Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 2, 1949 13 Kóngsdóttirin Barn i Það var einu sinni kóngsdóttir, sem var mjög fögur, en afar stór- lát og ágjörn. Hún vildi ætíð bera dýrustu skart- gripi og fegurstu klæði. Hún eign- aðist það er hún girntist, þvi að eng- inn gat neitað henni um neitt. Margir kóngssynir komu og báðu þessarar kóngsdóttur, en hún hrygg- braut þá alla. Þeir voru ekki nógu ríkir, tiginmannlegir, eða á einhvern hátt ekki eftir hennar geðþótta. Dag nokkurn var kóngsdóttirin á gangi í skrúðgarði sínum. Þá heyrði hún rödd,' er hvíslaði: „Fagra kóngsdóttir! Gakktu að eiga þann mann, er getur breytt öllu, er hann snertir við í gull.“ Prinsessan leit í kringum sig, og kom auga á lítinn álf, er sat á trjá- grein. Þetta var ekki fallegur álfur, eins og oft getur að líta í myndabókum. Þessi álfur var frekar ljótur og ó- geðslegur. En kóngsdóttirin lét sig það engu skipta. Hún vissi ekki, að þetta var svart- álfur. En svartálfar gera mönnum og dýrum óskunda. Og þessi álfur vildi koma illu af stað. Kóngsdóttirin nam staðar og sagði: „Þetta er ágæt hugmynd. Ég ætla að giftast manni, sem getur breytt öllu, er hann snertir við í gull." Hún flýtti sér heim til hallarinn- ar, og lét boð út ganga um þetta í allar áttir. En fólk hristi höfuðin og sagði: „Hvernig getur kóngsdóttirin lát- ið sér annað eins til hugar koma? Hver getur t. d. breytt trjám í gull ? Þetta er vitleysa.“ 1 borginni bjó skraddari, sem bæði var heimskur og latur, og þess vegna fátækur. Hann flæktist um mikinn hluta dagsins og braut heilann um það, hvernig hann hagaði lífi sínu, ef hann yrði stórríkur. Þegar skraddarinn heyrði tilkynn- ingu kóngsdótturinnar, varð hann öfundsjúkur og mælti: „Ég vildi að ég gæti breytt öllu, sem ég snerti við, í gull. Þá fengi ég indælustu prinsessu veraldarinn- ar fyrir konu.“ „Er þér alvara?“ sagði rödd. Skraddarinn leit forviða upp frá bux- unum, er hann var að sauma handa smiðnum. Sá hann þá litinn álf, er gægðist ínn um hálfopinn gluggann. „Já, auðvitað,“ svaraði skraddar- inn. „Þá yrði ég ríkasti maður i heimi, og giftist fagurri kóngsdótt- ur.“ „Jæja, þá gef ég þér þessa gjöf," sagði álfurinn, og sló þrem sinnum á hönd skraddarans með mjóu priki. „Nú geturðu breytt öllu, sem þú snertir við, í gull.“ „Hvað er þctta?“ hrépaði skradd- arinn, er hann snerti kvarða sinn og hann varð að skínandi gulli. Hann sleppti kvarðanum, og var sem hann hefði brcnnt sig. og skraddarinn saga „Þetta er þá raunveruleiki," sagði skraddarinn. Ég sauma ekki eitt nál- far frarnar." Að svo mæltu fleygði hann bux- um smiðsins út í horn. En buxurn- ar komust ekki alla leið, . því þær voru orðnar að gulli og höfðu þyngzt mjög. 1 sömu andrá var barið að dyrum. Smiðurinn var kominn. Hann mælti: ,.Þú lofaðir þvi, að buxurnar skvldu verða til i gærkvöldi. Ertu búinn með þær?“ „Þær liggja þarna,“ hrópaði skraddarinn og benti á gullbuxurnar. Smiðurinn botnaði ekki í þessu. Hann sagði: ,,Ég vil fá buxurnar minar. Ég kæri mig ekki um gular messingbuxur. Heldurðu að ég ætli á grimudansleik ?“ Skraddarinn varð mjög óttasleginn og þaut út. Smiðurinn hljóp eftir honum með gullbuxurnar í hendinni. Hann sveiflaði þeim til, þó að þær væru þungar. Skraddarinn hljóp til konungshall- arinnar og sagði: „Hleypið mér inn til kóngsdóttur- innar. Ég get breytt öllu, er ég snerti við, i gull.“ „Þetta er bara bull,“ sagði varð- maðurinn og ætlaði ekki að hleypa skraddaranum inn. En er skraddar- inn kom við varðmanninn, breytt- ist hann í gull, og skraddarinn komst leiðar sinnar. Er hann tók i hurðar- handfangið, varð hurðin að gulli. Hann komst svo á fund kóngsdótt- ur. Hún horfði reiðilega á hann og mælti: „Hvaða erindi átt þú hingað ? Þú lítur út fyrir að vera ekki með réttu ráði.“ Skraddarinn féll á kné fyrir kóngs- dótturinni og sagði: „Ég get breytt öllu, er ég snerti við, i gull.“ Hann þreif í litla hund- inn prinsessunnar, er kom og gelti að honum. En hundurinn breyttist samstundis i gullklump. „Skammastu þín!“ sagði kóngsdótt- irin. „Lífgaðu hvmdinn þinn, þegar i stað.“ „Ég get það ekki,“ sagði skradd- arinn. Þér hafið lofað að giftast þeim manni, er gæti breytt öllu i gull.“ „Aldrei þér,“ svaraði kóngsdóttir- in og ætlaði að berja skraddarann. En hann greip um hönd hennar, og hún breyttist í gull-standmynd, eða likneski. Skraddarinn varð dauðhræddur og fór heim. Þegar hann ætlaði að mat- ast, varð allur maturinn að gulli, jafnóðum og hann snerti á honum. Hann hljóp út á engi og lét fallast í grasið, harmþrunginn mjög. Þá heyrði hann sagt með vingjarn- legri röddu: „Ég skal koma þér úr þessari klípu, ef þú lofar að vera iðinn eftirleiðis og ánægður með lífskjör þín. Ég get eyðilagt álög og galdra svartálfsins. Það er honum að kenna, hvernig nú er komið högum þínum. Allt hefir orðið að gulli, er þú hefir snert við.“ Skraddarinn svaraði: ,,Ég skal vinna dag hvern eins og hestur, og vera ánægður með lífskjör min.“ Fallegi ljósálfurinn snart nú skraddarann, og hann fann að töfra- mátturinn yfirgaf hann. Hæfileiki hans til þess að breyta öllu í gull var horfinn. Kóngsdóttirin lifnaði við. Hún breyttist til batnaðar. Stærilæti henn- ar og ágirnd hurfu. Var það vel farið. Kóngsdóttirin giftist góðum kóngs- syni og varð hún ágæt drottning. Eins og gengur — Maður í Gargh á Indlandi var sektaður um 200 kr. fyrir að bíta hund. Það er hættumeira að maður bíti hund en hundur mann. Það eru miklu fleiri sýklar í munni manns en hunds. 1. mynd. Og hann sagði: Svo er og um guðsríki sem maður kasti sæði á jörðina og sofi og fari á fætur nótt og dag, og sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti, af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveitikorn í axinu. En er ávöxturinn er þroskað- ur, sendir hann þegar út kornsigðina, því að uppskeran er komin. 2. mynd. Og hann kom til Nazaret, þar sem hann hafði alizt upp, og gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkunduhúsið og stóð upp til að lesa. Og var honum fengin bók Jesaja spámanns. 3. mynd. Og allir lofuðu hann og undruðust þau yndislegu orð, sem fram gengu af munni hans og sögðu: Er ekki þessi maður sonur Jósefs? 4. mynd. En er hann var spurður af Fariseunum, hvenær guðsríki mundi koma, svaraði hann þeim og sagði: Guðsriki kemur ekki þannig, að á því beri; og ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér, eða það er þar; því sjá, guðsríki er hið innra f yður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.