Vikan


Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 13.01.1949, Blaðsíða 4
4 ÆTISVEPPIRIMIR Þýdd smásaga A gatha gamla Thistle varð dauðhrædd þegar hún fann eitrið. „Drottinn minn!“ stundi hún. „Og hann sem er svo góður piltur!“ Hún kenndi þessum viðbjóðslegum pen- ingum um allt saman — peningunum, Sem hún hafði sparað saman á mörgum árum ásamt arfinum eftir John frænda. „Peningar eru undirrót alls ills,“ hugsaði hún, á meðan húp handlék þessa hryllÞ legu flösku með hrukkóttum og titrandi höndum. Hún hefði vissulega ekki átt að segja Reginald að hún gerði hann að einkaerfingja sínum í erfðaskránni. En auðvitað var eðlilegt að hún grunaði hann ekki um slíkar glæpahugleiðingar. Að vísu hafði hann sem drengur verið settur á uppeldisstofnun fyrir strákapör, en morð gat hann ekki framið! Hún var skelfingu lostin. Hún reyndi að bera fram nafnið, sem stóð á flöskunni, en það var á latínu. Aðeins orðið „Eitur“ skildi hún. Hún fletti upp i lyfjaskránni, sem hún hafði erft eftir John frænda ásamt peningum hans. „Verkar eins og sveppaeitur" stóð þar. „Hafið þið vitað annað eins! Upp á hverju tekur hann næst?“ hugsaði hún. Hún tók flöskuna með sér fram, hellti úr henni og fyllti aftur með vatni. Síðan hringdi hún í málafærslumann sinn. Reginald kom heim með körfu á hand- leggnum í sömu mund og málafærslumað- urinn yfirgaf húsið. Reginald var mjög fjarskyldur ættingi. Agatha hafði óljósar endurminningar, sem komu henni ætíð til að roðna af blygðun, um eitthvað hræði- legt, sem hent hafði frænku hennar, Flóru, fyrir mörgum árum. Reginald hafði svo komið til hennar óboðinn rétt eftir að hún erfði John frænda. „Varst þú að verzla, Reginald?" spurði hún vingjamlega, þegar hann kom inn í stofuna. Reginald, sem hafði gamallegt andlit, ylgdi sig þegar hann horfði á eftir mála- færslumanninum. „Hvað vildi hann hing- að?“ spurði hann. „Hann breytti erfðaskrá minni,“ sagði Agatha blíðlega. Reginald fölnaði og sýndist ennþá gamallegri. „Jæja — þú ætlar kannske að arfleiða „Dýravendarann“ að öllu þínu?“ ,,Nei,“ svaraði Agatha brosandi. „Ég hefi ákveðið að láta þig njóta einhvers af peningunum mínum strax. Ég gæti lifað í mörg ár ennþá, er ekki svo?“ Reginald vafðist tunga um tönn, en jánkaði svo. En hann virtist samt ekki vera sömu skoðunar og hún. „Þessvegna höfum við Longman orðið ásátt um að greiða þér 100 pund á mán- uði þar til ég dey.“ „Hundrað pund!“ „Já, en þegar ég dey, hættir þú að fá þessa mánaðarpeninga þína. Það sem þá verður eftir------Jæja við skulum ekki tala meira um peninga. Hvað er það, sem þú keyptir?“ Reginald leit á körfuna og roðnaði — ekki af skömm heldur vandræðum. „Æti- sveppir,“ tautaði hann. Agatha virtist verða glöð við. „Nei, eru þeir handa mér?“ „Já — það er að segja — ég er hrædd- ur um að þeir séu þér ekki hollir.“ „Þvættingur, Reginald. Konur á mín- um aldri þola allt. Við þurfum ekki að hugsa um vöxtinn eins og þær ungu. „Nei, en þú veizt að ætisveppar geta verið hættulegir.“ „Þá skal ég borða nokkra þeirra fyrst, svo að þú þurfir ekkert að óttast.“ f VEIZTU -? 1. Hvenær er kvikmyndaleikarinn Fran- 1 chot Tone fæddur? | 2. Hafa kettir jafnmargar tær á óllum : fótum ? 3. Hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 4. Hvers vegna stekkur héri hraðar upp = heldur niður hæð ? 5. Hvaða borg er stundum nefnd „borgin = eilifa" ? 6. Er smaragð rauður, blár eða grænn? : 7. Hvenær var Kristmunkareglan stofn- | uð? I 8. Hvenær varð Kína lýðveldi? 9. Hvaða dýramyndir lykja um enska i skjaldarmerkið ? s 10. Hvenær var Sveinbjörn Egilsson, sá | er gerði Lexicon poeticum og þýðingar : Hómerskvæða, uppi ? Sjá svör á bls. 14. VIKAN, nr. 2, 1949 „Ég er að hugsa um þig, frænka,“ sagði Reginald ráðþrota. Og hann var alltaf að hugsa um hana á meðan á borðhaldinu stóð, grátbændi hana um að borða ekki of mikið af svepp- unum og skipaði henni að drekka vatn óðara á eftir, annars gæti hún fengið illt í magann. Eftir máltíðina fór hann tafar- laust til herbergis síns og tæmdi eitur- flöskuna. Næstu mánuði var dekrað við Agöthu Triestle meira en nokkru sinni fyrr. Reginald var ekkert nema umhygggjan. Hún varð að setja á sig sjal á kvöldin og stiga mátti hún ekki ganga nema hann styddi hana. Hann heimtaði jafnvel að lesa fyrir hana á kvöldin, til að hlífa gömlum, þreyttum augum hennar. Hann gerði í stuttu máli sagt allt til að vernda heilsu hennar. Hundrað pundin, sem hann fékk mán- aðarlega, sáu honum fyrir öllum nauð- synjum og alltaf gat hann stungið álit- legri upphæð í rúmdýnuna sína. En dag- lega harmaði hann það að gamla frænkan svipti hann allri gleði af lífinu. Og hann óskaði þess innilega að hann hefði framkvæmt áform sitt með æti- sveppana örlítið fyrr. Dag nokkurn sá Agatha að Reginald stakk peningabunka í rúmdýnuna. „Er þetta ekki heimskulegt af þér, Reginald?“ spurði hún. „Það er svo margt fólk ó- heiðarlegt og þessir peningar myndu leiða margan í freistu.“ „Hvers vegna ertu að hugsa um það?“ sagði Reginald háðslega. ,,Er ekki af svo miklu að taka hjá þér?“ Og hann hló hátt. Agatha hló einnig. En ef Reginald hefði verið athugull, hefði hann orðið var við uppgerð í hlátri frænku hinnar. Eftir að hún hafði í marga mánuði veitt frænda sínum svona örlátlega mánaðarfé, var Agatha gamla Tristle með öllu félaus. Allur arfurinn eftir John frænda var eyddur. Allt sparifé hennar einnig til þurrðar gengið og Reginald hafði heilan auð í rúmdýnu sinni. Dag nokkurn, þegar hún stóð í eldhús- inu og horfði út um gluggann, fékk hún skyndilega hugmynd. „Ég held satt að segja að við ættum að borða ætisveppi í dag,“ tautaði hún. Reginald veiktist sama fimmtudaginn, en á þeim degi var þorpslæknirinn vanur að fara til borgarinnar. Um kvöldið, þegar læknirinn kom, var hann látinn. „Hvað borðaði hann um hádegið?“ spurði læknirinn. „Ætisveppi,“ svaraði Agatha, sem var óhuggandi. „Datt mér ekki í hug,“ sagði læknirinn. „Þér eigið þó ek>i við að —“ „Jú,“ sagði læknirinn og klappaði hug- hreystandi á öxl gömlu konunnar, sem grét. „Ég tel það víst að sú sé dauða- orsökin!“ „Drottinn minn!“ stundi Agatha gamla sárhrygg. „Og hann var alltaf svo góður piltur.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.