Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 2, 1949 Það var sárt fyrir Van Aldin, að dóttir hans skyldi vera á valdi sllks manns, og þó varð hann að viðurkenna, að hún væri ekki sú fyrsta, að aðrar vel upp aldar og gáfaðar konur hefðu fallið fyrir töfrum greifans. Karlmenn sáu, hvernig hann var, en kvenfólk ekki. Hann leitaði að orðum, sem eytt gætu þeim grun, er kynni að hafa vaknað í huga ritara hans. „Ruth er alltaf að breyta áætlunum sínum,“ sagði hann, og svo bætti hann við með rödd, sem átti að vera kærulaus: „Stúlkan hefur ekki gefið neina — neina ástæðu fyrir þessari breyt- ingu á áætluninni?" Knighton gætti þess að hafa rödd sína eins eðlilega og unnt var, þegar hann sagði: „Hún sagði, að frú Kettering hefði af til- viljun hitt einhvern kunningja." „Einmitt það?“ Knighton tók eftir vonbrigðunum í röddinni, þrátt fyrir viðleitni Van Aldins til að leyna því. „Skyldi það hafa verið karlmaður eða kven- maður ?“ „Mig minnir hún segja, að það hafi verið karlmaður." Van Aldin kinkaði kolli. Versti grunur hans hafði ræzt. Hann stóð á fætur og fór að ganga um gólf, en það var merki um, að hann væri í æstu skapi. Loks gat hann ekki hamið tilfinn- ingar sínar lengur og hreytti út úr sér: „Það er eitt, sem enginn maður getur gert, og það er að fá kvenfólk til að hlusta á skyn- samleg rök. Það er eins og engin skynsamleg hugsun komist að. En þegar talað er til eðlis- hvatar konunnar — já, það vita allir, að kven- fólkið er eins og vax í höndum hvaða svikara sem er. Hvaða snoppufríður náungi sem er getur náð valdi á þeim, ef hann er nógu tungumjúkur. Ef ég réði —“ Hann þagnaði. Sendill kom inn með símskeyti. Van Aldin reif það upp, og hann varð allt í einu náhvítur í framan. Hann greip um stólbak til að styðja sig og gaf sendlinum merki um að fara. „Hvað er að?“ Knighton var staðinn upp. „Ruth!“ sagði Van Aldin hás. 1. Afi: Óskapa samsafn er í þessum skáp! 2. Afi: Þegar ég var ungur geymdi ég ekki annað í svona skáp en tannbursta og rakhníf! 3. Amma: Hvað ertu að gera þarna? Afi: Ég er að leita að rauðu pillunum mínum. Hérna eru þær! „Frú Kettering?" „Hún er dáin!“ „I járnbrautarslysi ?“ Van Aldin hristi höfuðið. „Nei. Af skeytinu virðist mega ráða, að hún hafi líka verið rænd. Það stendur ekki berum orðum, Knighton, en veslings barnið mitt hefur verið myrt.“ „Guð minn góður!“ Van Aldin drap á skeytið með vísifingri. „Það er frá lögreglunni i Nice. Eg verð að fara þangað með fyrstu lest.“ Knighton brá skjótt við eins og alltaf. Hann leit á klukkuna. „Klukkan fimm frá Victoriastöðinni." „Það er gott. Þér komið með mér, Knighton. Segið þjóninum mínum, Archer, það og farið að taka saman dótið yðar. Sjáið um allt. Ég ætla að fara niður í Curzonstræti." Síminn hringdi og ritarinn tók heyrnatólið. „Halló; hver er það?“ Svo sneri hann sér að Van Aldin. „Það er Coby." „Coby? Ég get ekki talað við hann núna. Jú — bíðum við, ég hef nægan tíma. Segið þeim að senda hann hingað upp." Van Aldin var sterkur maður. Hann hafði þegar náð aftur stálharðri ró sinni. Fáir myndu hafa tekið eftir neinu óvenjulega í fari hans, þegar hann heilsaði Goby. „Ég hef nauman tíma, Goby. Hafið þér eitt- hvað mikilvægt að segja mér?“ Goby hóstaði. „Ferðir herra Ketterings. Þér vilduð fá að vita um þær.“ „Já, hvað um þær?“ „Herra Kettering fór frá London til Riviera í gærmorgun." „Hvað segið þér?“ Eitthvað í rödd Van Aldins hlýtur að hafa komið Coby á óvart, því að hann brá þeim gamla vana að horfa aldrei á þann sem hann talaði við og gaut augunum til miljónamærings- ins. „Með hvaða lest fór hann?“ spurði Van Aldin. „Með Bláu lestinni." Coby hóstaði aftur og talaði til klukkunnar á arinhillunni. 4. Afi: En það þarf endilega að hreinsa til í þessum skáp — Amma: Það er lítill vandi. Fleygðu bara öllu, sem þú tókst út úr skápnum, þegar þú varst að leita að pillunum, þar með er vandinn leyst- ur. „Ungfrú Mírella, dansmærin í Parthenon, fór með sömu lest.“ 14. KAFLI. Saga öddu Mason „Ég get ekki nógsamlega lýst fyrir yður, herra minn, hryllingi okkar og skelfingu, og hinni djúpu samúð okkar með yður.“ Með þessum orðum tók Carrége sakadómari á móti Van Aldin. Caux lögreglufulltrúi tautaði svipuð samúðarorð. Van Aldin bandaði frá sér hrillingnum, skelfingunni og samúðinni. Þetta fór fram í skrifstofu sakadómara í Nice. Auk Carrége, lögreglufulltrúans og Van Aldins var enn einn maður í skrifstofunni, bg tók hann nú til máls: „Van Aldin, krefst aðgerða — skjótra að- gerða.“ ,,Ó!“ hrópaði lögreglufulltrúinn, „ég hef ekki kynnt ykkur. Van Aldin, þetta er Hercule Poirot; þér hafið vafalaust heyrt hans getið. Þó að hann hafi dregið sig í hlé frá störfum fyrir nokkrum árum, er nafn hans enn víð- frægt í sögu sakamálanna." „Mér er ánægja að kynnast yður, Poirot," sagði Van Aldin. „Eruð þér hættur starfi yðar?“ „Já. Nú nýt ég lífsins." Litli maðurinn gaf orðum sínum áherzlu með handahr ey f ingum. „Poirot var af tilviljun með Bláu lestinni," sagði lögreglufulltrúinn, „og hann hefur verið svo góður að lofa okkur að njóta hinnar miklu reynslu sinnar." Miljónamæringurinn horfði með athygli á Poirot. Svo sagði hann óvænt: „Ég er vellauðugur maður, Poirot. Það er venjulega sagt, að ríkir menn séu þeirrar trúar, að þeir geti keypt allt og alla fyrir peninga. Það er ekki rétt. Ég er mikilmenni á minn hátt, og eitt mikilmenni getur beðið annað mikil- menni að gera sér greiða." Poirot kinkaði kolli í viðurkenningarskyni. „Þetta er mjög vel sagt, Van Aldin. Ég er reiðubúinn að ganga í þjónustu yðar." „Þakka yður fyrir," sagði Van Aldin. „Ég get aðeins sagt: komið til mín á hvaða tima, sem er, og þér munuð ekki finna hjá mér van- þakklæti. Og nú, herrar mínir, skulum við taka til starfa." „Ég sting upp á," sagði Carrége, „að við yfir- heyrum herbergisþernuna, öddu Mason. Hún er hér, skilst mér?“ . „Já,“ sagði Van Aldin. „Við tókum hana I París á leiðinni suður. Henni brá mjög, þegar nún heyrði um dauða húsmóður sinnar, og frásögn hennar er einkar trúleg." „Við skulurn þá fá hana hingað ihn,“ sagði Carrége. Hann hringdi bjöllunni á skrifborðinu sínu, og rétt á eftir kom Adda Mason inn. Hún var mjög snyrtileg, klædd í svartan kjól, og nefið á henni var rautt í broddinn. Hún leit hálfhrædd i kringum sig i skrifstofunni, og henni virtist létta, þegar hún sá föður húsmóður sinnar. Sakadómarinn gerði sér allt far um að róa hana. Poirot var honum hjálplegur í þvi efni; hann var túlkur, og vingjarnleg framkoma hans hafði sefandi áhrif á stúlkuna. „Þér heitið Adda Mason, er það ekki rétt?“ „Adda Beatrice var ég skírð," sagði ungfrú Mason alvarleg. „Einmitt. Og þetta hefur allt fengið mikið á yður, ungfrú Mason.“ „Já, mjög mikið. Ég hef unnið hjá mörgum frúm og vonandi alltaf staðið vel í stöðu minni, og mig hefur aldrei dreymt, að annað eins og þetta gæti komið fyrir þar sem ég væri.“ „Nei, nei,“ sagði Carrége. „Auðvitað hef ég lesið um svona í sunnudags- blöðunum. Og svo hefur mér alltaf skilizt, að þessar útlendu lestir —“ Hún þagnaði skyndilega, þegar hún minntist þess, að mennirnir, sem voru að tala við hana, voru sömu þjóðar og lestin. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.