Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 50
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR * NÝJAR HLJÓMPLÖTUR % NÝJAR HLJÓMPLÖTUR
Gæöi og aftur gæði viröist ver
-PETER GABRIEL: US
SNILLD
Meistari Gabriel hefur á und-
anförnum árum verið að þróa
með sér stíl sem er einstakur.
Fyrir sex árum kom út platan
So og á henni, svo og plöt-
unni þar á undan, IV, heyrð-
ust greinileg áhrif heimstón-
listar í tónlist Gabriels. Núna
er það ekki bara heimstónlist-
in heldur blandar hann vest-
rænu poppi/rokki/sálartónlist
saman við hana og útkoman
er snilldarleg.
Us er nokkuð þyngri en So
en að sama skapi meira verk,
meira í hana spunnið. Vinnan
við útsetningarnar er svo
nostursamleg og handverkið
svo fágað að undirritaður á
vart orð tii að lýsa hrifningu
sinni. Orðin hrein fágun fara
þó langt með að lýsa plötunni
sem fjallar um samskipti karl-
manna og kvenna. Us vinnur
Gabriel í samvinnu við Daniel
Lanois (sem vann með hon-
um á So) og snillingafjöldinn,
sem kemur við sögu á plöt-
unni, er mikill. Nokkur dæmi:
Sinead O’Connor, Brian Eno,
Manu Katche (trommur) Dav-
id Rhodes (gítar), Tony Levin
(bassi), Hossam Ramzy
(tabla) og Ravi Shankar
(fiðla). Sem sagt einvalalið.
Það er útilokað að gera upp
á milli laga á plötunni. Það
sem hins vegar er hægt að
gera er að benda þér, lesandi
góður, á að kaupa þennan
Love sem Clapton og blús-
maðurinn Robert Cray semja
saman. Greinilegt er að það
skiptir engu máli hvort það er
rafmagn á græjunum hjá Eric
Clapton. Eina sem skiptir máli
er að maðurinn hafi gítar við
höndina og röddina í lagi.
STJÖRNUGJÖF: ****
SILFURTÓNAR:
SKÝIN ERU HLÝ
STERK HUGHRIF
Það er óhætt að segja að nýi
diskurinn frá Silfurtónum færi
hlustendum hlýju, nú á svöl-
um haustdögum. Hitinn, kraft-
urinn og húmorinn í Silfurtón-
um er nægur til þess að
bræða hjörtu hörðustu togara-
jaxla. Lögin Við, úr Poppleikn-
um Palla og Litið til baka, sem
fannst í Kaupmannhöfn, eru
dæmi um þetta: „Nú stjörnur
blikka mig / skýin eru hlý / og
allt er gleymt og grafið / já öll-
um líður vel.“ (Litið til baka).
Silfurtónar spanna vítt svið
tónlistarlega: popp/rokk/diskó
(undir sterkum áhrifum frá
Gibb-bræðrum enda virðist
diskóið aftur vera að komast í
tísku!) og ballöðuformið hent-
ar þeim líka vel, svo sem í
laginu Með þér/Going Baby
sem skiptist reyndar í tvo
kafla; sá fyrri hægur en sá
seinni öllu meiri keyrsla.
Það er viss upplifun að
hlýða á Silfurtóna. Þeir mynda
sterk hughrif með leik sínum,
sem fáum tekst hérlendis.
Þeir eru öðruvfsi en aðrir, það
er staðreynd. Önnur stað-
reynd er að þeir eru einstakir.
Það eru einhverjir töfrar sem
umlykja Silfurtóna, þessa
rúmlega tuttugu ára gömlu
hljómsveit.
STJÖRNUGJÖF: ****
Clapton kemur vel út á Unplugged.
disk og hverfa um stundar-
korn inn í heim tónsnillinga.
Þú sérð ekki eftir því.
STJÖRNUGJÖF: *****
ERIC CLAPTON:
UNPLUGGED
RAFMAGNSLAUST
Gítarleikarinn fingrafimi, Eric
Clapton, er einn af þeim tón-
listarmönnum sem gert hafa
svokallaðan „unplugged” disk
hjá MTV sjónvarpsstöðinni.
Það þýðir að eina rafmagnið
sem notað er knýr söngkerfi
tónlistarmannanna, öll hljóð-
færi eru órafmögnuð. Á diskn-
um, sem inniheldur fjórtán
lög, nýtur Clapton aðstoðar
manna sem undanfarin ár
hafa unnið mikið með honum,
svo sem Nathan East (bassi),
Steve Ferrone (trommur),
Chuck Leavell (hljómborð) og
Ray Cooper (ásláttur), að ó-
gleymdum upptökustjóranum,
Russ Titelmann.
Það er vægast sagt góð
stemmning hjá Clapton en á
disknum tekur hann meðal
annars þekktasta lag sitt,
Layla, í mjög skemmtilegri út-
setningu, þeirri bestu sem
undirritaður hefur heyrt.
Einnig er hér að finna Tears
in Heaven sem hann flytur
nær hnökralaust. Þá er og
slatti af blúsum á disknum og
einn sá besti af þeim er Old
▲ JÚIiUS
H. Ólafs-
son, annar
aöal-
söngvari
Silfurtóna,
sýnir í sér
stelliö á á-
hrifamik-
inn hátt.
Ljósm.: GHÁ
cn
T’a
oo
oo
GO
CD
50 VIKAN 22.TBL.1992