Vikan


Vikan - 27.05.1992, Side 9

Vikan - 27.05.1992, Side 9
Las Vegas - borg Ijós- anna, spilavltanna, næt- urlífsins og síðast en ekki síst peninganna. Hverjum datt í hug að opna hótel og spilavíti inni í Nevada-eyðimörkinni þar sem fátt annað en kaktusar nær að festa rætur? Svarið við þeirri spurningu fá þeir sem sjá kvikmyndina Bugsy sem tekin verður til sýningar í Stjörnubíói á næstunni. Hún fjallar um mann að nafni Benjamin „Bugsy“ Siegel, leikinn af Warr- en Beatty. Sá var í sviðsljósinu í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Hann átti sér þann draum að reisa hótel í námunda við þorp- ið Las Vegas (fólksfjöldi í Las Vegas árið 1940 var innan við 15.000). Eftir mikið umstang varð draumur Bugsy að veru- leika árið 1946. Hann nefndi hótelið Flamingo, gælunafni elskunnar sinnar, Virginiu Hill, sem leikin er af Annette Bening. Hóteiið átti að kosta eina milljón dollara en endan- legi reikningurinn var upp á sex milljónir. Það reyndist Bugsy dýrkeypt - svo dýrkeypt að hann fékk aldrei að njóta góðs af rekstrinum. BORG FJÁRHÆTTU- SPILARA Það hefur margt breyst í Las Vegas frá því draumóramaður- inn og glæponinn Bugsy opnaði Flamingo. Þrátt fyrir að fjár- hættuspil hefðu verið lögleidd í Nevada-fylki fimmtán árum áður en Flamingo var opnað eða árið 1931 var lítið um að fólk legði leið sína í eyðimörk- ina til að freista gæfunnar. Flamingo var því fyrsta tilraunin til að fá utanaðkomandi fólk til Las Vegas til að eyöa pening- um sínum í fjárhættuspil. Þó svo að Bugsy næði ekki að lifa ◄ Flam- ingo við Las Vegas Boulevard eins og hót- elið og spilavitið lítur út i dag. I fyrstu dró það ekki eins marga út í eyði- mörkina og vænst var en nú eru þeir taldir i mörgum milljónum á ári. ▲ Bugsy (Warren Beatty) kominn í hann krappan í kvikmynd- inni sem Stjörnubíó er að hefja sýningar á. ◄ Hann er löngu orð- inn heims- þekktur þessi risa- stóri kúreki sem stend- ur keikur uppi á einu spilavíti miðborgar Las Vegas. ► Sjöundu hverja min- útu fer fram hjónavígsla í einhverri kapellunni við Las Vegas Bculevard. Þarer hægt að fá vígslu umsvifa- laustog allt tilheyrandi til staðar, hringar, svaramenn og jafnvel hjóna- herbergi. Opið allan sólarhring- inn víðast og öll greiðslu- kort tekin góð og gild! ll.TBL. 1992 VIKAN 9 TEXTI: HELGI RÚNAR ÓSKARSSON / LJÓSM.: KRISTJÁN MAACK

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.