Vikan - 29.10.1992, Qupperneq 7
það hvort fyrirrennari neyðarbílsins, sem nú
er kallaður svo, hafi ekki verið hjartabíllinn
svonefndi svarar hann því játandi. Raunar
segir hann bílinn sinna svo mörgu fleiru en
hjartatilfellum að hjartabíll sé ekki réttnefni.
Jafnframt kemur fram í máli Hrólfs að rann-
sóknir á útköllum neyðarbílsins hafi sýnt að
hann nýtist best f bráðum veikindatilfellum.
Þar getur læknirinn greint sjúkdóm og hafið
fyrstu meðferð. Vitaskuld er læknir einnig
bráðnauðsynlegur í stórum slysum. Helstu
sjúkdómaflokkar, sem læknirinn þarf ásamt á-
höfn neyðarbíls að kljást við, eru bráðir hjarta-
og æðasjúkdómar, eitranir, bráðir lungnasjúk-
dómar, heila- og taugasjúkdómar og bráðar
efnaskiþtatruflanir. Hins vegar hefur læknirinn
verið talinn óþarfur í sextíu prósentum slysa-
tilvika þar sem sjúkraflutningsmennirnir hafi
getað veitt alla þá aðhlynningu sem þörf er á.
Það eru menn af hverri vakt sem sinna
störfum sínum á neyðarbílnum og er um að
ræða sex mánaða tarnir. Tvö til þrjú þör eru í
hverjum varðflokki sem hafa réttindi til þess
að vera á þessu sjúkrahúsi á hjólum og yfir-
leitt er reynt að hafa alltaf sömu tvo saman.
SÍMAVARSLAN ERFID
Mikil spenna ríkir í þessu starfi, að sögn
Ragnars, og má nærri geta. Og það sem
halda mætti að væri auðveldast viðfangs,
símavarslan, er eitt það erfiðasta. Þetta er
nánast prófraun á þá sem vilja gerast slökkvi-
liðsmenn. Ragnar segir spennuna alltaf byrja
hjá símamanninum og hafi hann á herðum
sér að koma góðum skilaboðum til annarra
slökkviliðsmanna í gegnum kallkerfi og tal-
stöðvar. Þarna segir Ragnar oft koma í Ijós
hvort menn geti haldið áfram. í fjarskiptaklef-
anum er mikilvægast að halda rósemi sinni og
yfirvegun þar sem sá sem svarar þarf að geta
náð sambandi við þann sem hringir. Oft á tíð-
um er sá síðarnefndi mjög óðamála og æstur
og því er mjög áríðandi að róa hann niður og
jafnvel fá hann til að hefja björgunaraðgerðir.
Slökkviliðið gerir fleira en að slökkva elda og
flytja slasaða eða veika. Á þess snærum eru
einnig stofnanir sem mörgum hafa velgt undir
uggum, þær þykja miður skemmtilegar. En það
er þá helst vegna þess að menn búa ekki við
nægilega mikið öryggi. Starf eldvarnareftirlits
miðar nefnilega að því að koma í veg fyrir tjón
af völdum elds. Þetta er eins konar eld-lögga
og slíkir slökkviliðsmenn eru sjálfsagt einu
slökkviliðsmennirnir sem njóta ekki eingöngu
jákvæðra undirtekta á sínum vettvangi.
Reglur um inngöngu manna í slökkviliðið
eru margþættar og verður hér rétt aðeins tæþt
á þeim. Þeir eiga að vera iðnmenntaðir og
eða hafa hliðstæða menntun sem nýtist í
starfinu, hafa nokkra tungumálaþekkingu og
gott vald á íslensku, vera 20-28 ára gamlir,
fjárráða, með óflekkað mannorð, hafa góða
líkamsburði, vera vel heyrandi og sjáandi og
ekki litblindir og tekið er fram í reglum að þeir
megi ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilok-
unarkennd. Síðast en ekki síst skulu þeir hafa
meirapróf bifreiðarstjóra. Og það er ekki nóg
að vera hinum og þessum líkamskostum bú-
inn við upphaf starfsferils, þeir eru prófaðir
reglulega.
Einnig læra verðandi slökkviliðsmenn ýmis-
legt og má nefna að þeir Ijúka hjá Slökkvilið-
inu í Reykjavík námi sem gefur réttindi bruna-
varða I—III. Fyrst eru menn gerðir hæfir í al-
mennum sjúkraflutningum, þjálfaðir í síma-
vörslu og í ýmsum störfum á eldvettvangi. Eft-
ir að hafa starfað við afleysingar í minnst
fimm mánuði sækja menn námskeið sem
miðar að því að gera þá hæfa til að sinna
neyðartilvikum, stjórna dælubíl og stunda
reykköfun. Þetta er bóklegt og verklegt nám
sem lýkur með prófi og gefur réttindi bruna-
varðar II.
í þriðja lagi öðlast menn réttindi til starfs
brunavarðar III og þá eru þeir fullnuma. Inni f
því námskeiði eru menn þjálfaðir á neyðarbíl,
fyrsta dælubíl (útkallsbílnum) og körfubíl, auk
þess sem þeir þurfa að kunna skil á eiturefn-
um, notkun eiturefnabúninga, björgunarverk-
færum og björgun úr bílflökum svo eitthvað sé
nefnt.
ÁFÖLL OG ÚRRÆÐI
Allar þessar æfingar, nám og réttindi geta
aldrei leyst menn úr viðjum þess að þurfa að
Þegar viðvaningur Vikunnar á vaktinni hélt
að nú fengi hann kaffisopa mætti hann
þessum með slökkviliðsgallann í annarri
hendi en íþróttatöskuna í hinni. Þetta er
Helgi Scheving aðalvarðstjóri. Nú skyldi
haldið á æfingu.
fást við veruleikann. Og áföllin gera ekki boð
á undan sér. Sjúkrabíl er ekið eins hratt og
mögulegt er þegar mannslff er í húfi. Slíkur
akstur er hættulegur og má sjálfsagt karpa um
það endalaust hvernig honum ber að haga.
Nýlegt dæmi, en þó hið fyrsta sinnar tegund-
ar, er að finna hjá Slökkviliðinu í Reykjavík
þar sem hjón létust í árekstri við sjúkrabíl. Á-
föll af þessu tagi koma við alla sem þarna
starfa. Hvernig vinna þeir sig út úr því?
Fram kom í máli Hrólfs og Óla Karlo Ólsen
slökkviliðsmanns að þarna hefði reynt veru-
lega á alla menn á þessari vakt. Óli sagði til
dæmis að núna ríkti mun meiri skilningur
gagnvart slíkum áföllum en til dæmis fyrir tíu
árum - þetta eru ekki bara stórir, sterkir karlar
- menn þjálfast aldrei frá þessu - verða aldrei
tilfinningalausir, sagði Óli. Haldinn var fundur
eftir slysið þar sem allir á vaktinni komu sam-
an og ræddu málin fram og til baka. Einnig
nutu þeir mikils skilnings allra sem hlut áttu að
þessu sorglega máli og Óli segir það hafa
hjálþað þeim mikið.
Rúdolf Axelsson geðhjúkrunarfræðingur
kom á þennan fund og hjálpaði mönnum yfir
erfiðasta hjallann ásamt Sigfinni presti af
slysadeild. Þetta mæltist vel fyrir innan liðsins
og í kjölfar þess komu fram ýmis atriði sem
menn hafa, sumir um áratuga skeið, byrgt inni
í hugskoti sínu. Þarna kom berlega í Ijós sú
mikla andlega þressa sem þessir menn eru
undir - og sagði Óli að slys sem þetta væri
gífurlegt áfall fyrir þá. - Það erum við sem
eigum að koma til hjálpar og það margfaldar
erfiðleikana, sagði hann að lokum. Og með
þetta í farteskinu förum við á vakt.
ENGINN VEIT
- FYRR EN ALLT Í EINU!
- Vikan stendur bruna- og slysavaktina
Klukkan er rétt að verða hálfátta þegar
blaðamaður Vikunnar mætir á vaktina. Gott
væri nú að fá kaffisopa - hugsar hann með
sér, vongóður um að nú sé hann aldeilis kom-
•4 Sumarliói og Örvar fengu það hlutverk
eftir hádegiö aó taka þennan sjúkrabíl alveg
í gegn. Þarna er athugaö hvort allt er til
staöar í bílnum sem þar á aö vera og hann
þrifinn aó utan sem innan.
Vaktin hófst á því aö farið var yfir tækjabún-
að í bílunum. Hér eru þeir Sigurður og Hösk-
uldur á kafi í morgunverkunum. Allt á sínum
staó.
inn á rétta staðinn. Kaffibollinn virðist á næstu
grösum, fætur upp á borð og síðan bara bíða
eftir fyrsta útkallinu. Sæll, Helgi Scheving að-
alvarðstjóri, heilsar hann glaðbeittur. - Já,
ertu mættur. Við verðum að finna á þig galla
og svo sýni ég þér á hvaða bíl þú verður, seg-
ir Helgi umsvifalaust. Ha?! Galla? Hvorki náð
né miskunn á þessum bæ. Ef menn vilja vita
hvernig það er að vera í slökkviliði þá skulu
þeir bara gera svo vel að taka þátt í störfum
þess frá A-Ö.
Nei, karl minn. Aldeilis ekki í kaffi. Beint inn
í bílageymsluna, góði. Nú eru hendur látnar