Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 2, 1949 HEIMILIÐ * | Ávani, sem stafar af taugaveiklun ................................<■■...■■■■■■■■......................■.......„.. Eftir Dr. G. C. Myers. ......... Matseðillinn Kjöt í karrýsósu með hrísgrjónum. 1 kg. nýtt kinda- eða kálfakjöt, einnig ágætt að nota hraðfryst kjöt. iy2 1. vatn. 85 gr. hveiti. 85 gr. smjörliki. 1 teskeið karry. 150 gr. hrísgrjón. 2 1. vatn. 1 matskeið salt. Kjötið er höggvið fremur smátt, þvegið og sett í sjóðandi vatnið, sem hefir verið saltað. Þegar aftur sýður, er froðan veidd ofan af. Soðið í eina klst. Þá er kjötið fært upp, soðið síað og jafnað með hveitinu (85 gr. hveiti, 85 gr. smjörliki i 1% 1. soð). Krydd og karrý eftir smekk. Ausið yfir kjötið á fatinu, um leið og það er borið á borð. Hrísgrjónin eru þvegin, og látin út í vatnið, sem hefir verið saltað, soðin í 15—20 mín., þá er þeim hellt upp í sigti og köldu vatni rennt yfir, svo að þau límist ekki saman. Látið í kringum kjötið á fatinu. Flauelssúpa. 2 1. mjólk. 60 gr. hveiti. 40 gr. smjörlíki. 30 gr. rúsínur. 30 gr. sykur. Salt. Sumt af mjólkinni er tekið frá, Iiitt er hitað í suðu, hveitið hrært út með köldu mjólkinni. Þegar sýður, er rúsínur, sykur og smjörlíki sett út í um leið og hveitijafningurinn. Coðið í 10 mínútur, hrært stöðugt í. fíúpan er söltuð um leið og hún er tekin af eldinum. Ljósbleikur náttkjóll með blúndum og bláum silkiböndum. HÚBRÁÐ Fílabeinssköft á hnífum á að núa með sítrónusneið, sem dýft hefur verið í salt. Ef sköftin eru orðin gui Mér hafa borizt fjöldi bréfa um börn, sem sjúga tungu sína, neðri vör eða fingur. Það er margreynt að það ber engan árangur að skamma eða hegna börnum fyrir þennan leiða ávana. Það er ekki aðeins árangurslaust heldur og einnig skaðlegt að fara þannig að barni fyrir slíkt. Sama er að gegna um barn, sem nagar neglur, hangir í hárinu á sér, deplar augum eða grettir sig. Einkum ef barnið er mjög ungt verður að telja slíkt á\ana, sem stafar af taugaveiklun og látið ykkur ekki detta i hug að lækna þann á- vana þegar í stað. Þið verðið að reyna að ráða bót á þessu með skyn- lýsast þau, ef þau eru látin liggja undir glerplötu í sól. Það skemmir loðkápur að blotna, en ef svo slysalega tekst til, má ekki þurrka þær við ofna, þvi að þá verða hárin stökk og brotna. Það á aldrei að sitja á loðkápu því að þá snjáist hún að aftan. Varizt að láta krókinn á herðatrénu núast við kragann. Smjör, egg, kjöt og fiskur inni-_ halda A- og B-bætiefni. Lýsi inni- heldur mikið af A-bætiefni og tals- vert af B-bætiefni. Við höfuðverk er stundum gott að drekka einn bolla af sterku kaffi með sítrónu í. semi og þolinmæði þótt það taki ykkur vikur og mánuði og allir í fjölskyldunni verða að vera samtaka. Farið með barnið til læknis og látið hann skoða það og biðjið um ráðleggingar varðandi mataræði þess. Verið ástúðleg við barnið og látið það hafa ró og reglusemi. Ó- samlyndi innan fjölskyldunnar fer illa með barnið og eykur á tauga- veiklun þess. Kona ein tók eftir þvi að við eldri börn, sem höfðu þennan ávana að sjúga, var gott ráð að láta þau tyggja gúm. Þeim nægði alveg að tyggja það. Það má aldrei tala um ávana barnsins við aðra, þegar það sjálft heyrir til. Við eldri börn, svo sem fimm til sex ára og eldri má beita mörgum ráðum. Telpa ein, 10 ára gömul, sem hafði þann leiða vana að vera alltaí með hendurnar uppi í sér, vandi sig af því sjálf. Foreldrar hennar sögðu henni að nú ætluðu þau ekki framar að vanda um við hana fyrir þetta, en þegar hún væri búin að venja sig af þessu þá gæfu þau henni lindar- penna, sem hún var lengi búin að þrá að eignast. Þetta hreif. Kjóll þessi var á tízkusýningu í London i haust. >»»>»»»»»»»»»»»:♦»»»»»>>»»»>>>»:. Siml okkar er 81440 5 línur. Lækjargötu 2. * $ * V V V ♦ V V V V V V í V v * v V V 'V. / „Miss Ástralía“. ♦ V Þessi unga tvítuga stúlka var ;♦; kjörin fegurðardrottning Ástr- alíu og hlaut nafnið „Miss Ástr- •»; alía“. Hér sést hún á leiðinni £ til Englands, en hún ætiar í 6 $ mánaða ferðalag urzi Evr ópu. .>>>>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>:^i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.