Vikan - 29.10.1992, Side 20
KJORIÐ
TÆKIFÆRI
TIL AD
LÆRA AÐ
KOMA FRAM
- segir Brynja Valdís Gísladóttir,
síðasti þátttakandinn í
forsíðustúlkukeppninni
TEXTI: HELGA MÖLLER UÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON FÖRÐUN: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR
MEÐ NO NAME SNYRTIVÖRUM HÁRGR.: HÁR OG FÖRÐUN, FAXAFENI
Brynja Valdís Gísladóttir
er áttundi og síðasti
þátttakandinn sem við
kynnum til leiks í forsíðustúlku-
keppninni. Svo skemmtilega
vill til að hún er fædd 6. júní,
sama dag og stalla hennar og
nafna, Brynja Hjörleifsdóttir,
sem kynnt var í næst síðasta
tölublaði Vikunnar. Að vísu
eru nokkur ár á milli þeirra því
Brynja Valdís er fædd 1973,
er nítján ára gömul.
Tilviljun réð því að hún
fæddist í New York, þar sem
faðir hennar vann um tíma.
Fjölskyldan fluttist heim þegar
Brynja var nokkurra mánaða
gömul en fyrir bragðið hefur
hún bandarískan ríkisborg-
ararétt, samhliða þeim ís-
lenska.
Brynja er alin upp í Reykja-
vík og hefur búið á nokkrum
stöðum í borginni. Ýmislegt
hefur drifið á daga hennar f
gegnum árin, ef marka má af
öllum þeim áhugamálum sem
hún hefur átt - á ekki lengri
ævi en raun ber vitni. Þar má
nefna frjálsar íþróttir, fimleika,
ballett, tónlist, ferðalög og
fleira enda segist Brynja vera
félagslynd og þannig gerð að
vilja hafa margt í takinu í einu.
Um þessar mundir æfir hún
alls kyns dans í Kramhúsinu,
ásamt því að sækja tíma í
leiklist á sama stað. „Ég er í
afró-, djass- og funk-dönsum.
Það er ofsalega gaman,“ seg-
ir hún og áhuginn leynir sér
ekki.
Ætlar hún að leggja dans-
inn eða leiklistina fyrir sig? Vill
hún kannski enda á sviði eins
og móðir hennar, sem er leik-
kona?
„Ég er bara forvitin. Á mað-
ur ekki að reyna sem flest í líf-
inu?“ svarar Brynja að bragði.
„Annars hef ég fleiri áhugamál
og langar hugsanlega að
starfa við fjölmiðla í framtíð-
inni, kannski verða blaðamað-
ur. Helst vildi ég geta heim-
sótt önnur lönd í því starfi -
fara á staðinn þar sem eitt-
hvað er að gerast og koma
svo heim og skrifa um það.
Annars er þetta alls ekkert
endanlegt val, ég er ekki búin
að taka ákvörðun um framtíð-
arstarfið."
Þótt áhugamálin séu mörg
gefur Brynja sér tíma til að
sækja skóla og er á félags-
fræðibraut í Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Að vísu gerði
hún hlé á náminu eina önn til
þess að fara til Bandaríkjanna
og gerast „au pair“ í Pittsburg
í sjö mánuði.
20 VIKAN 22.TBL. 1992