Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 2, 1949 5 Ný framhaldssaga: Meiskur drukkur Ástasaga eftir Anne Duffield Nokkurra daga sjóveiki er góður undirbúningur undir langa sjóferð. Þér verðið stálhraustar það sem eftir er leiðarinnar." Hann kinkaði kolli og hélt áfram göngu sinni um þilfarið. Celía stóð eftir bæði undrandi og móðguð. Þetta var hræðilegur maður — en sennilega hafði hann rétt fyrir sér. Hafði hann reynt vilj- andi daginn áður að móðga hana ? Ef hann hafði gert það, þá var hann mjög kænn. Nei, sennilega var hann aðeins ruddalegur og skap- illur og furðaði Celía sig á, hvernig hann þorði að meðhöndla sjúklinga sina á þennan hátt. Og auðvitað gat hann hvergi verið læknir nema á skipi, því að í landi myndi enginn sætta sig við slíkan mann sem lækni. Celía mætti honum aftur á þilfarinu og kink- aði hann kuldalega kolli til hennar. Það var auð- séð, að hann hafði engan áhuga á henni og Celía var fegin því. Hún vildi ekki hafa neitt meira saman við Mackenzie lækni að sælda. Skipið var ekki stórt og ferðin sóttist fremur seint. Farþegamir voru fáir, nokkur fullorðin hjón, sem voru á ferðalagi sér til heilsubótar, örfáir verzlunarmenn og fólk, sem var á leið til ættingja sinna. Enginn nema Celía ætlaði til eyjarinnar Blanque og enginn hafði komið þar, sem hún talaði við þarna um borð. Ferðalagið var viðburðasnautt. Celía kynntist fljótt hinum farþegunum. Gamla fólkinu féll vel við hana, karlmönnunum fannst gaman að rabba við þessa greindu ungfrú Latimer og ungu stúlk- unum sýndist hún ekki hættulegur keppinautur. Þetta var að vísu snotrasta stúlka, en hún gat ekki talizt nein fegurðardís. Allir vissu, hvert ferðalagi hennar var heitið og það að hún átti að verða lagsmær og fannst fólkinu sú staða hæfa henni ljómandi vel. Celía gerði sér vel Ijóst, hvernig fólkið mat hana, og gat hún ekki annað en verið því sammála. Hún var ekki annað en vanaleg tuttugu og sex ára gömul stúlka. En henni fannst sólin og sjávarloftið hafa góð áhrif á sig, það var kominn roði í kinnar hennar og hár hennar var búið að fá gylltan blæ. ,,Þér hafið haft gott af þessu ferðalagi," sögðu allir við hana. Mackenzie læknir, sem mætti henni stundum á þilfarinu, horfði með aðdáun á hana, þegar hann heilsaði henni stirðlega, en aldrei nam hann staðar til að tala við hana eða varð henni samferða. Hann skipti sér heldur aldrei að öðrum far- þegunum og talaði aðeins við skipsmennina við máltíðir og sat hann ekki við sama borð og Celía. Engum farþeganna geðjaðist að honum. Engin alvarleg veikindi stungu sér niður meðal þeirra, nokkrir fengu þó kvef og magaveiki oð urðu að kalla á lækninn. Hann skoðaði þá sjúkling- ana rækilega, en móðgaði þá með hranalegri framkomu sinni. Hann var vanur að gefa það ó- tvírætt í skyn að lasleiki þeirra stafaði venju- lega af ofáti eða trassaskap og slíkri framkomu áttu menn ekki að venjast af læknum sínum. En meðal skipshafnarinnar var Mackenzie sagður allur annar maður og mjög vinsæll af félögum sínum. ,,Ég veit ekki hvað hann heldur að hann sé,“ sagði ein af konunum við Celíu. „Auðvitað er skipsmönnunum bannað að skipta sér um of af farþegunum, en læknirinn hlýtur þó að vera sjálfráður í þessu efni. Ég hef aldrei fyrr verið á skipi, þar sem læknirinn hefur ekki verið vin- gjarnlegur við alla.“ „Hann er hreinræktaður Skoti," sagði Celía, á báðum áttum um, hverju hún ætti að svara. „Það afsakar hann ekki,“ svaraði hin og gat Celía ekki annað en verið samþykk henni. Sólin varð heitari og andrúmsloftið mollulegra. Það var siglt í suðvestur átt inn í suðurhöfin. Celia naut ferðalagsins og óskaði þess að það tæki sem lengstan tíma. Þrátt fyrir yfirborðsró sína var hún kvíðafull og ýmist kveið fyrir eða hlakkaði til að komast á ákvörðunarstaðinn. Að lokum skall á sannkölluð hitabeltisnótt, haf og himinn varð dimmblátt og stjörnurnar tindruðu á aragrúa á himinhvolfinu. Virtust þær vera svo skammt frá höfði manns, að hægt væri að seilast eftir þeim. Celía stóð við borðstokkinn. Hvílík dásamleg nótt! Hún óskaði þess bara að hún væri ekki svona einmana á þessari stundu. Á óendanlegu hafinu virtist skipið vera örlítil skel, sem rak fyrir sjó og vindi og fannst Celíu vera svipað komið fyrir sjálfri sér. „Hvers vegna hefi ég hætt mér svona langt alein,“ tautaði hún við sjálfa sig, þar sem hún stóð þarna. Allt i einu barst að vitum hennar þungur og sætur ilmur og gat Celía ekki varizt aðdáunarópi. En ilmurinn hvarf jafn snöggt og hann hafði komið. Celía laut áfram, hættulega langt, til að reyna að finna ilminn aftur og gleymdi öllu öðru í kringum sig. Þarna fann hún hann aftur, sterkari og sætari en áður og meðan hún stóð og andaði honum hugfangin að sér nam Mackenzie læknir staðar við hlið hennar. „Hvað eruð þér að gera, ungfrú Latimer? Eruð þér að reyna að drepa yður?“ „Hvað er þetta?“ spurði hún hugfangin. „Hvað er hvað?“ svipur hennar vakti undrun hans. „Er eitthvað þarna niðri i hafinu? Kannske eru það hákarlar!" „Nei. Ég á við þennan dásamlega ilm. Finnið þér hann ekki?“ Skozki læknirinn þefaði út í loftið. „Þetta er ilmur af fresíum á Blanque." „Fresíum! Auðvitað!” Hún var alveg búin að gleyma þeim. „Erum við þá tuttugu kílómetra frá eyjunni ?“ „Tuttugu, nei, ætli við séum ekki frekar um fjóra kílómetra. Vissuð þér ekki að við vorum komin? En auðvitað verðum við að liggja við akkeri fyrir utan eyjuna til sólaruppkomu." „Fresíur!“ tautaði Celía. „Eyjan hlýtur öll að vera vaxin fresíum, úr því að ilmurinn berst alla þessa leið." „Já það er hún. Það eru stórar breiður af þeim. Jarðvegurinn virðist vera heppilegur fyrir þær.“ „En hvað þetta hlýtur að vera dásamlegur staður!" Læknirinn horfði forvitnislega á hana. „Ætlið þér að vera þar lengi," spurði hann snögglega. „Það vona ég, að ég verði," Celía brosti nú. „Ég er að fara til Blanque til að vinna.“ „Já, mér hefur skilizt það. Og þér hafið ekki komið til Blanque áður?“ „Nei.“ „Vitið þér nokkuð um eyjuna?" „Aðeins það sem Carruthers, sem réði mig þangað, hefur sagt mér,“ svaraði Celía. „Honum finnst enginn staður jafnast á við Blanque. Hann segir að eyjan sé alveg einstök." „Það er hún líka,“ viðurkenndi læknirinn, en bætti svo við og talaði hægt: „Farsælast væri að flóðbylgja sogaði Blanque með öllu, sem á henni er, ofan í djúpið.“ „Við hvað eigið þér?“ spurði hún og starði á hann. „Það munið þér skilja, þegar þér verðið búnar að dvelja þar lengi,“ svaraði hann. Að svo mæltu sneri hann sér snöggt við og hélt áfram yfir þilfarið. Skipið varpaði akkerum um miðnætti og og sigldi ekki inn í höfnina fyrr en i dögun. Alla nóttina lá Celía í káetu sinni milli svefns og vöku og fann eða fannst fresíuilminn leggja til sín. Hún var á fótum fyrir dögun og sá sólina koma upp á Blanque. Eyjan virtist ekki vera hálend né hæðótt, ströndin var hvít og sterk græn. Það hafði hvesst örlítið um nóttina og hafið, sem sjaldan var þarna slétt sökum andstæðra strauma, lamdist í hvítfreyðandi öldukömbum inn að ströndinni. Celía stóð við borðstokkinn og horfði á öldurnar meðan skipið skreið hægt áfram, en nam svo aftur staðar til að bíða hafnsögumannsins. Farþegarnir stóðu allir uppi á þilfari og voru óþolinmóðir eftir að komast í land. Skyndilega kom eitthvað í ljós á milli grynningana. Þetta var seglskip — hvít og rennileg skemmtiskúta með seglin þanin fyrir vindinum. Skútunni miðaði hratt áfram, hún lyftist og stakkst í bylgjun- um — aðeins einn maður var um borð, hann var hávaxinn og klæddur peysu og gráum buxum og stóð við stýrið. „Þetta þykir mér vera dirfska," sagði einn af farþegunum. „Ég myndi ekki kæra mig um að fara einn á báti í þessum sjó.“ Seglskútan kom nær og stefndi beint á skip- ið. „Gættu þín,“ hrópaði einhver óafvitandi. Á- 'rekstur virtist óhjákvæmilegur, það var ekki hægt að snúa svona stórum bát á skömmum tíma. En allt í einu vék maðurinn við stýrið og allir á þilfarinu ráku upp hræðsluhróp. „Drottinn minn! Maðurinn er brjálaður!" Allir bjuggust að sjá skútunni hvolfa, en hún rétti við aftur og skreið nú fram með skipinu hægt og með blaktandi segl, þar sem skipsskrokkur- inn skýldi fyrir vindinum. Maðurinn stóð hreyf- ingarlaus við stýrið. „Hvílíkur karlmaður!" hugsaði Celía. Þetta gat ekki verið hafnsögumaðurinn. Mað- urinn lét sem hann sæi ekki farþegana, sem störðu á hann, heldur hrópaði til skipsmanns á stjórnpallinum. Cela gat ekki heyrt, hvað hann sagði, en það var líkast því sem hann spyrði hvort hann ætti ekki eitthvað með skipinu. Skipsmaðurinn hló og svaraði, ekkert heyrðist fyrir vindinum, en maðurinn i bátnum virtist vera ánægður — hann sneri skútunni frá skip- inu og upp í vindinn og hvarf til hægri. Skömmu seinna kom annar bátur með þremur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.