Vikan


Vikan - 29.10.1992, Page 7

Vikan - 29.10.1992, Page 7
S\Í»A MEMING FEGIIRÐ Vlkan skoðar Edinborg í fylgd drauga og sagnameistara Skotlands" hefur verið sagt um tilkomumikla kastalann sem gnæfir hátt yfir borginni. Það er saga mikilla sviptinga og harmsögulegra atburða, saga um örlög fólks. Fæstir sem heimsækja borgina láta þennan sögufræga kastala fram hjá sér fara enda margt að skoða og útsýnið yfir borg- ina er gott. Þetta er mikið mannvirki og ráðlegt að not- færa sér leiðsögumenn sem fara um með hópa á 20-30 mínútna fresti. Fyrir göngu- garpa er útsýnið frábært frá hæðunum en þar er náttúru- fegurð einstök. Þá er einnig góður útsýnisstaður við minn- isvarðann um Walter Scott en sannkallað tröppuþrek að þramma upp öll 287 þrepin sem liggja upp á efstu rönd. Saga Skotlands og saga viskísins er ein órofa heild. Það er því ekki að ósekju að „The Scotch Whisky Fleritage Centre“ á Royal Mile skuli vera einn af helstu viðkomu- stöðum ferðamanna. Þar má læra töluvert um viskígerð og rúsían í pylsuendanum er að fá að smakka eina af þessum frægu gömlu skosku viskíteg- undum. Edinborg hýsir fjölda ann- arra skemmtilegra og sér- stakra safna eins og til dæmis leikfangasafn, skordýrasafn og hrollvekjusafn (Edinburgh Dungeon) svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan er mikið af góðum galleríum og áhuga- verðar sýningar ávallt í gangi. ► Jenners- versl- unarhúsiö er eins konar Harrods Skotlands og er ein elsta versl- unareining sinnar tegundar í Evrópu. 1992 FERÐAVIKAN 7 TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDOTTIR/MYNDIR: GISLIÞOR GUÐMUNDSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.