Vikan - 29.10.1992, Síða 49
► Tveir sígildir
í njósnamyndinni Sneakers.
▲ James Bond teiknimyndin
breska.
< Freddi njósnari aö slá sér
upp í Freddie as F.R.O.7.
góðrar þýðingar á íslensku.
Að mati höfundar er um að
ræða myndir sem eru öðruvísi
en hefðbundnar myndir.
Söguþráðurinn getur verið
snúinn og jafnvel er skortur á
heilbrigðri skynsemi í efnis-
uppbyggingu myndarinnar.
Myndir þessar geta líka verið
ódýrar að gerð og illa gerðar
en hafa samt orðið vinsælar
vegna þess að þær eru ein-
faldlega öðruvísi og áhorfend-
ur hafa jafnvel gaman af þeim
þrátt fyrir að þær þyki vitlaus-
ar. Oftast er það svo að
myndin skilur eitthvað eftir sig
þrátt fyrir að mikla rökvísi sé
ekki að finna.
Þetta eru líka myndir sem
geta verið frumlegar og
ferskar og því ekki hefð-
bundnar. Þær geta ennfremur
komið af stað æði sem erfitt
er að útskýra. Nýjasta æðið er
eflaust það sem myndin Way-
nes World og Ted og Billy
myndirnar komu af stað.
Myndirnar eru snarruglaðar,
geggjaðar, innihalda villta tón-
list og mikið er um gæja- og
töffaratal í þeim. Hvaða
myndir eru það svo sem hafa
komið af stað vissu æði eða
þykja öðruvísi og ódauðlegar?
Hvaða myndir flokkast undir
„cult movies“? Nú vantar góða
íslenska þýðingu fyrir þetta
orð.
Fyrst má nefna Rocky Hor-
ror Picture Show (1975) sem
er ein vinsælasta neðanjarð-
armynd allra tíma og enn er
verið að sýna hana á miðnæt-
ursýningum í New York og
öðrum stórborgum Bandarikj-
anna og í Lundúnum. Hvers
vegna? Vegna þess að hún
hefur komið einhverju af stað
sem kvikmyndahúsagestir
hafa ekki kynnst áður í
söngva- og dansmynd. Frum-
leiki og villtur söngur einkenn-
ir söguþráð . myndarinnar.
Tónlist og búningar skipa líka
höfuðsess í myndinni.
Mynd John Landis, The
Blues Brothers, (1980) kol-
féll í Bandaríkjunum og var
dýr að auki, kostaði alls 33
milljónir Bandaríkjadala og
það þótti mikið fyrir tólf árum.
Síðan hefur hún verið endur-
sýnd og fólk kann yfirleitt að
meta snarruglaðan söguþráð-
inn, auk þess sem tónlistin
þykir kröftug og lífleg. Myndin
þykir líka skondin og bilaelt-
ingaleikurinn er einn sá ótrú-
legasti sem sést hefur i kvik-
mynd.
Pönkara- og þungarokks-
myndin Sid and Nancy
(1987), sem fjallar um ævi
Sex Pistols meðlims, gerði
það stórgott í Bretlandi því
pönk og þungarokk er vinsælt
meðal ungmenna þar. Þrátt
fyrir vinsældirnar er þetta eng-
in stórmynd.
Fyrsta Terminator myndin
(1984) er líka í hópi „cult
mynda“, auk Dune (1984),
myndar David Lynch sem
kolféll en er samt í hópi þess-
ara mynda því það er eitthvað
við hana sem heillar áhorf-
endur. Myndin er afar löng
(þetta er vísindaskáldsögu-
mynd) og stundum hreinlega
óskiljanleg því hún er snúin
og persónur margar. Hún þyk-
ir samt listaverk á að horfa
vegna búningahönnunar,
kvikmyndatöku og vegna
þess að hún þykir frumlegri
en Star Wars myndirnar.
Á HVERS KONAR
MYNDUM GETUM
VIÐ ÁTT VON?
Alltaf er gaman að forvitnast
um þær myndir sem eiga eftir
að koma fram á hvíta tjaldið
því það kitlar forvitnina og
kemur manni á bragðið.
SVIKARAR
Robert Redford, Dan
Aykroyd, Ben Kingsley,
Sidney Poitier (Shoot to Kill,
Little Nikita), Mary McDonnel
(Dances with Wolves, Grand
Canyon) og River Phoenix
(My Own Private Idaho,
Stand by Me) leika f hörku-
spennandi njósna- og
spennumynd sem kölluð hef-
ur verið Sneakers (Svikarar)
og hlotið verðskuldaða athygli
í Bandaríkjunum. Robert
Redford þykir standa sig
prýðilega og menn vilja
meina að með þessari mynd
hafi hann unnið mikinn leik-
sigur eftir hrakfarirnar í
Havana (1990). Sidney Poiti-
er er auk þess einn besti
afrísk-ættaði ameríski leikar-
inn í dag í Bandaríkjunum en
hann hóf leiklistarferil sinn á
sjötta áratugnum.
▲ Bob
Hoskins í
Kalla kan-
ínu.
► Hin gull-
fallega
Walt Disn-
ey teikni-
mynd
Beauty
and the
Beast.
▲ Teikni-
mynd
Dons
Bluth,
Land
Before
Time.
T Walt
Disney
teikni-
myndin
Pétur Pan.
NÝ MYND FRÁ SPIKE LEE
Ný mynd frá Spike Lee verður
frumsýnd þann 20. nóvember
í Bandaríkjunum, stjórnmála-
og baráttumyndin Malcolm X
sem hefur á að skipa blökku-
manninum Denzel Washing-
ton (Mo Better Blues, Glory,
Cry Freedom). Myndin verður
sýnd undir lögregluvernd því
aðrar blökkumannamyndir eins
og New Jack City og Boyz n
the Hood ollu miklu fjaðrafoki
og ólátum. Þessi nýja mynd
Spike Lee þykir ein kröftugasta
ádeilumynd sem gerð hefur
verið. Myndin verður sýnd í
SAM-bíóunum þegar þar að
kemur. □
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER