Vikan


Vikan - 13.01.1949, Page 7

Vikan - 13.01.1949, Page 7
VIKAN, nr. 2, 1949 7 Tore Segelcke Framháld'■ af hls. 3. ekki hægt að finna að nokkrum hlut. Samhengið er fullkomið. Nóra breytist ekki allt í einu, það er innri þroskun konunnar, sem ekki hefur farið fram á þeim fáu dögum, sem leikritið gerist á, en er þroskun, sem hefur tekið mörg ár. Það sem við verðum vör við meðan leikritið er leikið er það, að Nóra kemst að raun um, hvernig nú er komið fyrir henni—og tekur afleiðingunum. Gagnrýn- endur hafa sagt um leik T. S. í Brúðuheim- ilinu, að Nóra hafi aldrei verið leikin ham- ingjusamari, innilegri eða hræddari. Að síðustu, þegar allt hrynur fyrir henni og maðurinn bregst henni, þá er eins og hún stirðni. Áhorfendurnir eru þá orðnir svo innlifaðir leiknum og samtímis svo gagn- teknir, að það er eins og þeir fái ákafa löngun til að hjálpa henni. Þegar T. S. fékk að leika Nóru var langur listferill að baki hennar. En þann- ig hafði ævi hennar verið: Hún fæddist í Frederikstad í Noregi 23. apríl 1901. Foreldrarnir óskuðu sér drengs og voru búin að ákveða nafnið Tore. Þegar svo telpan kom, ákváðu þau, að halda nafninu, sem þau voru búin að velja. Anton Rönneberg segir um þetta í ævisögu T. S., sem kom út í hittiðfyrra,: „Tore, þetta nafn, sem leikkonan Tore Segelcke gerði heitara og mýkra en flest kvennanöfn“. Faðir hennar hét Georg Lökkeberg, og var vélstjóri við blaðið í Frederikstad. Móðirin, Hulda Lökkeberg, hefur verið framúrskarandi kona. Hún var afskap- lega dugleg — hún rak gistihús, sem gat tekið 18 manns og eins kaffihús, auk þess sem hún hafði heimilið og 4 börn að annast um. Aldrei hafði hún meir en eina stúlku til hjálpar. Þegar dæturnar 3 stálpuðustu, hjálpuðu þær til. Það var móðurinnar mesta gleði, að ala upp 1 börn- unum ást á fögrum listum. Öll 4 voru listfeng og bar snemma á því. Sonurinn Georg Lökkeberg varð síðar þekktur leik- ari. T. S. segir, að hún hafi myndað Nóru í líkingu móður sinnar, en hún var falleg kona, hagmælt og fékst við að mála. Hún las kvæði og söng fyrir börnin og þegar hún uppgötvaði leikhæfileika Tore lagði hún alla sína krafta í að hjálpa henni áfram á listbrautinni. Tore Segelcke var aldrei í neinum vafa um hvað hún vildi leggja fyrir sig. Hún vildi verða leikkona og ekkert annað en leikkona. Móðirin trúði á hana og hjálp- aði henni. Hún las með henni og hinum börnunum rit merkra höfunda. Anton Rönneberg segir í ævisögu T. S. að þessi sjálfmentaða alþýðukona hafi átt mestan þátt í að þroska hæfileika dótturinnar. Frú Lökkeberg settist á skólabekkinn 37 ára gömul. Hún tók ágætt próf af verzlunarskóla og byrjaði nú á skóverzlun. Auk þess hafði hún ennþá gistihúsið. Tore var í skóbúðinni í 2 ár og stundaði nám hjá móður sinni samtímis. Nú kom sá tími, að T. S. fann, að hún varð að byrja á alvarlegu námi ef nokk- uð átti úr því að verða, að hún yrði leik- kona. Hún fór á kyikmyndaskóla, en kvik- myndirnar lágu ekki fyrir henni. Hún stóð í fyrsta sinn á leiksviðinu í Frederikstad Sommerteater. Það var allt viðvaningslegt, en var þó byrjun. Svo fór hún til Oslo og nú brosti hamingjan við henni, er hún komst inn á Norska leik- húsið og fékk föst laun. Gagnrýnendur voru góðir við hana í blöðunum. 13 ár var hún við leikhúsið. Þar komst hún undir áhrif hinnar ágætu frú Agnes Mowinckel, sem þar var leiðbeinandi, en íslendingar þekkja hana síðan í sumar, er hún kom hingað og lék. T. S. segir, að A. M. hafi hjálpað sér mikið fyrstu árin. Hún var ströng við hana og heimtaði mikið af henni, en skildi hana og sýndi henni móðurlega umhyggju. A. M. lagði áherzlu á frumleikann, hugmyndaflugið og tilfinningarnar. „Allt verður að koma innanfrá. Við viljum engin loddara- brögð“, sagði hún. T. S. var ákaflega alvarleg í byrjun. Hún þroskaðist mikið við ferðalög sín með leikflokknum um Noreg. Hún komst að hvað föðurland og þjóð hefur að segja og sá lærdómur sýndi árangur, þegar hún síðar meir varð að þola hótanir og skelf- ingar meðan á hernáminu stóð. Ást á náttúrunni hefur djúpar rætur hjá henni. Rönneberg segir, að sú ást hafi fengið hana til að byggja sumarhús við Glomma og gefa það foreldrunum. Og á meðan á stríðinu stóð og hún bjó í sumarkofanum sínum í Asker, hjálpaði náttúran henni í raunum hennar. Það var stórt augnablik fyrir T. S. þegar Sigurd Bödker, á sínum tíma mest- ur gagnrýnandi leiklistarinnar í Noregi, sagði um hana, þá tiltölulega óreynda leikkonu: „Tore S. getum við reiknað með í framtíðinni . . .“ Síðasta árið sem hún lék á Norska leikhúsinu fékk hún stórt hlutverk í KRAAKA eftir Jens Tvedt. Það var frá söguöldinni og fékk hún ágæta dóma. Einn gagnrýnandinn varð svo hrifinn af henni í hlutverkinu, að hann orkti mörg kvæði til hennar. En nú kom allt í einu tækifærið, sem hún var að bíða eftir. Poul Reumert kom sem gestur á Det frie Teater í Oslo og Tore Segelcke lék eiginkonuna í Den pragtfulde Hanrej á móti honum. Þá sýndi hún í fyrsta skipti, að hún var mikil leikkona. Leikritið var gott og gerði mikla lukku, það var töluvert tvísýnt, eða eins og Norðmenn segja ,,vovet“. Reumert lék með afbrigðum vel, en hann hefur aldrei leikið það hlutverk síðan. T. S. lék eiginkonuna með hrífandi krafti og sakleysi, segja gagnrýnendur frá þeim tíma. Hún sýndi þá í fyrsta sinn hina óvenjulegu hæfileika sína sem ástríðu- mikil leikkona. Allir gagnrýnendur voru á sama máli. Björn Björnsson sagði við hana: Þér ættuð auðvitað að koma til okkar, en hann var þá forstjóri þjóðleik- hússins. Þetta hlutverk lék hún réttum 3 árum eftir að hún byrjaði að leika. Það varð ekkert af að T. S. færi til þjóðleikhússins í það skipti. Hún var búin að taka tilboði frá Den Nationale Scene í Bergen og þangað fór hún og var þar í mörg ár. Þar var Halfdan Chr. leið- beinandi og leikari og hafði hann mikil áhrif á hana sem leikkonu. Hún hefur alltaf verið mjög hrifin af að leika með miklum leikurum eins og Reumert, Halfdan Chr., Oddvar og sænska leikaranum Gösta Ekman. Stjörnuleik hefur hún aldrei kært sig um, en samleikinn hefur hún alltaf metið mest. Samleikinn með Gösta Ekman talar hún t. d. um sem mikinn viðburð í lífi sínu, en samleikur þeirra er líka ógleymanlegur öllum sem sáu hann. I Bergen lék hún ákaflega mörg og margvísleg hlutverk, m. a. Agnete í Elverhöj, Solveigu í Pétri Gaut, Opheliu í Hamlet og Desdemanu í Othello; öll hlutverkin við mikla aðdáun áhorfenda og gagnrýnenda. Nordahl Grieg hafði um þetta leyti , skrifað leikrit, sem hann kallaði „En ung Mands Kjærlighed“ og var þetta leikrit eins og skrifað um og fyrir T. S. Hún lék Berit. Berit hennar í þessu leikriti var bæði skáldleg og náttúrleg, „blátt áfram eins og þjóðvísan og egta eins og sjálft lífið“, segir einn gagnrýnandinn. Fyrst og fremst hugsar maður sér N. Grieg sem skáldið hennar á þessu tímabili, er hún sérstaklega lék hina hreinhjörtuðu, segir Rönneberg. Fyrsta Ibsen-hlutverk T. S. var Regina í Afturgöngunum. Danska leikkonan Betty Nansen stjórnaði leiksýningunni og lék frú Alving, sem var eitthvert bezta hlut- verk hennar . . . frú S. sagði mér, að það væri hlutverk, sem sig langaði mikið til að reyna við . . . Hlutverk Reginu heppn- aðist vel á pörtum fyrir henni, en ekki algerlega og Betty Nansen sagði um hana: annaðhvort er stúlkan geðveik eða hún er „Geni“! En ætíð síðan hafði B. Nansen áhuga fyrir þroska T. S. sem leikkonu. Síðasta hlutverk T. S. í Bergen var Anne Petersdotter í samnefndu leikriti eftir Wiers-Jensen. Hún lék vel. en hún átti eftir að leika hlutverkið síðar í Oslo og þá af mikilli snilld. Árið 1927 fékk hún styrk til að fara til London og París og kynna sér leiklist. Mest áhrif hafði Parísarferðin á liana. Þar sá hún Jeanne d’Arc eftir Bernhard Shaw og fékk mikla löngun til að leika Jeanne, sem hún og gerði síðar svo skín- andi vel í Oslo. Árið 1928 byrjaði T. S. að leika á Þjóð- leikhúsinu í Oslo og hefur leikið þar síð- an að undanskildum tveim árum, er hún Froi.ih. á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.