Vikan - 29.10.1992, Blaðsíða 21
VIRÐISAUKASKATTURINN
Það borgar sig að vera þolinmóður og láta
fylla út fyrir sig virðisaukaskattsformið í þeim
búðum sem bjóða slíka þjónustu. Virðisauka-
skatturinn er
17,5 prósent
og verslanir ------1,*'; t
þurfa að hafa
þar til gert
form til að fylla
út og setja
stimpilinn sinn
á. Ferðamað-
urinn þarf líka
að fylla inn
uþplýsingar og
skila þeim síð-
an af sér á
flugvellinum.
TAX
FREE
VAT REFUND
,v e r u' o n k
HVERNIG VERÐUR KVIKMYND TIL?
í MOMI (Museum of the Moving Image) má
komast að öllum leyndarmálunum og tækni-
brellunum. Þar er saga kvikmyndagerðar rak-
in frá upphafi, þróunin og innrás sjónvarpsins.
Tækifæri gefst til að fikta í ýmsum tækjum o<p
hægt er að læra að búa til teiknimyndir. A
leiðinni um safnið eru leikarar sem sjá um að
fara aftur í tímann með fólki og upplifa svolitla
Hollywood-stemmningu. Þeir sem heimsækja
safnið á þessu ári ná myndbandasýningunni
IRN-BRU POP sem stendur fram í janúar á
næsta ári. Þar getur að líta gríðarlegt safn
tónlistarmyndbanda frá öllum tímum en þetta
er í fyrsta sinn sem svo viðamikil sýning er
tekin saman með þessu efni.
FEITASTUR, STÆRSTUR,
FUÓTASTUR OG BESTUR
- heimsmet f öllu
Rétt hjá Piccadilly Circus er annað skemmt-
legt safn, Guinness World of Records. Flestir
kannast við bókina en á þessari sýningu er
tækifæri til að bera sig saman við manninn
sem var 2,79 metrar og sjá eftirlíkingar af
ýmsum ótrúlegum uppátækjum.
Sé heppnin með er möguleiki á að hitta
heimsmethafana sjálfa og taka áskorun
þeirra.
VILTU SMÁVEGIS HROLL?
- Pyntingar, plágur og ófarir
Rétt hjá lestarstöðinni við London Bridge er
hægt að ná sér í gæsahúð með því að heim-
sækja neðanjarðardýflissuna, The London
Dungeon. Þetta er víðfrægt hrollvekjusafn en
ekki láta þig dreyma um að vel verði tekið á
móti þér. Safnið er drungalegt, illa lyktandi og
illskeyttir verðirnir magna upp spennuna strax
við innganginn. Holdsveiki, þumalskrúfur og
draugar verða á veginum og stutt söguleg
sýning hjálpar til við að upplifa brunann mikla
í London 1666. Þá eyðilagðist meirihluti borg-
arinnar. Allir sleppa þó lifandi út og geta meira
að segja nestað sig með svarta dauða úr
minjagripabúðinni. Sá öndvegisdrykkur úr
norðrinu sómir sér vel í þessu umhverfi.
Þegar fólk er komið í þennan borgarhluta á
annað borð er stutt að labba niður að Hays-
galleríinu þar sem mikið er af smáverslunum
og skemmtilegum veitingastöðum. Þaðan
blasir líka við herskipið HMS Belfast og Tower
sem hefur meðal annars að geyma krýningar-
djásnið.
INNAN UM UÓN OG FLÓDHESTA
Það er margt hægt að gera með börnum í
London en það er líka tilvalið fyrir þá sem eru
í fjölskylduferð að fara einn dag aðeins út fyrir
borgina. Safari Park í Windsor er skemmtileg-
ur viðkomustaður þar sem dýr og menn leika
heillandi kúnstir. Þeir sem eru ekki á bíl geta
tekið lest frá Waterloo eða Paddington.
VISITOR CARD
Þeim sem koma óundirbúnir til London getur
þótt gott að vita af símalínunni sem leiðbeinir
fólki með hvað er á döfinni. Það er þó örugg-
lega ódýrara að fletta þessu upp í tímaritun-
um sem eru
gefin út í sama
tilgangi.
L°Nö
1992 FERÐAVIKAN 21