Vikan


Vikan - 29.10.1992, Qupperneq 26

Vikan - 29.10.1992, Qupperneq 26
THAILAiMD FEKDIR: ► Phuket-eyja er mjög for- vitnileg fyrir margra hluta sakir. Þessi sérkennilegi kletturer nefndur „krabba- augaö“. Islendingar hafa farið mjög víða á undanförnum árum og alltaf eru nýir áfangastaðir að bætast í hóp- inn. Á síðustu árum hafa æ fleiri Frónbúar lagt leið sína til Tælands. Ferðaskrifstofur hafa fylgst með þróuninni, þekkja kröfur fólks og vita vel hvar setja má mörkin hvað varðar verð. Nú er svo komið að það er litlu dýrara að ferð- ast á fjarlægar slóðir eins og til Tælands en að fara í hefð- bundnar sólarlandaferðir. Ein- hverju munar það í verði en á móti kemur að verðlag í Tælandi er mjög lágt auk þess sem ævintýrin þar um slóðir eru vafalítið meiri en gengur og gerist í venjulegri sólarlandaferð. Vinsældir Tælands á meðal ferðamanna frá Vesturlöndum hafa aukist geysilega á und- anförnum árum enda hafa landsmenn nú umtalsverðra hagsmuna að gæta á sviði ferðaþjónustu og hafa því komið mjög til móts við hina fjölmörgu gesti sína. Tæland hefur löngum verið miðstöð menningar og trúar- bragða í Suðaustur-Asíu. Landamæri þess liggja að Malasíu, Búrma, Laos og Kampútseu. Fyrir vikið liggja menningarlegar rætur Tæ- lendinga víða og það gerir mannlífið í landinu afar fjöl- breytt og áhugavert. Landið hefur verið sjálfstætt síðan 1238 og var lengst af konungsríki en er nú lýðveldi og hefur löngum verið mikil ólga í stjórnmálum þar. Frá því 1980 hafa ýmsar sam- steypustjórnir verið við völd og staðist ýmsar valdaránstil- raunir. íbúar Tælands eru um 52 milljónir og er mikill meiri- hluti þeirra búddatrúar. Segja má að vegna marg- breytileikans megi finna í Tælandi flest það sem hugur hins vestræna ferðamanns girnist, fjölskrúðugt mannlíf, ÞARMÆTIST HDGAMLA (Hi \V.J\ Skoðunarferö um Bangkok er ævintýri líkust. Þar mætast gamli tíminn í formi æva- gamalla Austurlanda og nýi tíminn á sérkenni- legan hátt.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.