Vikan


Vikan - 29.10.1992, Qupperneq 38

Vikan - 29.10.1992, Qupperneq 38
hefði langað að tala við hann hefði ég getað gert það eins og ekkert væri eðlilegra. Og við ókum inn á lóðina hjá for- setanum á leiðinni út á flugvöll. Garðyrkjumaðurinn sagði að við gætum skoðað okkur um eins og okkur sýndist. Þetta er kannski ekki hægt núna en mér tókst það fyrir sex árum.“ EF EINHVER NEFNIR ÍSLAND... - Þetta hefur ekkert breyst. „Kannski er það vegna fá- mennisins. Velmegunin í landinu kom mér líka á óvart; hvað allir virtust vel klæddir og áttu nýja bíla. Og allir veit- ingastaðirnir, sem ég snæddi á, voru aldeilis frábærir en lík- ▲ Þessa tvo keypti dýra- vinurinn Ed úr þræl-dómi. ► Unnið viö Lifun í einka- stúdíóinu í litlu skóg- arhúsi. ▼ Ed og Elenor, sú sem Björgvin söng um. 1 „ £ ,A -j | H 1 -.;r, KrV lega hef ég bara borðað á bestu stöðunum. Maturinn var að minnsta kosti rándýr. Ég hef sagt mörgum frá reynslu minni af landinu enda virkar ísland hrífandi á flesta Eng- lendinga. Þeir vita kannski ekki mikið um landið, jafnvel ekki hvort það er í Evrópu eða Ameríku, en allir hafa ein- hverja skoðun á því. Ef einhver, einhvers staðar á Englandi, nefnir ísland er eins víst að næsti maður sé strax með á nótunum, hvort sem hann segir eitthvað af viti eða ekki. Landið er þannig. Þetta sama fólk hefur kannski enga skoðun á mörgum öðr- um löndum, til dæmis Beigíu sem er þó eitt af næstu grannlöndum okkar.“ - Þú býrð hér á einhverjum fallegasta stað Englands. „Já, ég get leyft mér það. Ég hef verið það heppinn að semja mikið af lögum fyrir frægar stjörnur. Það hafa kannski ekki verið frægustu lög þeirra en hafa þó lent á plötum sem hafa selst í stór- um upplögum þannig að ég fær rausnarlegar greiðslur fyr- ir þau. Sumum, sem finnst lögin mín góð, finnst þetta ó- sanngjarnt en ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég samdi tuttugu lög fyrir ameríska þjóðlagasöngvarann Tom Paxton og lögin okkar fóru víða en við urðum aldrei nein- ar súperstjörnur. Á tímabili var að vísu talað um að ég gæti orðið næsti Elton John en það hefur nú sennilega verið sagt vegna þess að við erum með svipað hár - það er að segja næstum sköllóttir," segir hann hlæjandi. „En ég held óg hafi misst af bátnum í poppinu. Það var svo ekki fyrr en ég fór að skrifa fyrir sjónvarpið að ég komst á almennilegt skrið. Þessi þrjátíu sekúndna stef, sem venjulega eru í upp- hafi sjónvarpsþátta, eiga mjög vel við mig en það þekktasta, sem ég hef gert, er alvarlegt verk, kallað The Snow Goose og byggt á sögu eftir Paul Gallagher. Þegar The London Symphony Orchestra flutti það fyrst flutti Spike Milligan textann sem hann hafði samið eftir sögunni, eitt af fáum al- varlegum verkum sem hann hefur tekið að sér. Þetta er sinfónfskt verk í svipuðum anda og Pétur og úlfurinn og hefur verið flutt víða, til dæmis með Jeremy Irons sem sögu- manni. Björgvin Halldórsson er hrifinn af þessu verki og vil koma þvi á framfæri á íslandi enda hefur það verið flutt um allan heim. Ég á hljómplötur með því frá Japan, Spáni og víðar. Þetta er líklega besta verkið mitt; mjög kvikmynda- legt ef þú veist hvað ég meina. Það kom út á hljóm- plötu frá RCA og seldist langt- um betur hér á Englandi en til dæmis Elvis Presley og John Denver fyrir jólin 1976 og selst enn.“ KONAN Í DÓMKIRKJUNNI - Hvað er góð tónlist? „Hvers kyns samsetning hljómfalls (rhythm) og tóna er tónlist. Svo er það spurning hvort samsetningin hefur áhrif á fólk. Hljómfall, samræmi og laglína (rhythm, harmony and melody) eru nauðsynlegir meginþættir tónverks og bera það uppi. Ég er sjálfur aðdá- andi Rachmaninoffs, Tsjækof- skís og annarra meistara melódíunnar en ég er Ifka að- dáandi poppara á borð við Chuck Berry, The Eagles og Status Quo. Það skiptir mig ekki máli hvað hljómsveitin spilar hátt eða hversu háska- leg hún er útlits heldur hvort lög hennar endast í eitt ár, að ég tali nú ekki um heilan ára- tug eða hálfa öld. Ég er lítið fyrir músíksnobb. Ég hef kynnst því svolítið þar sem ég hef fengist við ýmiss konar tónlist og á ferli mínum hef ég komist í tæri við lærða menn sem gagnrýna tónlist og gera lítið úr þeim sem þeir kalla tónlistarskækjur; þeim sem semja grípandi laglínur. Ég býst við að ég hafi gert mig „sekan“ um svoleiðis nokkuð þótt ég hafi ekki orðið fyrir op- inberri gagnrýni fyrir það. Ég fékk samt þýðingarmikla lexíu varðandi Snow Goose einu sinni þegar ég stjórnaði The Royal Philharmonic Orchestra f Salisbury-dóm- kirkjunni. Verkið fékk fádæma góðar viðtökur, fólk hágrét og hvaðeina, þar sem sagan er mjög sorgleg. Þá sá ég konu nokkra koma til mín og ég sagði við kunningja minn: „Þetta gæti orðið vandræða- legt," því ég hélt að hún ætl- aði að fara að hæla mér. En hún reif mig í tætlur fyrir fram- an alla hljómsveitina. Hún sagði að höfundur sögunnar hlyti að snúa sér við í gröfinni yfir verki mínu. Þetta var góð auðmýktarlexía fyrir mig því það sem einum finnst gott getur verið eitur í annars bein- um. Ég veit að ég gleymi þessu aldrei." - Þú hefur verið að vinna að tónlist fyrir M-hátíðina á Suðurnesjum. Geturðu lýst henni? „Það verður gaman að stjórna þessu. Sumar takt- breytingar eru svolítið snúnar en ég reikna með að ég verði búinn að læra þetta allt utan- bókar þegar ég stend fyrir framan hljómsveitina. Ég reyni alltaf að stjórna þannig að ég þekki verkið nógu vel til að geta gripið til réttra ráðstaf- ana ef eitthvað fer úrskeiðis. Og það getur margt gerst þegar stórri hljómsveit er stjórnað. Stundum geymi ég kannski þekktan slagara í undirmeðvitundinni þegar ég þarf að skipta um takt, til dæmis Anything Goes, og nota hann við uppbygginguna því að frumflutningur á verki er líka frumsköpun af hálfu hljómsveitarstjórans. í þannig sköpun skipta sekúndubrotin í hugrenningunum miklu máli. Ég stjórnaði einu sinni tveggja og hálfrar stundar löngum hljómleikum í London Palladium í beinni sjónvarps- útsendingu. í þessu var ein- hver urmull laga, minnst fimmtíu held ég, og ég varð alltaf að hafa hugfast hvað kæmi næst, í hvernig takti það væri og í hvers konar stíl. Það er ekki nóg að vita að næsta lag sé kannski í hæg- um takti. Einn listamannanna, söngvarinn Michael Ball, 38 VIKAN 22. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.