Vikan


Vikan - 29.10.1992, Síða 15

Vikan - 29.10.1992, Síða 15
skemmtanir. Þar sitja píanó- leikarar marga morgna og leika létt lög fyrir gesti „hallar- innar". Verslanir og veitingahús eru á allri neðstu hæðinni um- hverfis húsagarðinn. Svalir hafa verið byggðar á þrjá vegu umhverfis garðinn út af annarri hæð húsanna. Gömul og dökk furuborð úr gamalli Guinness-bjórverksmiðju voru notuð í svalagólfin og sést enginn munur á þeim og ald- argömlum gólfum viðbygging- anna, sem eru svarbrún og harðlökkuð. Af þessum svöl- um er gengið inn í bæði versl- anir og veitingahús en síðan er auðvitað líka hægt að ganga milli hæða innan dyra. SANNKÖLLUÐ MENNINGARARFLEIFÐ Powerscourt Townhouse Centre er svo sannarlega annað og meira en venjulegt verslunarhús. Þangað er hægt að koma til að skoða gamla menningararfleifð íra á sviði byggingarlistar, sem felst í húsinu sjálfu. Þar er hægt að njóta lista með því að skoða listaverk, sem sýnd eru í tveimur listasölum hússins en annar þeirra var danssalur hallarinnar. Allir helstu antik- salar írlands bjóða gestum að skoða og kaupa alls kyns dýr- gripi. Þeir sem láta sér ekki nægja að ganga í fjöldafram- leiddum skóm geta fengið þarna handsaumaða skó eftir máli. írskir fatahönnuðir leggja líka sitt af mörkum í þágu við- skiptavina „hallarinnar“, auk þess sem þarna eru verslanir sem selja vörur frá öllum helstu tískuhönnuðum heims. Forsvarsmenn Powerscourt Townhouse Centre leggja á það mikla áherslu að hér sé ekki aðeins um forna menn- ingararfleifð að ræða, fólk þurfi ekki að óttast að þarna sé ekkert nema gamlir munir og merkilegir, nóg er af vörum sem samræmast nýjustu tísku hverju sinni. Svo eru veitinga- húsin ekki síður fjölbreytileg. Meira að segja grænmetisæt- ur geta brugðið sér á veitinga- stað og fengið mat við sitt hæfi. Það sem ef til vill vakti hvað mesta athygli mína var sá mikli fjöldi gesta sem þarna var inni og gerði, að því er virtist, lítið annað en að mynda það sem fyrir augu bar. Og Ijósmyndararnir höfðu vissulega úr nógu að moða hvað myndefnið snerti. □ ▲ I Solomon Gallery má sjá sýningar frægra listamanna en í upphafi vega var þarna danssalur Powerscourts lá- varðar og fjölskyldu hans þar sem haldnir voru vegleg- ir dansleikir. A Um þetta þrönga stræti er gengið að Powerscourt Townhouse Centre. ◄ Powerscourt Townhouse - þetta var aðalinngangurinn f höll lávarðarins. Nú eru verslanir, sýningarsalir og veitingarekstur í öllum her- bergjum hallarinnar sem og í vióbyggingunni sem reist var umhverfis hallargarðinn. Píanóleikari skemmtir við- skiptavinum og öörum gest- um. DIBLINAR- Leiðin aö verslunar„höllinni“. T Trinity College GETA HEIMSOTT RAEAVERfJLEGA VERSLUMR^HOLL*

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.