Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 48

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 48
UM BORN ROPAR OG MATARKOSSAR TEXTI: JGR MEÐAL FORVITNILEGRA VIÐFANGSEFNA I SJAÐU BARNIÐ d^oWmors,5 siadJJJahm,0 Íínngangi að nýútkominni bók frá AB, Sjáðu barnið eftir Desmond Morris i þýðingu Ólafar Nordat, kem- ur fram að tími sé til kominn að svipta burtu dulu for- dóma, rangfærslna, tísku- strauma og tilhneiginga sem taka mið af þörfum fullorð- inna í samskiptum við ný- fædd börn. Til dæmis sé Ijóst að barn er mjög næmt fyrir umhverfi sínu þegar frá fæðingu. Þannig geti vart verið neitt sérlega heppilegt fyrir það að koma úr hljóðu, myrku, mjög vernduðu um- hverfi móðurlífsins út í of bjartan skarkala skurðstof- unnar og vera þegar þrlfið í alls konar bank og hnoö. þess er einnig getið að lá- réttar fæðingarstellingar séu konum ekki eðlilegar, þær eigi að vera á hækjum sér. Margt fleira ber vitaskuld á góma enda að ýmsu að hyggja þegar þetta dulitla kraftaverk hefur enn á ný sannað tilvist sína. í bókinni er bent á ýmis einkenni meðal þróaðra þjóða sem ekki er að finna hjá hinum frumstæðu sem rannsakað- ar hafa verið til samanburð- ar. Þar eru til dæmis nefnd til sögunnar lítil „vandamál" eins og ropinn. Börn í mjög frumstæðum samfélögum þurfa víst ekki að roþa eftir að þeim hefur verið gefið að drekka vegna þess að þau eru mun lóðréttari við gjöfina en tíðkast hjá til dæmis vest- rænum þjóðum. Og „matar- kossinn“ er aðferð við mötun sem okkur, þessum ofboðs- lega þróuðu, þykir líklegast undarleg en þar er, að því er fra 'm kemur í bókinni kominn fyrirrennari blíðuhóta eins og við þekkjum kossinn í dag. Fjölmörg fleiri forvitnileg samanburðartilvik eru reifuð íþessari skemmtUegu bók.O ÞEKKTIRPU ^^■ÞAU? FRH. AF BLS. 4 Amyndunum eru, talið frá vinstri: Egill Ólafs- son, Edda Heiðrún Backman, Helga Möller, María Björk Sverrisdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Öll koma þau við sögu á nýrri plötu, Barnabrosi. Plat- an inniheldur sextán barnalög í flutningi nokkurra af vinsæl- ustu söngvurum síðari tíma. íslenskir textar fylgja plötunni þannig að foreldrar og börn geta tekið hraustlega undir með úrvalsliðinu. „Ég-kann- ekki-textann-afsökunin“ er foreldrunum þar með fyrir bí. Pétur Hjaltested sá um upp- tökustjórn og útsetningar en auk framangreindra syngur dóttir þeirra Péturs og Maríu Bjarkar, Sara Dís, með móð- ur sinni í einu laganna og margir fleíri tónlistarmenn koma við sögu. Má þar með- al annarra nefna KK, Asgeir Óskarsson, Tryggva Hubner og Kór Öldutúnsskóla. ÍSLENSKUR HEIMILISIDNAÐUR Að sögn Maríu er platan Barnabros fyrst og fremst til komin vegna þess að þau telja að alltaf sé þörf fyrir vandaðar barnaplötur sem fullorðnir geti einnig hlustað á. Áður hafa þau hjónin stað- ið að gerð platnanna Barna- borg og Barnajól og því má segja að þriðja platan I þess- ari röð hafi nú litið dagsins Ijós. Hvað lagavalið varðar segist María Björk hafa notið dyggilegrar miðlunar Söru Dísar. „Hún kom heim úr leik- skólanum og söng fyrir okkur lög sem við höfðum aldrei heyrt áður. Ég kynnti mér mörg af þessum lögum betur, meðal annars með því að heimsækja fóstrurnar á leikskól- unum. Þær höfðu margar hverjar fundið erlend lög með fs- lenskum textum til að syngja með börnun- um. Síðan sóttum við efnið á marga fleiri staði til að fá sem fjölbreytilegast yfir- bragð og nýjungar." Þetta eru þá ekki uppáhaldslögin ykkar síðan á yngri árum? „Stöku lag er manni vitaskuld minnisstætt og þarna er að finna nokkur gömul og góð lög sem allir hafa alltaf gaman af.“ Ef til vill má segja að plötu- framleiðsla hjónanna Péturs Hjaltested og Maríu Bjarkar Sverrisdóttur sé eins konar íslenskur heimilisiðnaður. Þau hafa komið sér upp stóru hljóðveri heima hjá sér, að segja má. Það er 48 rása, sem kailað er, og segir María Björk hljóðverið fyllilega sam- bærilegt við þau bestu á markaðnum. „Við tókum nú fyrir jólin upp plötur Siggu Beinteins, Sigurðar Flosason- ar og Bubble Flies svo ég nefni einhver dæmi,“ segir María Björk og nú berst talið að hinni tónelsku fjölskyldu sem að öllu þessu stendur. LAGVISS HEIMASÆTA Sjálf hóf María Björk söng- nám fyrir fimm árum. Hún stundaði nám við Söngskól- ann í Reykjavík í tvö ár. Einn- ig lærði hún hjá Diddú um eins árs skeið og lætur María Björk mjög vel af þeirri reynslu sinni. „Síðan hef ég eiginlega ekkert gert af viti, . . . nema syngja inn á plötur," segir hún og hlær við en hún hefur lítið komið fram opinberlega að öðru leyti. Eiginmaður Maríu Bjarkar, hljómborðsleikarinn Pétur Hjaltested, er enginn ný- græðingur á þessu sviði. Hann er lærður tónmennta- kennari og var fyrir allnokkr- um árum einn af aðalpoppur- unum í bænum. Pétur var til dæmis í hijómsveitunum Paradís og Friðryk - búinn að „ver’í þessum bransa“ í 20 ár. Og hin 7 ára heimasæta, Sara Dís, er að sögn móður sinnar mjög lagviss. „Hún byrjar í fiðlunámi á næstunni en við erum samt ekkert að halda tónmenntunum að henni um of.“ Að baki gerð plötunnar Barnabros liggja um 350 stú- díótímar, sem kallað er, en það ku í faginu merkja að töluverð vinna hafi verið lögð í verkið. Plötunni fylgja textar og þar er einmitt að finna myndirnar sem eru upp- spretta að orðaflæði þessu. „Við leggjum mikið upp úr textunum og vöndum til þeirra sem kostur er. Mér finnst heldur ekki spurning um að textar eiga að fylgja plötum sem allra oftast og helst alltaf. Það að textarnir fylgi plötununum tel ég vera frumskilyrði því krakkar vilja iðlulega læra lögin og geta sungið þau sjálf," segir María Björk Sverrisdóttir. LAUSN Á SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + + + + + K V + H + + + + + + + + s Y S T K I N I + c R + + + + + + + E F T I R L A T A M A + + + + + + + F I R N A + + + + A U + + + + + + + A R A + T A N G ó + S + G A N E S + s M U G A N + A L ú N + í R A K A R .1 A K V Æ rp rp + t R A B R A S K A + 0 T + E F I + A K I R + A F L I R + K A N N + G Ö M U L + + F A + + + V + + E D E N + A M L A 0 F T L E G A + S T U N A + K + + G + I + ö R E N D + rp R + + G E R L A 0 N A Ð + F A R G A + G ó A F E I T S N A R A N + ó A R G A + o L I T + + + + A L + S T U + i N N s I Ð U R Æ V A + L E T T L A N D + A E S R A + I N N T I R + + F + R A R I K + S K R i A + G U L L + S E M + K ■T ó S 0 Ð S + M A N í A + L I M G + 0 P + + I + H i + S T + M E D A L E T + ó A S T U N D A + K ó D + + ó L U N D + T + P E R A + + T A ó + I L M A R + + S P R E rp T H A R Ð A R I + S Æ ó B ó + V I T N I Ð + A Ð + + Ý K T + 0 T H A F I + K I rr> * L A .+ H L U T G R A T 1 T T L I N G U R1 1 + F A R I 48 VIKAN 24.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.