Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 27
telja fólki trú um alls konar dellu og vitleysu sem verður til þess að menn vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.“ AÐ FRELSAST - Tll ykkar kemur fólk og frelsast eins og það er kall- að, efasemdarfólk, óreglu- menn eða fólk sem Kður illa og telur sig jafnvel vera hald- ið illum öndum. Hvernig ger- ist þetta? „Það gerist á mjög einfald- an hátt. Við tölum saman og svo bið ég fyrir því. Til mín koma menn eins og þú og þetta sem ég er að gera núna, - að tala við þig, lít ég á líka á sem trúboð. Um leið og ég tala við þig breytist hugsun þín, - þannig er trú- boðið. Þegar við tölum um að fólk frelsist bjóðum við því að koma fram og við biðjum fyrir því. Þetta er stund ákvörðunar, fólkið er þá reiðubúið til að hafa lifandi samfélag við Guð, það breytir öllu. Við höfum átt mjög góðar stundir með fólki sem hefur átt í erfiðleikum. Það fer út frá okkur án þess að orðið hafi kannski sýnileg umskipti á því. Það fer út með von og rétt hugarfar og fellur ekki lengur eins mikið fyrir hinum gömlu tilfinningum sem hafa kannski lagt allt í rúst í til- veru þess. Illur andi hefur áhrif á hugarfarið og um ieið til dæmis á klæðaburð og ytri hegðun. Þú sérð mjög sterklega að illir andar sem talað er um í Biblíunni eru eins og útsendarar hins illa sem hafa það hlutverk að fjötra manninn. Þeim fylgir dauði, hörmungar, sundrung og annað þess háttar." SÝSLAÐ MEÐ ILLA ANDA „Ég lít svo á að miðlar séu bara að sýsla við illa anda, ekki við dáið fólk. Fyrir ekki löngu urðu spíritistar fyrir því suður með sjó að húsið fyllt- ist af draugagangi sem þeir reyndu að svæla út með salti og brauði. Þeir voru bara búnir að kalla yfir sig vald illra anda.“ - Miðlar telja sig vera að vinna með almættinu sem og ráðgjafar þeirra fyrir handan. [ raun sé ævinlega um þetta sama almætti að ræða, hvort sem er í kirkjunni eða á mið- ilsfundum til dæmis. „Þetta er allt ágætis fólk sem má ekki vamm sitt vita. Það verður fyrir ytri áhrifum og áttar sig ekki alveg á hvað þetta er. í staðinn fyrir að taia við þá, sem hafa biblíulega þekkingu, er farið til Sálar- rannsóknarfélagsins þar sem það fær alls konar upplýsing- ar sem ekki standast. Ég skal nefna þér dæmi. Fljótlega eftir skírdagsum- ræðuna hringdi til mín eldri maður. Hann sagði mér þá sögu að 9 ára hefði hann eitt sinn verið að leika sér fyrir framan Háskóla íslands þeg- ar Haraldur Níelsson guð- fræðiprófessor og einn af stofnendum Sálarrannsókn- arfélagsins, gekk fram hjá honum. Þá kom eitthvað yfir hann þannig að hann varð allt í einu skyggn. Hann fór að sjá óorðna hluti fyrir, falla í trans og segja eitthvað við fólk. Hann átti í vandræðum með þetta og honum leið illa yfir þessu næstu 60 árin. í öngum sínum leitaði hann til Hafsteins Björnssonar mið- ils, Sálarrannsóknarfélags- ins og séra Jóns Auðuns ef það mætti verða til þess að hann losnaði undan þessum fjanda. Honum var sagt af þessum mönnum að þetta væri hæfileiki sem hann hefði og ætti að nota. Þetta hafði valdið honum kvöl og pínu og því spurði hann mig hvað hann gæti gert. Ég svaraði honum á eftirfarandi hátt: „Segðu bara: Jesús Kristur, leystu mig með blóði þínu, ég vil vera þjónn þinn, hreinsaðu mig.“ Ég sagði síðan amen á eftir og þá heyrði ég strax að mannin- um létti og hann sagði: „Þetta bara hrífur strax. Lofðu mér að skrifa þetta niður.“ Hann hringdi svo tveimur vikum síðar og sagðist vera búinn að týna miðanum. „Ég hef samt reynt að rifja upp þessi orð og þaö hefur dugað, þetta er bara gjörbreytt líf.“ Bara við það að nefna blóð Jesú Krists þá breyttust kringum- stæðurnar." FYRIR BLÓÐ JESÚ KRISTS Þegar ég var í Kennaraskól- anum 1971 hafði nemenda- félagið þar skyggnilýsinga- fund með Hafsteini Björns- syni miðli, þann stærsta sem haldinn hafði verið á íslandi. Eftir fundinn kom ég þarna niður í sal ásamt félaga mínum til þess að taka þátt í fyrirspurnarstund. Á skyggnilýsingunni áttu mætir menn og merkilega ættir að hafa birst. Hafsteinn lá þarna dasaður á eftir og Úlfur Björnsson var að svara fyrirspurnum. Við spurðum þá hvort einhver hefði komið fram sem hefði sagst vera frelsaður. Úlfur svaraði þá: „Ef séra Friðrik Friðriksson hefur verið frelsaður þá hef- ur hann komið fram.“ Við sögðumst ekki eiga við það heldur hvort einhver sá hefði komið fram sem hefði sagst vera frelsaður fyrir blóð Jesú Krists. - Um leið og við nefndum þetta fannst okkur eins og andrúmsloftið hreinsaðist, það var eins og einhverri hulu hefði verið lyft af. Hafsteinn vaknaði, reis upp og og hváði. Það var engu líkara en einhver kraft- ur hefði komið þarna inn sem þessi illu öfl gátu ekki samþykkt. Á eftir vorum við sagðir hafa eyðilagt miðilsfund- inn. Okkur þótti það í himna- lagj. Ég hef þá trú að þetta sé verkfæri djöfulsins til að flækja íslendinga og eyði- leggja fyrir þeim verk Jesú Krists til að frelsa þá. Haft er fyrir fólki að það sé einhver önnur leið til og talað er um mismunandi þroskastig. Um það stendur ekkert í Biblí- unni. Þegur þú ferö héðan og inn í eilífðina þá er þar engin náð - þú leggur línurn- ar núna hvernig þú munt verja eilífðinni. Þess vegna er Kristur dyrnar, hann er svo mikilvægur. INNSPÝTING BEINT í ÆÐ? - Fólki brá óneitanlega f brún þegar þú hélst ræðu þína í þessari samkirkjulegu guðsþjónustu á skírdag í fyrra. Ýmsir kirkjunnar menn voru sem þrumu lostnir og útvarpshlustendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Fólk er ekki vant málflutningi af þessu tagi úr prédikunar- stóli. Heldur þú að ég myndi tala eins og ég tala ef óg teldi prestana vera á réttri leið? Það, sem brennur á mér, er að mér finnst ekki talað þannig til þjóðarinnar að hún vakni. Þetta er alltaf þessi sami svefnsöngur, það eru allir í svefnrofunum. Til sjós eru menn kallaðir til vinnu með einu hvellu orði: Ræs! Þar fær eng- inn að sofa fram eftir. Þannig á kristinn boðskapur að vera. Prestar þjóðkirkjunnar hafa lent í þeirri stöðu að vera mjúkmálgir til þess að enginn rísi gegn þeim. Marg- ir þjóðkirkjuprestar vilja tala hreint og heilagt Guðs orð - en vegna þjóðkirkjunnar, sem er ríkisstofnun, þora þeir ekki að tala. Við höfum horft upp á það í nokkur skipti að ef prestur segir eitt- hvað, sem söfnuðinum mis- líkar, er hann bara flautaður af, sem er ómögulegt. Við, sem tölum kannski hart, er- um kailaður sértrúar- eða ofsatrúarmenn. Hver vill hafa þann stimpil? Hitt er svo annað mál að ef kennimaður hefur boð- skap fram að færa og hann er sannfærður um að boð- skapurinn komi frá Guði á hann ekki að selja sannfær- ingu sína. Áður en ég hóf mál mitt í útvarpsmessunni umtöluðu vissi ég hvað ég átti að segja. Áður en ég lok- aði Samútgáfunni Korpus í Jesú nafni vissi ég að ég átti að gera það. Ég vissi það þegar heima í Eyjum og þegar ég var beðinn um að tala þarna þá sagði ég strax við þann sem hafði ámálgað þetta við mig: „Ertu frá þér, hvað heldurðu að verði sagt?“ Ég veit hvernig ég er - og söfnuðurinn minn er vanur mér.“ - Það er ekki öllum gefið að tala af svo miklum sann- færingarkrafti sem þið Einar Gíslason hjá Fíladelfíu í Reykjavík. Fáið þið innspýt- ingu beint í æð? „Ég tel að heilagur andi sé ■ Mér finnst ekki talað þannig til þjóðarinnar að hún vakni. Þetta er alltaf þessi sami svefn- söngur, það eru allir í svefnrof- unum. Margir þjóðkirkjuprest- ar vilja tala hreint og heilagt Guðs orð - en vegna þjóðkirkj- unnar, sem er ríkisstofnun, þora þeir ekki að tala. 24. TBL. 1993 VIKAN 27 TRUMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.