Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 12
12
„Jæja?“ hrópaði hún. „Jæja? Hvað viljið þér
nú? Eruð þið ekki búnir að pína mig nóg?
Eruð þið ekki búnir að láta mig svíkja veslings
Derek? Hvers óskið þið frekar?“
„Aðeins svars við einni spurningu, ungfrú.
Þegar þér komuð inn i klefann til frú Kettering
eftir að lestin fór frá Lyons —“
„Hvað?“
Poirot leit á hana mildum ásökunaraugum
og tók aftur til máls.
„Ég sagði, þegar þér komuð inn í klefa frú
Kettering —“
„Ég kom þangað aldrei."
„Og funduð hana dauða —“
„Ég kom þangað aldrei."
„Hvem and ....!“
Hann vatt sér reiðilega að henni og hrópaði
framan í hana, og hún hörfaði undan honum.
„Ætlið þér að ljúga að mér? Ég skal segja
yður, að ég veit eins vel hvað skeði og ef ég
hefði verið viðstaddur sjálfur. Þér fóruð inn í
klefann og funduð hana dauða. Ég veit það.
Það er hættulegt að ljúga að mér. Gætið að
yður, ungfrú Mirella."
Augu hennar urðu flöktandi undan augnaráði
hans og loks leit hún niður fyrir sig.
„Ég —ég —“ byrjaði hún, en þagnaði svo
aftur.
„Það er aðeins eitt, sem ég er ekki viss um,“
sagði Poirot. „Ég er ekki viss um, hvort þér
hafið fundið það sem þér voruð að leita að
eða —“
„Eða hvað?"
„Eða hvort einhver annar varð á undan yður.“
„Ég svara ekki fleiri spurningum," æpti dans-
mærin. Hún sleit sig lausa úr höndum Poirot,
og fleygði sér á gólfið æpandi og með grátsog-
um. Þjónustustúlka kom í ofboði hlaupandi inn.
Hercule Poirot yppti öxlum, lyfti augabrún-
um og gékk stillilega út úr herberginu.
En hann virtist ánægður.
30. KAFLI.
Ungfrú Viner fellir dóm.
Katrín leit út um gluggann á svefnherbergi
ungfrú Viner. Það var rigning, ekki hellirign-
ing, en jafn og þéttur úði. Glugginn sneri út
að forgaði og gata lá niður að hliðinu með blóma-
beð til beggja handa, þar sem síðbúnar rósir
og ljósrauðar hýasintur voru í blóma.
Ungfrú Viner lá í stóru rúmi. Bakki með
leifum af morgunverði hafði verið ýtt til hliðar,
og hún var önnum kafin að opna bréfin sín.
Katrín var með opin bréf í höndunum og var
að lesa það í annað sinn. Það var sent frá Ritz
gistihúsinu í París.
„Kæra ungfrú Katrín," byrjaði það, — „ég
vona að þér séuð við góða heilsu, og afturkoman
í enska vetrarloftið hafi ekki fengið of mikið
á yður. Um mig er það að segja, að ég held
áfram athugunum mínum af mikilli elju. Ég er
sannarlega ekki í neinni orlofsferð hér. Ég kem
til Englands mjög bráðlega, og vonast til að
verða þá þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta yður
enn einu sinni. Verður mér ekki að von minni?
Ég mun skrifa yður, þegar ég kem til London.
Þér munið, að við erum samherjar í þessu máli?
Já, ég er viss um, að þér munið það.
Ég fullvissa yður um einlæga vináttu mína
og virðingu.
Hercule Poirot."
Katrín hnyklaði lítið eitt brúnirnar. Það var
eins og eitthvað í bréfinu vekti hjá henni óljósan
grun.
„Já, sei, sei, skemmtiferð kórdrengja," sagði
irngfrú Viner. „Það ætti að skilja Tommy
Saunders og Albert Dykes eftir, að öðrum kosti
legg ég ekkert fram. Ekki veit ég, hvað þeir
drengir halda að þeir séu að gera í kirkju á
sunnudögum."
„Ég veit, að þeir eru slæmir," samsinnti Katrín.
Hún opnaði næsta bréf sitt og roðnaði þegar
hún sá það. Rödd ungfrú Viner virtist koma
langt að.
„Ég ég sagði við hana: „Ég held nú ekki. Það
vill svo til, að Tamplin greifafrú er frænka ung-
frú Grey." Hvað segið þér um það?“
„Voruð þér að taka minn málstað? Það var
fallega gert af yður."
„Þér getið kallað það því nafni, ef þér viljið.
Ég gef ekkert fyrir titla. Mér er sama þó að
hún sé kona prestsins, hún er eins og lævís
kisa. Hún var að gefa í skyn, að þér hefðuð
keypt yður inn í félagsskap heldra fólsksin."
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi: Ég er með bréf frá kennaranum
míuum, afi.
2. Afi: Ég furða mig á þér, Raggi. Við skulum
sjá, hvað segir hann hérna?
3. Afi: Það er ekki gott að lesa skrift kenn-
arans. Ég verð að játa, að ég get ekki lesið
þetta!
Raggi: Ég veit svo sem, hvað hann hefur
skrifað . . .
4. Raggi: . . . hann er að kvarta undan því,
hvað ég skrifa illa!
VTKAN, nr. 15, 1949
FELUMYND
■*)
Sjáið þið annan mann á myndinni?
„Hún hefur ef til vill ekki haft með öllu rangt
fyrir sér.“
„Það þarf ekki nema horfa á yður,“ hélt ung-
frú Viner áfram. „Hafið þér komið aftur eins'
og forskrúfuð hefðarmær, eins og vel gat átt
sér stað? Nei, þér eruð eins skynsamar og blátt
áfram og þér voruð, í góðum og hlýjum sokk-
um og þokkalegum skóm. Ég minntist einmitt
á það við Ellen í gær. „Ellen," sagði ég, „litið
á imgfrú Grey. Hún hefur verið að skemmta sér
með ýmsu af helzta fyrirfólki landsins, og er
hún eins og þér, með pils upp á hnjám og
gagnsæjum silkisokkum og skóm eins og stult-
um?“ “
Katrín brosti með sjálfri sér; Það hafði sýni-
lega borgað sig að haga sér í samræmi við for-
dóma ungfrú Viner. Garrila konan hélt áfram
með auknum ákafa.
„Mér hefur verið það mikill léttir, að þér hafið
ekki látið glepjast. Um daginn var ég að leita
í blaðaúrklippunum mínum. Ég á nokkrar úr-
klippur um Tamplin greifafrú og herspítalann
hennar og ýmislegt fleira, en ég get ekki fundið
þær. Mér þætti vænt um, ef þér vilduð gá að
þeim, væna mín; þér sjáið betur en ég. Þær
eru í öskju í skrifborðsskúffunni."
Katrín leit á bréf, sem hún hélt á, og ætl-
aði að fara að tala, en hætti við það, og fór
í þess stað að leita í úrklippunum í öskjunni, sem
hún fann í skrifborðsskúffunni. Síðan hún kom
aftur til St. Mary Mead hafði hún í hjarta
sínu fyllzt aðdáunar á staðfestu og’ þreki
gömlu konunnar. Hún fann, að það var aðeins
litið sem hún gat gert fyrir þessa gömlu vin-
konu sína, en hún vissi af gamalli reynslu, hve
smámunirnir gátu skipt miklu máli fyrir gamalt
fólk.
„Hérna er ein,“ sagði hún von bráðar. „Greifa-
frú Tamplin, sem hefur breytt húsi sínu í Nice
í spítala fyrir liðsforingja, varð nýlega fyrir
því óhappi, að gimsteinum hennar var stolið.
Meðal þeirra voru nokkrir mjög frægir smaragð-
ar, ættargripir Tamplinfjölskyldunnar."
„Það hafa sennilega verið eftirlíkingar," sagði
ungfrú Viner; „margir af gimsteinum þessara
hefðarkvenna eru ekki annað en eftirlíkingar."
„Hérna er önnur," sagði Katrin. „Mynd af
henni. „Ljómandi falleg mynd af Tamplin greifa-
frú og dóttur hennar Lenox." "
„Lofið mér að sjá,“ sagði Viner. „Það er víst
ekki hægt að sjá mikið af andliti barnsins. Það
er líka sjálfsagt eins gott. Það er margt öfugt
og umsnúið I þessum heimi, og fallegar mæður
eignast oft ljót böm."
Katrín hló.