Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 68

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 68
FERÐALOG Horft út á Guanabara-flóa og Ríó frá risavöxnu Kristslíkneski á tindi Corcovado. Menn leggja ýmislegt á sig til aó komast á karnival í Ríó, jafnvel mánaö- ar siglingu um úthöfin. Óneitanlega spennandi feróamáti. Margt ungviói elst upp viö haröa lífsbaráttu á götunum í Ríó. Þessi lifir í vellystingum miðaö vió flest götubörn á hans aldri. kostinum við Parati. Þetta er lítið sjávarpláss og eins og við mátti búast var enga ferðalanga þar að finna. Þetta virtist því fullkominn staðar til rúmlega tveggja sólarhringa dvalar við sjó og sól. FINGRALANGUR GESTUR UM NÓTT Eftir að ég hafði beðið fiski- menn og bátseigendur leyfis til að hnýta upp hengirúm við bátsskýli þeirra létu róleg- heitin með tilheyrandi öldu- nið og sólarhita ekki á sér standa. Þaö var svo um mið- bik seinni næturinnar að ferðalangur frá Fróni var gripinn heldur óþægilegum tökum í djúpum svefni. Ég hafði lagst til svefns í svefn- poka mínum og með allar eigur í bakpoka við höfða- lagið. Þar sem fjögur svört snærisbönd eru saumuð á svefnpokann til að hnýta hann saman hafði ég gert það að vana mínum að hnýta þau hingað og þangað á bakpokann til öryggis, sér- staklega þegar sofið var undir berum himni. Skemmst er frá því að segja að ég datt þarna úr draumalandinu við það að vera allt að því rykkt á fætur og síöan kippt kylliflötum. Gesturinn fingralangi reynd- ist þýsna þrjóskur því hann lét sig ekki muna um að þramma út í náttmyrkrið með bakpokann og mig ( eftir- dragi. Þegar hann tók að kippa og rykkja í bakpokann var ég orðinn fokillur en þrátt fyrir að ekki skorti mig viljann gat ég mig hvergi hreyft þar sem ég var þrælslega reyrð- ur I níðsterkan svefnpokann. Ég brá því á það ráð að urra allt hvað af tók út í kolsvart náttmyrkrið enda orðið meira en lítið heitt í hamsi. Við- brögðin voru framar vonum þar sem mannkertið sá sér þann kost vænstan að hafa sig á brott hið snarasta. Eftir allnokkurt bjástur við að brjótast úr viðjum svefntausins kom í Ijós að búslóð og eiganda hafði ver- ið dröslað allt að tíu metrum út á strandlengjuna. Þar sem ég lá þarna ofan á svefnpokanum eftir þessa reynslu, með stjörnubjartan næturhimininn að baki, varð mér hugsað til allra þeirra ferðalanga sem komist höfðu í krappan dans í stríði við innfædda um eigur sínar á ferð um Suður-Ameríku og þá sérstaklega Brasilíu. Með þessa reynslu að baki hefur mér óneitanlega þótt svefn- teppi að hætti innfæddra fýsilegri kostur en upprennd- ur svefnpoki. Um sama leyti og svenflít- illi nótt lauk í litskapandi sól- risu var ég kominn með þumalfingurinn á loft í von um að fá far til Ríó eða í það minnsta áleiðis þangað áður en hiti dagsins tæki að skríða í um 40 gráður og jafnvel gott betur. Það var þó tekið að rökkva þegar Ijósa- haf hinnar margrómuðu Rio de Janero blasti við sjónum mínum og glaðlegs hóps innfæddra er hafði slegist í för á palli trukkbifreiðar þá um morguninn. Þrátt fyrir níu 68 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.