Vikan - 29.10.1992, Side 26
JÓNA RÚNA KVARAN
Frh. af bls. 23
þar liggur vaninn, börnin, eigurnar og reynslan. Aftur
á móti kann vel aö vera aö þú elskir sambýliskonu
þína á einhvern máta sem ekki beinlínis fullnægir
þér og þá kannski alls ekki sem kynveru nema mjög
takmarkaö og þar kunni hjákonan, aö þér finnst, aö
hafa forskot. í því sambandi má benda á að þaö er
lítill vandi aö virka eöa vera kynferðislega girnilegur,
ef þaö eru einu kröfurnar sem geröar eru í samskipt-
um. Slíkt hlutskipti finnst manni heldur raunalegt og
engin kona hefur I raun og veru áhuga á því hafi
hún einhvern snefil af sómatilfinningu, ögn af sjálfs-
ást og eðlilegu sjálfsmati.
SPENNA, GIRND OG
TILFINNINGALEGIR HRAPPAR
Hvaöa tilfinningar eru nákvæmlega í gangi í innra
lífi þínu tengdar viöhaldinu skal látið ósagt en þaö
hvarflar aö manni aö þær séu frekar óverulegar og
nokkuö mikiö háöar spennu og girnd en kannski
ekki endilega djúpum og einlægum tilfinningum
sem ættu möguleika á að vaxa og veröa síðan ein-
hvers virði. Þó er erfitt aö fullyröa nokkuö, einungis
álykta. Þú veröur aö átta þig á því aö meö því aö
halda uppteknum hætti ert þú ekki einungis aö
safna glóöum elds aö eigin höföi heldur ertu aö
valda gífurlegum tilfinningalegum skaöa hjá fjórum
einstaklingum sem allir eiga á einhvern hátt pláss í
hjarta þínu.
Auövitaö ertu ekki misheppnaður eins og þú ert
aö láta þér detta í hug og kannski alls ekki einu
sinni ófyrirleitinn en þú ert greinilega mjög mis-
þroskaöur og virðist ekki vera fær um nema meö
góöri leiðsögn aö taka ákvöröun í þessu sérstaka
og vissulega vandmeðfarna máli. Þaö er sorglegt
en sennilega staöreynd. Ef þú værir dæmigeröur
tilfinningalegur „hrappur" væri heldur ósennilegt aö
þú tækir svona nærri þér tilfinningalega þaö ástand
sem er í gangi og þú hefur meö veikleikum þínum
því miöur oröiö til aö skapa skilyrði á og viöhalda.
FERMINGARFÖTIN
OG FORTÍÐARFJÖTRAR
Þú talar um aö þér hafi í uppvextinum veriö stjórn-
aö heldur ótæpilega og vissulega getur slíkt dregiö
dilk vandræöa á eftir sér þegar á fulloröinsár er
komiö eins og þú augljóslega finnur. Málið er bara
aö þú verður aö vaxa upp úr fermingarfötunum aö
þessu leyti og getur ekki vænst þess aö í þessum
sérstöku málum þínum geti aðrir tekiö ákvaröanir
fyrir þig.
Þér gengur vel í vinnu og það er gott enda ert þú
nokkuð sjálfráður þar og væntanlega er engin sér-
stök tilfinningasemi í gangi þar sem þú tekur á
verkefnum dagsins starfslega. Þetta þýðir aö þú
getur starfslega reynst mun heilsteyptari og á-
kveönari en ella. Þegar aftur á móti kemur að
einkalífi þínu - og þá sér í lagi því sem hreyfir viö
tilfinningum þínum - ertu eins og fermingardrengur
sem þyrfti helst aö fá mömmu til að segja til um
hvaö er eiginlega rétt eöa rangt í hinum ýmsu mál-
um. Þessu verður þú aö breyta og þaö sem fyrst
þannig aö þú getir á endanum sjálfur ákvarðað
fjötralaust, hvort sem er í einkalífi eöa á öörum og
kannski óverulegri vígstöövum, flest þaö sem þér
viökemur. Tilfinningalega verður þú sem sagt aug-
Ijóslega aö vaxa upp úr fermingarfötunum, komast
í ný föt og ögn þægilegri fyrir fullorðinn mann.
ÓTÆPILEG STJÓRNSEMI SKADAR
Ef þú hefur alist upp viö aö þurfa aldrei aö taka til-
finningalega ábyrgö og í flestum málum hefur veriö
hugsaö fyrir þig og þér jafnframt verið ráöstafað
svo og svo mikið er nefnilega heldur ósennilegt að
þér geti sóst vel aö skipuleggja þig sem tilfinninga-
veru sem ekki hefur tilhneigingu til aö dreifa sér
heldur óheppilega á fleiri en einn staö á sama tíma
og komast í vanda af þeim ástæöum. Þaö kann að
vera samband á milli þess aö foreldrar þínir huns-
uöu vilja þinn til hlutanna og svo aftur þess aö þú
viröist þurfa meira en í meöallagi af tilfinningalegri
athygli - samanber þessar tvær konur sem nú eru
aö berjast um athygli þína.
Þú gætir veriö þrúgaður af minnimáttarkennd
vegna þess aö þú fékkst ekki aö stjórna nema mjög
litlu þér viðkomandi í uppvextinum. Þetta ástand,
sem þú ert aö upplifa núna, er ólíkt því sem áöur
var þegar þú fékkst einungis, aö því er virðist, til-
finningalega athygli foreldra þinna þegar þau fengu
aö ráöstafa þér aö eigin geðþótta og vild, án þess
aö þú hefðir færi á aö mótmæla eöa vinna á móti
þannig framkomu og óheppilegri athygli.
SÁLFRÆÐIMEDFERÐ OG FLÓTTI
Til þess aö komast aö því hvaö veldur erfiöleikum
þínum viö aö gera upp viö þig hvor konan eigi betur
heima þér viö hliö í framtíðinni væri hyggilegt aö
fara einn og sér í meðferð hjá notalegum sálfræö-
ingi, jafnvel þó þú héldir áfram hjá fjölskylduráðgjaf-
anum meö konunni þinni á sama tíma. Skilnaöur er
sennilega ekki lausn enn sem komið er á þessum
vanda þínum og þeirra, til þess eru tilfinningar þín-
ar of sundurleitar. Miklu eölilegra væri fyrst framan
af aö þú kæmist aö því hvor konan á tilfinningar
þínar eins og þær er sannastar og réttastar, þegar
kemur aö því aö vera í dýpra sambandi viö aöra
manneskju.
Hvaö varöar þaö að láta sér detta í hug aö flýja
land er þetta aö segja: Þú hefur engan siöferöisrétt
til þess. Þú valdir sjálfur sambúöina og hefur ekki
ákveðið neinar breytingar þar á. Þú komst þér sjálf-
viljugur í ástarsamband viö hjákonu þína og hefur
ekki fundiö neina lausn á því máli. Þú ákvaöst
væntanlega sjálfur aö eignast þessi börn og hefur
engan rétt til aö bregðast eðlilegum og sjálfsögöum
skyldum viö þau. Allt þetta eru þínar ákvarðanir í
upphafi og þaö þýöir aö þú hefur engan rétt eöa á-
stæöu til aö láta eins og þig hafi dreymt þetta allt
saman og hverfa á braut án þess aö gera hreint
fyrir þínum dyrum og breyta þeim samböndum sem
enn eru óréttlætanleg og þurfa leiðréttingar viö.
Þaö er ómannúðlegt aö bregöast þeirri ábyrgð og
þeim skyldum sem við verðum sjálf til aö kalla yfir
okkur, auk þess sem þaö er lítilmótlegt og rangt.
SJÁLFSFLÓTTI FÁRÁNLEGUR
Þaö flýr enginn sjálfan sig og framkvæmdir sínar
og af þeim ástæöum er engin sérstök ástæöa til aö
hvetja þig til aö yfirgefa þau öll og skilja eftir slóö
vandræöa sem seint yröi séö fyrir endann á. Þú
verður aö þessu leyti aö veröa fullorðinn og velja á
milli þess aö svíkja, særa og hafna þeim sem
mögulega elska þig og þess aö vera heiðarlegur og
staðfastur og hreinlega velja á milli kvennanna og
taka þeim óþægindum sem því fylgir. Auövitaö
grær seint um heilt í huga þeirrar konunnar sem
ekki veröur valin og þaö er raunalegt að slikt skuli
vera staöreynd málsins og þurfa aö gerast. Þaö
verður samt aö gerast því þú hefur engan rétt til að
draga tvær manneskjur, sem báöar kunna aö elska
þig, á asnaeyrunum meö þessum hætti lengur en
komiö er.
Sannleikurinn er þó sá að ef ástandið veröur á-
fram eins og veriö hefur veldur þú sennilega miklu
meiri skaöa og alvarlegri en tímabundiö myndi
skapast hjá þeirri konunni sem eftir situr meö sárt
enniö og teldi sig illa svikna. Sem sagt, elskulegur,
leitaöu sálfræöilegrar meðferöar í þessu viökvæma
máli og geröu upp hug þinn. Annað er með öllu ó-
réttlætanlegt og ber fyrst og fremst vott um alvar-
legan siðferðisbrest í manngerö þess sem lætur allt
eftir sér í tilfinningamálum og hugsar ekki um af-
leiöingar hvata sinna.
MANNGILDIÐ
Vonandi fer þér aö líöa betur þegar þú kemst á þá
skoðun aö þaö borgar sig alltaf í öllum málum aö
vera heiðarlegur og sannur, jafnvel þó þaö valdi
manni um tíma kvíöa og öðrum eðlilegum óþæg-
indum. Þaö sem hefur hent þig segir ekkert um
manngildi þitt endilega, aftur á móti mun þaö segja
heilmikið um manngildi þitt hvernig þú vinnur á
þessum tímabundna vanda heldur margþættra og
tvístraöra tilfinninga. Það veröur þú aö viðurkenna.
Þú spyrö hvort þú sért einn um aö lenda í svona
aðstöðu. Svariö er nei. Því miöur eru tilfinningalegir
vankantar viöa mikil áþján og virðist sem besta fólk
geti lent eins og fyrir röö af tilviljunum I slíku öng-
þveiti, þvert á það sem viðkomandi heföi getaö látið
sig dreyma um. Sem betur fer sjá flestir fljótt aö sér
og ýta ekki sjálfviljugir og aðgerðalaust undir aö
þannig bresti í samböndum viö þeirra nánustu.
Flestir láta hreinlega ekkert fá tilfinningalegt líf sem
getur skaöaö og sært maka eöa börn, jafnvel þó
tæpt standi stundum og freistingarnar gætu auö-
veldlega borið viökomandi ofurliöi ef ekki væri gætt
aö sér. Þú getur komist út úr þessari sálarkreppu
meö góöri hjálp og sennilega veröur þú að vera
mjög meövitaður um þaö ábyrgöarleysi sem viö-
gengst tilfinningalega þar sem framhjáhald á sér
staö.
Eða eins og sæti strákurinn sagöi einu sinni af
alvarlega gefnu tilefni: „Elskurnar mínar, auövitaö
er ég sætur og allt þaö en máliö er bara aö þó
ég hafi nógan séns sé ég enga ástæöu til að
gera lítiö úr manngildi mfnu meö því að svfkja
kærustuna mína meö einhverju endemis flörti
hér og þar. Hún er meira viröi en svo aö hún
eigi aö sætta sig viö aö vera ein af mörgum í
mínu lífi. Hún fær mig einan og óskiptan og
annaö er ekki til umræðu. Rosalega gekk ann-
ars geggjuö gella framhjá. Sáuö þiö brjóstin,
maöur. Vá. Þaö er eins gott aö allt er í góöu lagi
hérna megin."
Vonandi getur þú grætt eitthvað á þessari um-
fjöllun og nærö aö átta þig á aö tvöfeldni í tilfinn-
ingamálum getur aldrei oröiö nema til tjóns. Hún er
þess vegna ekki þess viröi aö ástunda hana.
Meö vinsemd, Jóna Rúna
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + + Æ S + + E +. B + V
+ + + + + + V E I Ð I M A Ð U R + E
+ + + + + + E L L I L E G A + 0 K I
+ + + + + + I N D R I Ð I + s K 0 R
+ + + + + + M A I + + V + ó K + M A
+ + + + + + I + + M E I N B U G I +
+ F A R S Æ L L + + S T> Æ R Ð + N N
G 0 T A N + T 0 L L S u Ð A + K N A
+ S A F I D í S + E I N U G I A + L
0 S L A Ð + T T + Y N D I £> + M A G
M I L L + L A G 0 S + + Ð + A U + A
+ N + L E A + Æ F I N G I N + G Y S
+ N A + G U T T A N A + N A N U S T
+ + F A L S + I N G U N N + A R T +
+ B A G A L L + K A S A + G F + U M
B i L L + Æ I + 0 R T + S A L A + j
ö Ð L A S T + E M + + L E G A N N A
+ U + + E I N V A L A E I N s T ö K
0 R T A K + ó A + Æ + I + S T 0 F A
+ + E F T I R + B R A D + + R N + +
R E I T + S A L L A R + S K E S S A
E I N A T T + E I S A + I N N + K K
+ S U K K + L Y K T + S N ö G G A R
E T N A + E I N N + L I N R U L L A
+ A G N 0 I + T A L A Ð I + R ó L +
S K A U T B ú N I N G U r1 s E Ð I L
26 VIKAN 22. TBL. 1992