Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 14

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 2, 1949 Tore Segelcke Framhald af hls. 7. lék á Nýja leikhúsinu. — Á Þjóðleikhús- inu fékk hún beztu leiðbeinendur og beztu meðleikendur, sem hægt var að fá í Noregi og hún fékk hlutverk, sem voru henni og hinum miklu hæfileikum hennar samboðin. Hún lék ástríðufull hlutverk og kímnihlutverk og sýndi, að hún var leikkona á heimsmælikvaröa. — Hún verður innblásin af góðum leiðbeinanda, en hún á líka innblástur í sjálfri sér, segir einn gagnrýnandinn. Á Þjóðleikhús- inu hefur hún leikið mörg Ibsen-hlutverk af hinni mestu snilld. Það var sagt um hana, þegar hún lék Hilde í Bygmester Solness, að hún hefði tekið með sér inn á sviðið norsku náttúruna . . . fjöllin og fossana og vorið í leysingum. Sem Agnes í Brand segja gagnrýnendurnir að hún hafi verið óviðjafnanleg. Eitt Ibsen-hlutverk heppnaðist ekki fyrir henni: Hedda Gabler. Fyrri maður T. S. hét Lasse Segelcke, ágætur leikari og léku þau hjónin saman, t. d. í Brúðuheimilinu. Aðalmarkmið Lasse Segelcke í lífinu var að hjálpa og styðja konu sína á listabraut hennar. Um þetta leyti sæmdi norski konungur- inn hana Fortjenstmedaillen í gulli. T. S. fór frá Nýja leikhúsinu á Þjóð- leikhúsið árið 1935, en rétt áður lék hún sem gestur á Betty Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hún lék Manúelu í „PIGER I UNIFORM ‘ og gerði mikla lukku. Svo blátt áfram og yfirlætislaus er T. S., að það er sagt, að Kaupmannahafn- arbúar hafi aldrei tekið eftir henni á götu né í kaffihúsum . . . en áhorfend- urnir í Betty Nansen leikhúsinu tóku eftir henni og beztu gagnrýnendur Dana voru stórhrifnir. Hún hefur líka leikið Nóru sem gestur I Stokkhólmi, þar sem áhorfendur hróp- uðu og stöppuðu af hrifningu, allt ætlaði um koll að keyra og er sagt, að áhorf- cndurnir á DRAMATEN í Stokkhólmi Iiafi aldrei sýnt slíka hrifningu. Gustaf Svíakonungur sæmdi hana Fortjenst- medaillen í gulli . . . Þegar Finnar heyrðu um þennan mikla sigur í Svíþjóð, heimt- uðu þeir líka að sjá Segelcke. Leikflokk- urinn fór þá til Helsingfors og lék sjö sinnum fyrir fullu húsi þar. Gagnrýnend- urnir voru yfir sig hrifnir í báðum lönd- um. Síðan lék T. S. Nóru í París, þar sem sama sagan endurtók sig. Sjálf vill T. S. helzt leika heima og aldrei varð hún það sem kallað er „príma- donna“. Þegar hún kemur heim úr utan- landsferðum sínum fer hún inn í leikflokk Þjóðleikhússins og heimtar ekkert annað en að fá leyfi til að ofra sér algerlega fyrir list sína. 456. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring 1. Sundfæri e.f. — 7. einstæSingar. — 14. skyldm. — 15. dropar. — 17. dýrin. —• 18. mannsn. — 20. yfirgefin. — 22. vatnsrennsli. — 23. kven- heiti. — 25. samhl. — 26. dýr. — 27. samhl. — 28. stafur. — 30. nýr. — 32. samhl. — 33. hljóðst. — 35. vellyktandi. —■ 36. staf. — 37. fjall. — 39. líkamshlutinn. — 40. hús- gagn. — 42. tímatákn. — 43. máttur. — 45. rödd. — 46. góðviljaður. — 48. for. — 50. samhl. — 51. kól. — 52. bein. — 54. skammst. — 55. sjór. — 56. eldfæri. — 58. langloku. stofnun. — 64. kjassað. — 69. óhreinki. — 60. snædd. — 62. 65. telpuna. — 67. ráp. 70. treður. — 71. óeirðin. Lóðrétt skýring: 1. kemur sér illa. — 2. lífinu. — 3. bæjarn. þgf. — 4. tönn. — 5. ending. —- 6. auðsuppspretta. — 8. ræktun. — 9. tveir eins. — 10. þoli. —- 11. sein- læti. —■ 12. greinir. —• 13. rómurinn. — 16. hús- gagn. — 19. henda. — 21. hvá. — 24. verkfæri. — 26. kvenheiti. — 29. ganga. — 31. glaðværð. — 32. liðið. — 34. rangt. — 36. versna. — 38. stía. — 39. dráttur. — 40. ráð. — 41. alir. — 42. kvöldað. — 44. fæðan. — 46. stó. — 47. ryskingar. — 49. hernaði. — 51. merkjum. — 53. þeytingur. — 55. skrá. — 57. mannsn. þ.f. -— 59. hreyfing. — 61. væta. — 62. atv.orð danskt. — 63. forskeyti. — 66. samhl. — 68. tönn. Lausn á 455. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Ásta. — 5. efa. — 7. gras. — 11. varg. — 13. tarf. —- 15. oka. — 17. fatalús. — 20. sal. — 22. fell. — 23. letin. — 24. bali. — 25. ata. — 26. all. — 27. fff. — 29. lit. — 30. stig. — 31. nótt. — 34. ataði. -— 35. atvik. — 38. sefa. — 39. golf. — 40. lumma. — 44. brann. — 48. kaun. — 49. rola. — 51. aur. — 53. nnn. — 54. Ari. — 55. gas. — 57. Fram. — 58. dagur. — 60. toga. — 61. eru. —- 62. varatal. -— 64. tif. — 65. stör. — 67. ráma. —^ 69. átak. — 70. sko. — 71. sina. Lóðrétt: 2. svala. — 3. ta. — 4. arf. — 6. frat. — 7. gas. — 8. rr. — 9. afsal. — 10. sofa. —• 12. gallið. — 13. túnfót. — 14. glit. — 16. keti. — 18. telgi. — 19. lifna. — 21. alir. — 26. ata. — 28. ftv. — 30. stauk. — 32. tigna. — 33. æst. — 34. afl. — 36. kon. — 37. ofn. — 41. man. — 42. mundar. — 43. annar. — 44. braut. — 45. rorrar. — 46. ali. — 47. kurr. — 50. bagi. — 51. afet. — 52. raust. — 55. gotan. — 56. safi. — 59. gauk. — 62. vök. — 63. lás. — 66. ta. — 68. mi. Einar Skavlan hefur sagt um hana, að hún sé bezt í því stærsta . . . Sjálf segir hún, að alvarlegustu hlutverkin séu skemmtilegust! Og svo kom hernámið' . . . Leikararnir við Þjóðleikhúsið voru fyrstir til að gera verkfall, bæði í leikhúsinu og í útvarpinu. T. S. var í broddi fylkingar. Leikhúss- forstjóri einn í Bergen var drepinn af nazistum og þeir hótuðu leikurunum í Oslo, að þeir skyldu sæta sömu afdrifum ef þeir þrjóskuðust við að leika. Nazistar sögðu við leikarana: „Haldið þið að við, sem bráðum ætlum að skjóta á London og gera hana að steinhrúgu, hugsum okkur um að skjóta nokkra leikara?“ T. S. fékk margar skipanir um að leika í útvarpinu og sagði nei í hvert skipti. Maður hennar og bróðir voru hnepptir í fangelsi o. fl. leikarar. Rönneberg segir frá eftirmiðdeginum, þegar leikararnir ákváðu, að halda verk- fallinu áfram þrátt fyrir allar hótanir . . . Flokkur leikara hafði safnazt saman á Stortingsgaten í Oslo og á meðal þeirra var T. S. Segir Rönneberg, að hún hafi Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. 27. febrúar 1903. 2. Nei, þeir hafa fimm á framfótunum. 3. Damaskus. 4. Af því að afturfæturnir eru lengri en fram- fæturnir. 5. Rómaborg. 6. Hann er grænn. 7. 1539. 8. 1912. 9. Myndir af ljóni og einhyrningi. 10. 1791—1852. ekki litið út eins og mesta leikkona Þjóð- leikhússins þann dag. Hún var í ósjálegri regnkápu og með skýlu á höfðinu — rammskakka, en andlitið lýsti af eldmóði og hrifningu yfir að félagar hennar létu ekki kúgast . . . Þegar leikaraverkfallið hætti og leik- urunum sem voru í varðhaldi var sleppt lék Þjóðleikhúsið kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi. Leikritið var „Tre Par“ eftir Alexander Kielland. Fólk vildi nota tæki- færið til að þakka leikurunum fyrir frammistöðu þeirra meðan á verkfallinu Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.