Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 2, 1949 11 BLAA LESTIIM Framhaldssaga: Sakamálasaga eftir Agatha Christie ii Henni hafði fundizt broslegt, og þó dálitið móðgandi, hvernig hún hafði snúið kuldalega við henni bakinu, þegar hún hafði haft þau not af henni, sem hún óskaði. Katrín var sannfærð um, að hún hefði komizt að einhverri niður- stöðu, en hver sú niðurstaða var, vissi hún ekki. En það skipti ekki máli; dauðinn hafði skotið loku fyrir og gert allar ákvarðanir að engu. Það var undarlegt, að svo skyldi fara, að grimmdarfullur glæpur skyldi hafa bundið enda á þessa örlagaríku ferð. En allt í einu minntist Katrín eins, sem hún hefði ef til vill átt að segja lögreglunni, en ekki munað fyrr. Gat það skipt nokkru máli? Hún þóttist á sínum tima viss um, að hún hafði séð mann ganga inn í klefa konunnar, en henni var ljóst, að það gat hafa verið missýn. Það gat hafa verið klefinn við hliðina, og áreiðanlegt var, að sá maður gat ekki verið lestarræningi. Hún mundi vel eftir að hafa séð hann tvisvar áður — í fyrra skiptið á Savoygistihúsinu og í síðara skiptið í ferða- skrifstofu Cooks. Nei, henni hafði vafalaust missýnzt. Hann hafði ekki farið inn í klefa myrtu konunnar, og það var kannske eins gott, að hún hafði ekki sagt lögreglunni frá því. Hún hefði kannske getað gert óbætanlegt tjón með því. Hún fór niður á sólpallinn, þar sem fjölskyldan var fyrir. Hún horfði út yfir Miðjarðarhafið milli mímósurunnanna, og jafnframt því sem hún hlustaði með öðru eyranu á málæði Tamplin greifafrúar, gladdist hún yfir, að hún skyldi hafa komið hingað. Þessi staður var betri en St. Mary Mead. Um kvöldið fór hún í rósrauða kjólinn, sem tízkukonan hafði kallað ,,haustblómið“. Hún brosti við mynd sinni í speglinum, og á leiðinni niður fann hún í fyrsta skipti á æfinni til ofur- lítillar feimni. Flestir gestir Tamplin greifáfrúar voru komnir, og af því acT hávaði var aðaleinkenni á veizlum Tamplin greifafrúar, var kliðurinn þegar orðinn eins og í fuglabjargi. Chubby hljóp á móti Katrínu, fékk henni vínglas og tók hana undir verndarvæng sinn. „Ó, loksins kemurðu, Derek,“ hrópaði Tamplin greifafrú, þegar hurðin var opnuð fyrir síðasta gestinum. „Þá getum við loksins farið að borða. Ég er að deyja úr hungri.“ Katrín leit þvert yfir stofuna. Hún hrökk við. Þetta var þá — Derek, og hún fann, að hún varð ekkert undrandi. Hún hafði alltaf vitað, að sá dagur mundi koma, að hún hitti manninn, sem hún af svo einkennilegri tilviljun hafði séð þrisvar áður. Henni sýndist Uka hann þekkja sig. Hann þagnaði skyndilega í samræðunum við Tamplin greifafrú, en tók svo aftur til máls, en með erfiðismunum, að þvi er virtist. Gestirnir settust að borðum, og Katrin uppgötvaði, að henni hafði verið skipað til sætis við hlið hans. Hann sneri sér strax að henni og brosti fjör- lega. ,,Ég vissi, að ég mundi hitta yður bráðlega.“ sagði hann, ,,en mig dreymdi aldrei, að það yrði hér. Þetta hlaut að ske. Fyrsta sinni í Savoy, annað sinn í ferðaskrifstofu Cooks — og allt er þegar þrennt er. Segið ekkj, að þér munið ekki eftir mér. Ég krefst þess, að þér látið að minnsta kosti svo sem þér hafið tekið eftir mér.“ „Jú, ég tók eftir yður,“ sagði Katrín; „En þetta er ekki þriðja, heldur fjórða skiptið. Ég sá yður í Bláu lestinni.“ „Nú, í bláu lestinni!" Framkoma hans breyttist á einhvern ólýsanlegan hátt. Katrín hefði ekki getað sagt í hverju breytingin var fólgin. Það var eins og hann hefði verið stöðvaður, eða ýtt aftur á bak. Svo sagði hann kæruleysis- lega: „Hvað gekk á í morgun? Það hafði einhver dáið, varð það ekki?“ „Jú,“ sagði Katrín hægt; „það hafði einhver dáið.“ „Enginn skyldi deyja í lest,“ sagði Derek gleiðgosalega. „Það hlýtur að valda allskonar lagalegum og alþjóðalegum flækjum, og það gefur lestinni gilda ástæðu til að vera á eftir áætlun.“ „Herra Kettering?“ Feitlagin, amerísk kona, sem sat andspænis honum við borðið, hallaði sér áfram og talaði við hann með amerískum radd- hreim. „Herra Kettering, ég held þér séuð búinn að gleyma mér, og mér, sem fannst þér vera svo indæll maður." Derek hallaði sér áfram og svaraði henni, en Katrín varð utan við sig af undrun. Kettering! Það var nafnið — auðvitað! Hún mundi það núna. En hvílík undarleg kaldhæðin tilviljun! Hérna var maðurinn, sem hún hafði séð fara inn í klefa konunnar sinnar kvöldið áður, sem hafði skilið við hana í bezta gengi, og nú sat hann hér í veizlu, án þess að vita, hvað hafði komið fyrir konuna sína. Á þvi var enginn efi. Hann vissi það ekki. Þjónn laut niður að Derek, rétti honum bréf og hvíslaði einhverju í eyra hans. Hann bað Tamplin greifafrú afsökunar, opnaði bréfið og las það.' Undrunarsvipur færðist yfir andlit hans, og hann leit á húsmóðurina. „Þetta er í hæsta máta undarlegt. Heyrðu, Kosalie, ég er hræddur um, að ég verði að fara. Sakadómarinn vill fá að tala við mig strax. Ég get ekki ímyndað mér hversvegna." „Það hefur komizt upp um syndir þínar,“ sagði Lenox. „Það hlýtur að vera,“ sagði Derek. „Þetta er sennilega einhver vitleysa, en ég verð vist að fara á lögreglustöðina. Að karlinn skuli dirfast að ónáða mig við matinn! Það verður að vera eitthvað mjög alvarlegt, til þess að slíkt sé rétt- lætanlegt." Og hann hló um leið og hann ýtti stólnum aftur á bak og fór út úr stofunni. 13. KAFLI. Van Aldin fær skeyti. Að áliðnum degi hinn 15. febrúar hafði þétt, gul þoka lagst yfir London. Rufus Van Aldin var í íbúð sinni i Savoygistihúsinu og vann af miklu kappi. Það lá vel á Knighton. Hann hafði að undanförnu átt erfitt með að fá húsbónda sinn til að einbeita sér að viðfangsefnum líð'- andi stundar. Þegar hann hafði dirfzt að stinga upp á, að þeir tækju eitthvað sérstakt fyrir, þá hafði Van Aldin alltaf vísað honurn frá stuttur í spuna. En nú virtist Van Aldin vera tvielfdur við vinnuna, og Knighton notaði tæki- færið sem bezt hann gat. En þó að Van Aldin væri önnum kafinn við fjármálastörf; lá lítil hugsun í leyni í huga hans. Orð, sem hrotið höfðu af vörum Knightons i mesta sakleysi, höfðu vakið hana. Hún gróf nú um sig og leitaði fram í vitund Van Aldins, unz hann varð loks að láta undan henni, mjög á móti vilja sínum. Hann hlustaði á það, sem Knighton sagði með að því er virtist sömu næmu athyglinni og venju- lega, en í raun og veru komst ekkert af því, sem hann sagði, inn í huga hans. En hann kink- aði ósjálfrátt kolli, og ritarinn sneri sér að ein- hverjum öðrum skjölum. Á meðan hann var að aðgreina þau, sagði húsbóndi hans: „Er yður sama þótt þér segið mér þetta aftur, Knighton?" Knighton varð hvumsa rétt sem snöggvast. „Eigið þér við þetta?" Hann sýndi honum þéttskrifaða skýrslu frá félaginu. „Nei, nei,“ sagði Van Aldin; „það sem þér sögðuð mér um það, að þér hefðuð séð herbergis- þernu Ruth i París í gærkvöldi. Ég botna ekkert í því. Yður hlýtur að hafa skjátlast.“ „Mér getur ekki hafa skjátlast. Ég talaði við hana.“ „Jæja, segið mér alla söguna aftur.“ Knighton kinkaði kolli. „Ég hafði lokið við að semja við Bartheimers," sagði hann, „og var kominn aftur til Ritzgisti- hússins til að taka saman farangur minn áður en ég borðaði, en síðan ætlaði ég að ná í níu lestina frá Gare du Nord. 1 anddyrinu sá ég konu, sem ég var viss um að væri herbergis- þerna frú Kettering. Ég gekk til hennar og spurði hana, hvort frú Kettering byggi á hótel- inu.“ „Já, já,“ sagði Van Aldin. „Auðvitað. Vitan- lega. Og hún sagði yður, að Ruth hefði haldið áfram til Riviera og hefði sent sig til Ritzgisti- hússins og beðið sig að bíða þar frekari fyrir- mæla ?“ „Alveg rétt.“ „Þetta er mjög einkeiyiilegt,“ sagði Van Aldin. „Vissulega mjög einkennilegt, nema ef kven- maðurinn hefur verið ósvífin við hana eða eitt- hvað þessháttar." „Ef svo hefði verið," sagði Knighton, „mundi frú Kettering áreiðanlega hafa greitt henni kaupið sitt og sagt henni að fara aftur til Englands. Hún hefði varla farið að senda hana á Ritzgistihúsið." „Nei,“ tautaði miljónamæringurinn; „það er satt.“ Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en hætti við það. Honum var vel við Knighton og hann treysti honum, en hann gat ekki talað um einka- mál dóttur sinnar við ritara sinn. Honum hafði sárnað við Ruth fyrir skort hennar á hreinskilni, og þessar 'óvæntu upplýsingar urðu ekki til að bæta úr. Hversvegna hafði Ruth losað sig við herbergis- þernu sína 1 París? Hver gat verið tilgangur hennar með slílcu? Hann hugleiddi stundarkorn þessa undarlegu röð tilviljana. Hvernig gat Ruth látið sér til hugar koma, að fyrsta manneskjan, sem þerna hennar rækist á i París, yrði einkaritari föður hennar? En þannig voru atvikin. Þannig upp- lýstust sum mál. Hann kveinkaði sér undan síðustu hugsun- inni; hún hafði komið ósjálfrátt fram í huga hans. Var þá eitthvað, sem þurfti að ,,upp]ýsast“ ? Honum var mjög á móti skapi að spyrja sjálfan sig þessarar spurningar; hann efaöist ekki um svarið. Svarið var — það var hann viss um —- Armand de la Roch.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.