Vikan


Vikan - 29.10.1992, Page 22

Vikan - 29.10.1992, Page 22
KEMYA ▲ f búöum af þessu tagi gefst fólki kostur á aö gista meðan á safaríferð- inni stendur. -4 Og svona líta „tjöldin" út aö innan. SOI (Ki SAIAKI \ÝR OG FREISTANDIMÖGIILEIKI OPMST ▼ Þaö er ekki ama- legt aó vakna upp viö hljóöin í fílahjöró- inni á morgnana inni i miöj- um frum- skóginum. Síðan í fyrra hafa Flug- leiðir skipulagt safarí- og sólarferðir fyrir (s- lendinga fil Kenýa. Ferðirnar hafa mælst mjög vel fyrir enda bjóða þær upp á mögu- leika sem Frónbúar hafa ekki veitt sérstaka athygli fram að þessu. Það má segja að hér sé um að ræða ferðir á vit ævintýranna - en þaulskipu- lagðar og með fyrsta flokks aðbúnaði og þjónustu allan tímann. Boðið er upp á 14 gistingar annars vegar og 20 hins vegar og er verðið, mið- að við að fólk búið í tvíbýli, frá um 160.000 krónur. Innifalið í verði er flug fram og til baka, Keflavík - London - Nairobi, gisting f 14 eða 20 nætur, hálft fæði nema í safaríferðum þar sem er fullt fæði, flutning- ur til og frá flugvelli í Nairoþi og enskumælandi fararstjóri. Frá hótelunum, sem dvalið er á, er haldið í margs konar ferðir um villidýraslóðir og hvaðeina í boði fyrir augu og eyru sem Afrfka státar af fram yfir aðra heimshluta. Kenýa varð lýðveldi árið 1963 eftir að hafa verið undir stjórn Breta síðan 1895. Landið er á austurströnd Afr- íku og liggur miðbaugur í gegnum það. í norðvestur eru ríkin Úganda og Eþíóþía, í norðaustur er Sómalía og Tansanía er fyrir sunnan. Landið er álíka stórt og ísland og eru íbúar um 22 milljónir og fjölgar þeim um fjögur pró- sent á ári hverju. Nairobi er höfuðborg landsins og aðal- miðstöð viðskipta. Aðalat- vinnuvegur landsmanna var lengi vel landbúnaðar auk þess sem fiskveiðar skipa háan sess - en nú hefur það gerst að ferðaþjónusta er farin að skila landsmönnum mest- um gjaldeyri og á síðasta ári komu um 800.000 ferðamenn til landsins. Enska er ríkismál síðan á nýlendutímanum en auk þess tala landsmenn sva- hili og fjölmargar mállýskur. Ósnortin náttúra Kenýa er margbreytileg og býður ferða- mönnum upp á margt augna- konfektið. Þeim gefst til dæm- is kostur á að fara í ferðir til að skoða dýralífið, náttúrufeg- urðina og mannífið sem er afar ólíkt því sem Vestur- landabúar eiga að venjast. Fyrir þá sem vilja verja hluta leyfisins í sólböð eru allir möguleikar opnir þvf að nóg er sólskinið. Benda má á silf- urhvítar strendur landsins en eftir þeim má ferðast til bæj- anna Mombasa, Malindi og Lamu. Það svæði er bæði ó- venjulegt og einkar fallegt. Möguleikarnir eru óteljandi og unnt að skipuleggja ferðir eftir óskum hvers og eins, hvort sem er með tilliti til æv- intýra á villidýraslóðum eða að prófa hina ýmsu golfvelli sem sagðir eru mjög góðir. ÞÆGILEGT LOFTSLAG í Kenýa er hitabeltisloftslag. Þar ríkir sumar frá því í des- ember fram í mars en hitinn fer sjaldnast yfir 32 gráður þegar heitast er um miðjan daginn. Þar eð Nairobi og safarí-löndin eru á háslétt- unni, um 1700 metra yfir sjáv- armáli, er hitinn þar þægilegur og raki lítill eða enginn í loft- inu. Á hásléttunni getur hita- stigið farið niður í 12 gráður á nóttunni yfir sumartímann. Apríl og maí eru regnmánuðir. Þó rignir ekki látlaust dag eftir dag heldur síðdegis eða á nóttunni. Júní, júlí og ágúst eru vetrarmánuðir í Kenýa. Hitastigið þá er frá um 19 til 26 gráður á daginn og að mati margra Evrópubúa er þetta besti tíminn til að sækja land- ið heim. Veðurfar er svipað í september og fram í nóvem- ber eins og í apríl og maí. Lít- ils háttar rigning er í lok októ- ber og byrjun nóvember. Safaríferóirnar gefa fólki kost á aó sjá sitt af hverju og upp- lifa ævintýri sem þaö verður líkast til vitni aö í þetta eina sinn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.