Vikan


Vikan - 13.01.1949, Qupperneq 6

Vikan - 13.01.1949, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 2, 1949 mönnum út á milli grynninganna og þar var hafnsögumaðurinn á leiðinni. Celía gekk fram að borðstokknum til að sjá manninn klifra upp og allt í einu var læknirinn kominn að hlið hennar. „Þér virðist vera í æstu skapi, ungfrú,“ sagði hann. „Sáuð þér manninn, sem var nærri búinn að’ sigla á okkur?“ „Hann Lancing? Já, ég sá hann. Ég hefi séð hann svo oft.“ „Ég hélt að hann myndi hvolfa skútunni," sagði Celía. „Þetta var alveg hættulaust fyrir hann,“ sagði Mackenzie læknir. „Hann hafði fullt vald á skút- unni.“ „Hefðuð þér getað þetta?" spurði hún. „Ég ? Ég er ekki neinn vatnshundur." Celía hló. „Það er auðséð að þessi Lancing er það. Hann er að minnsta kosti óhræddur að sigla.“ „Það eru flestir á Blanque. Bæði svartir og hvítir. Sérhver sextán ára, svartur sláni þar hefði getað leikið þetta eftir.“ Læknirinn var auðsjáanlega ófáanlegur til að dáðst að Lancing. „Yður geðjast þá ekki vel að honum," sagði Celia brosandi. „Ég get ekki þolað staðinn,“ svaraði læknirinn og fór án þess að kveðja hana. Hann var ekki skemmtilegur maður þessi geð- stirði skoti! Auðvitað gat hann ekki þolað litlu eyjuna, sem lá eins og lítill gimsteinn í hafinu. Þetta hlaut að vera yndisleg og fögur eyja og þarna ólu aðrir eins menn og Lancing, sá, sem siglt hafði skútunni, aldur sinn. Nei, það var ólíklegt að fólkið og staðurinn væri að skapi Mackenzie læknis. Hafnsöguroaðurinn tók nú að sér stjórn skips- ins, sigldi því inn á milli grynninganna og komu þau þá í sléttan sjó í lóninu. Lónið var stórt og næstum því hringlaga, um það bil sex kílómetrar á breidd, þar sem það var breiðast. Þarna voru ótal seglskútur á sveimi. Eyjan blasti við þeim, vaxin háum trjám — hér og þar sáust ljósgrænir blettir eða gulir og purpuralitir og hvít þök. Celia var hugfanginn af fegurð lónsins. Hún horfði með athygli á fjölskrúðugan hópinn á hafnarbakkanum — allir ibúarnir virtust vera safnaðir þar saman. Karlmennirnir voru í hvít- um léreftsfötum, ungu stúlkurnar i þunnum kjólum og með barðastóra hatta og alls staðar gægðust fram svört, hlægjandi andlit. Hendur voru á lofti og háværar raddir kölluðust á. Celía var að velta því fyrir sér, hver væri ungfrú Mayley, sem átti að taka á móti henni. Parþegarnir urðu að bíða þar til læknir eyjar- innar var kominn um borð og gengu þeir allir fyrir hann. Á eftir hópuðust þeir aftur að borð- stokknum. Að lokum var öllum formsatriðum lokið. Celía, sem allt í einu var orðin óstyrk, litaðist um og sá að Mackenzie læknir var kominn að hlið hennar. „Er það ekki ungfrú Mayley, sem þér bíðið eftir?“ spurði hann. „Hún stendur þarna.“ Og hann leiðbeindi Celíu i gegnum þröngina. Ungfrú Mayley var fullorðin, gráhærð kona með vingjarnlegt andlit, kjóll hennar var úr þunnum, gráum netludúk, víður og með úreltu sniði. Hún brosti vingjarnlega, rétti Celiu hönd- ina og sagði með sama undarlega hreimnum og Celía hafði heyrt fólkið á hafnarbakkanum tala með, en þó var hann mýkri en hjá hinu hvíta fólkinu. „Það gleður mig að hitta yður, ungfrú, Latimer. Við höfum öll hlakkað til að fá yður. Ég vona að ferðin hafi verið skemmtileg." Þessi orð voru sögð á þann hátt, að Celiu fannst vera tekið á móti sér sem virðulegum gesti og hafði það góð áhrif á hana. Augu hennar ljómuðu, þegar hún svaraði kveðju ungfrú Mayl- ey- Gamla konan sneri sér við til að segja eitthvað við skozka lækninn og Celía fór að líta eftir burðarkarlinum, sem var með farangur hennar. Hún sá hann koma með töskurnar. Mackenzie læknir kvaddi hana á sinn hranalega hátt og fór sína leið. „Isaac sér um farangurinn yðar, barnið gott“, sagði ungfrú Mayley, ,,og lætur tollskoða hann. Ef þér viljið afhenda mér lyklana yðar, skal ég rétta honum þá.“ Celía gerði sem henni var sagt, en hló með sjálfri sér að hátíðleik gömlu konunnar. Ungfrú Mayley rétti gömlum negra með vingjarnlegt andlit, lyklana. Síðan gekk hún á undan að gömlum og sliguðum vagni frá Viktoríutímabil- inu, sem stóð í röð svipaðra vagna í götunni fyrir ofan hafnarbakkann. „Gjörið svo vel og setjizt inn, ungfrú Latimer.“ Celía settist. Ungfrú Mayley kom á eftir, svarti ökukarlinn hottaði á hestana og þau óku af stað. Munnur Celíu titraði af niðurbældum hlátri og augu hennar ljómuðu. Hún mundi ekki eftir að hún hafði ekið í hestvagni fyrr — að minnsta kosti var það þá fyrir hennar minni, fyrir tuttugu árum. Hún hafði einnig ekki haft hugmynd um að svona gamlir vagnar væru til í notkun ennþá. Þau óku niður götu, sem var öll hvít — veg- urinn, veggir húsanna og verzlanir, því að allt var byggt úr kóral, eða svo sagði ungfrú Mayley Celiu. Sjálf var eyjan kóralrif. Það var nú haldið í vestur, komust þau þá út úr bænum og út á þjóðveginn. Ungj'rú Mayley sagði Celíu að Blanque væri í raun og veru margar smáeyjar, sem væru tengdar saman með brúm. Landslagið væri því afar sérkennilegt og fagurt og alls staðar sæist á blátt hafið. Þau óku fram hjá háum, hvítum steinveggjum, sem þaktir voru rósa- og vínviði, fram hjá dimmum og skuggsælum bananalundum, reisu- legum húsum, hálf huldum risavöxnum gróðri og litum, hvítum kofum, sem svertingjabörn léku sér. Og alls staðar uxu fresíur — fögur og fíngerð, hvít blóm með löngum, grænum blöð- um, og ilmur þeirra var ólýsanlegur. Skömmu seinna beygðu þau inn á milli tveggja veðraðra stólpa, en ekkert hlið var á milli þeirra, og óku upp löng trjágöng. Við þeim blasti langt og lágt hús, veggir þess báru aldagömul merki eftir hitabeltissólina, regnið og storminn. Allt í kring óx lágvaxinn, þéttur og vanræktur sedrus- viður. Fyrir framan húsið var flötur og upp á hann lágu steinþrep frá trjágöngunum. Þar stóð ung kona og beið. Gamli klárinn nam staðar af sjálfsdáðun. Ung- frú Mayley og Celía gengu upp þrepin. Unga konan stóð hreyfingarlaus án þess að brosa og horfði rannsakandi á Celiu. Þegar ungfrú Mayley sagði: „Þetta er ungfrú Latimer, Olga," brosti hún allt í einu, rétti Celíu höndina og sagði eins og frænka hennar hafcSi sagt: „Það gleður mig að þér eruð komnar.“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Maðurinn: Jæja, þá er myndin af drengnum yðar komin í Ijómandi fallegan ramma. Pabbinn: Já — þetta er fallegasta barn í veröldinni! Pabbinn: Sjáðu, hjartað mitt, er hann ekki yndislegur? Ég á engin orð yfir það! Mamman: Ó, hvað við verðum stolt af honum, ef hann verður eins fallegur og þú. — en þetta fékk illan endi! Pabbinn: Ég ætla að hengja myndina inni í bókaherberginu, þar sem bækur snillinganna eru. Og glaður gengur pabbinn til verks —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.