði á miðju gólfi og op í þakinu, svo reykurinn komist út. Yfir eldstæðinu liggja hellur, sem verða gló- andi heitar, þegar búið er að kynda í tvo kl.tíma og baðendur liggja á. Þeir hella yfir sig köldu vatni, svo húsið fyllist af gufu. Frú Segelcke sagði, að þau hjónin notuðu oft þessa gamaldags baðstofu sína. — Mörg húsanna eru það sem Norðmenn kalla ,,stabbur“. I yngsta húsinu eru tvær stofur niðri og önnur kölluð höfuðsmannstofan. 1 henni eru „Empire“ húsgögn. Þar eru ótal norsk glös í djúpbláum lit og mál- verk frá 18. öld á veggjunum. Það var gaman að sjá þetta merka safn og alveg eins og að koma í gamalt, norskt byggðarlag. Tore Segelcke og maður hennar búa þarna allan ársins hring. Þegar þau koma heim frá vinnu sinni í Oslo á vetrarkvöld- um og snjór er á jörðu, aka þau eins langt og bifreiðin kemst, spenna svo á sig skíðin og ganga á þeim upp síðasta brattann. Tore Segelcke er sportkona og fer með manni sínum á dýraveiðar og yfirleitt virðast þau hjónin samvalin. Dr. Raabe sagði mér, að hann sæi hverja leiksýningu, sem kona sín léki í. Hann hafði séð hana leika Nóru í Brúðu- heimili Ibsens 40 sinnum og þegar hann sá, að við vorum hissa á þessu, sagði hann: „Þreytist maður kannske á að heyra symfóníu eftir Beethoven 100 sinnum?“ Við skildum hann, því leikur frú Segelcke í hlutverki Nóru er sannarlega á við góða symfóníu. Þegar nafnið Tore Segelcke er nefnt í Noregi í dag ljóma andlit Norðmanna og allir þeir, er séð hafa hana í hlutverki Nóru, innlendir sem útlendir, ljúka upp einum munni um, að hún sé bezta Nóra, sem þeir hafi séð. Ég var svo heppin að sjá hana í hlutverkinu í sumar, og þótt ég hafi séð margar Nórur um dagana, verður mér það ógleymanlegt. Ótal gagn- rýnendur í mörgum löndum hafa sagt: hún leikur ekki Nóru, hún er Nóra. Mestu leikkonur heimsins hafa leikið hlutverkið. Þegar Brúðuheimilið eftir Ibsen var leikið í fyrsta sinn á þjóðleikhúsinu í Oslo, sem þá hét Kristiania, fyrir síðustu O Tore Segelcke sem Nóra í Brúouheimilinu. aldamót, skiptist öll norska þjóðin í tvo flokka, með því og móti. I þá daga þótti það óviðeigandi að eiginkona gæfi sig að öðru en heimili sínu, manni og börnum. Ibsen kastaði sér í þessu leikriti út í kvenfrelsisbaráttuna — og því var ekki vel tekið! Það er sagt, að þegar boðskort í gildi voru send út í Kristianiu 1 þá daga hafi staðið á þeim: „Það er farið fram á, að gestirnir lendi ekki í kappræðum um Brúðuheimili Ibsens“! Þegar Tore Segelcke lék Nóru í fyrsta skipti 13. okt. 1936 var það að margra dómi einn af stærstu viðburðum í lífi leiklistarinnar í Noregi. Öllum gagnrýn- endum bar saman um, að hún í hlutverki Nóru nái heildinni fullkomlega. Það hefur alltaf verið erfiðast leikkonum í þessu hlutverki, að slá brú yfir breytinguna, sem kemur yfir Nóru, léttlyndu eiginkon- una, í byrjun leikritsins og kvenréttinda- konuna, sem hún verður í síðari helm- ingnum. Því hefur stundum verið haldið fram, að leikritið sé gamaldags. Konurnar hafa nú öðlazt kvenréttindin — og hvers- vegna á þá að leika þetta leikrit, sem berst fyrir kvenréttindum ? En þeir gleyma, að leikritið hefur nú sama mann- lega innra gildi og það alltaf hefur ’naft. Hjá Tore Segelcke í hlutverki Nóru er Framhald á bls. 7. Tore Segelcke með verðlaunahunda Dr. Raabe. Tore Segelcke á landsetri þeirra hjóna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.