Vikan


Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 9

Vikan - 27.05.1992, Blaðsíða 9
Las Vegas - borg Ijós- anna, spilavltanna, næt- urlífsins og síðast en ekki síst peninganna. Hverjum datt í hug að opna hótel og spilavíti inni í Nevada-eyðimörkinni þar sem fátt annað en kaktusar nær að festa rætur? Svarið við þeirri spurningu fá þeir sem sjá kvikmyndina Bugsy sem tekin verður til sýningar í Stjörnubíói á næstunni. Hún fjallar um mann að nafni Benjamin „Bugsy“ Siegel, leikinn af Warr- en Beatty. Sá var í sviðsljósinu í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Hann átti sér þann draum að reisa hótel í námunda við þorp- ið Las Vegas (fólksfjöldi í Las Vegas árið 1940 var innan við 15.000). Eftir mikið umstang varð draumur Bugsy að veru- leika árið 1946. Hann nefndi hótelið Flamingo, gælunafni elskunnar sinnar, Virginiu Hill, sem leikin er af Annette Bening. Hóteiið átti að kosta eina milljón dollara en endan- legi reikningurinn var upp á sex milljónir. Það reyndist Bugsy dýrkeypt - svo dýrkeypt að hann fékk aldrei að njóta góðs af rekstrinum. BORG FJÁRHÆTTU- SPILARA Það hefur margt breyst í Las Vegas frá því draumóramaður- inn og glæponinn Bugsy opnaði Flamingo. Þrátt fyrir að fjár- hættuspil hefðu verið lögleidd í Nevada-fylki fimmtán árum áður en Flamingo var opnað eða árið 1931 var lítið um að fólk legði leið sína í eyðimörk- ina til að freista gæfunnar. Flamingo var því fyrsta tilraunin til að fá utanaðkomandi fólk til Las Vegas til að eyöa pening- um sínum í fjárhættuspil. Þó svo að Bugsy næði ekki að lifa ◄ Flam- ingo við Las Vegas Boulevard eins og hót- elið og spilavitið lítur út i dag. I fyrstu dró það ekki eins marga út í eyði- mörkina og vænst var en nú eru þeir taldir i mörgum milljónum á ári. ▲ Bugsy (Warren Beatty) kominn í hann krappan í kvikmynd- inni sem Stjörnubíó er að hefja sýningar á. ◄ Hann er löngu orð- inn heims- þekktur þessi risa- stóri kúreki sem stend- ur keikur uppi á einu spilavíti miðborgar Las Vegas. ► Sjöundu hverja min- útu fer fram hjónavígsla í einhverri kapellunni við Las Vegas Bculevard. Þarer hægt að fá vígslu umsvifa- laustog allt tilheyrandi til staðar, hringar, svaramenn og jafnvel hjóna- herbergi. Opið allan sólarhring- inn víðast og öll greiðslu- kort tekin góð og gild! ll.TBL. 1992 VIKAN 9 TEXTI: HELGI RÚNAR ÓSKARSSON / LJÓSM.: KRISTJÁN MAACK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.