Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 10

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 10
VÖLVUSPÁIN 1994 Fjáröflun til Háskól- ans meö spilaköss- um veröur hætt snemma á árinu. Kröfur verða þó uppi á borð- inu um að eitthvað verði gert fyrir lægst launuðu hópana og títt vitnað til úrlausna fyrir dómara og presta nýverið. Forsætisráðherra mun kveða upp úr um lausn í þessu máli sem verður samþykkt af verkalýðsfélögunum. ■Það verður þó ekki allt með kyrrum kjörum að öðru leyti. Mikil uppstokkun verður ákveðin með lögum frá Al- þingi um kvótakerfið og verð- ur það gjörbreytt frá því sem nú er. ■Með tilvísun til að auðlind þjóðarinnar í sjávarafla sé í eigu hennar mun þykja ásætt- anlegt og réttlátast að skipta afnotum af eigninni og þeir, sem fái þau afnot, greiði fyrir þau. Að vísu verður um þetta mikill ágreiningur meðal þing- manna i fyrstu en forsætis- ráðherra mun þrýsta á mála- miðlun og mun hún verða samþykkt á fyrri hluta ársins. ■Vandi Vestfjarða verður þó það umræðuefni sem ber hæst á nýbyrjuðu ári og munu umræður um hann stigmagn- ast fyrstu mánuðina þar sem fleiri landshlutar munu telja sig jafn illa setta og sumir þó enn verr. Þessi umræða mun að mestu fjara út í mars og byrjun apríl þegar fjöldi skipa mun sigla á ný norður í höf til fiskveiða. Þá verður líka búið að Ijúka viðræðum við Norð- menn og búið að komast að bráðabirgðalausn til þess að íslensk skip geti veitt á þess- um slóðum samkvæmt til- teknum aflakvóta. ■En þrátt fyrir sæmilegan frið á vinnumarkaðnum verður að bíða eftir hinni raunverulegu björgun enn um stund. Ég sé Hún hverfur úr sviðsljósi Kvennalistans á árinu. ekki að árferðið verði mikið betra í heildina en svo sem nú er umhorfs í dag þótt verð- mæti afla úr sjó verið ívið meira en er á þessu ári og var hann þó meiri en árið þar áður. Það er allt annað en létt að ná hér fram bata í atvinnu og efnahagslífi eftir að hinar ýmsu ríkisstjórnir hér á landi hafa staðið fyrir milljarða króna útgjöldum hjá þjóðfé- laginu með því að tefja veru- lega fyrir áherslubreytingum, bæði í sjávarútvegi og land- búnaði, og ekki tekið fastar á málunum fyrr en nú síðustu misserin.“ LOTTÓLAUSNIR OG LUKKUTRÖLL Hvað geturðu sagt lesendum um uppákomur og afþreyingu þjóðarinnar? Verður bryddað upp á einhverjum nýmælum eða breytingum sem koma á óvart? ■„Eitt á ég ótalið sem verður afar mikið í umræðunni og verður að teljast til hitamála. Það eru spilakassar Háskól- ans. Fteyndar lenda fleiri félög og samtök í þeim átökum. Því átök verða það. Ég sé ekki betur en að Háskólinn verði að hætta við fjáröflun úr hin- um nýju spilakössum snemma árs, því lagabreyt- ingar munu taka af öll tvímæli um að þar sé um fjárhættuspil að ræða og það verði ekki leyft jafn opið og með spila- kössum á almenningsstöð- um. Spilakassarnir verða af- hentir ríkinu, sem mun taka að sér rekstur þeirra og veita síðan aflafé til Háskólans og eyrnamerkja sérstökum deild- um hans. Ftauði krossinn mun verða að lúta sömu regl- um svo og önnur mannúðar- félög sem nú nota lottólausnir sem tekjuöflun. ■Það veröa líka uppákomur á Alþingi og hjá Ríkisútvarp- inu, Hafrannsóknarstofnun og Þarf aö sýna sérstaka var- kárni í samskiptum viö Al- þýöuflokkinn vegna nánari útfærslu EES-samnings. Hagkaupum. Allt þetta setur svip á umræður þjóðarinnar og miklar tilfærslur verða á embættaskipan í stjórnsýslu landsins. Óvenju harðar deilur verða á Alþingi um rekstrar- gjöld Fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli og utanríkisráð- herra fyrirskipar sérstaka út- tekt á starfsemi fyrirtækisins með það fyrir augum að koma því alfarið úr ríkisrekstri á árinu. ■Það verða líka miklar deilur á þingi vegna sölu sendi- herrabústaðar í Þýskalandi og kaup á nýjum bústað [ Berlín. Þess verður krafist að m.a. sendiherraembætti í Þýskalandi verði lagt niður og það sendiráð og fleiri landa færist til Belgíu eða Lúxem- borgar. ■Þeir stjórnmálamenn sem mest verða í sviðsljósinu á ár- inu verða Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Baldvin og Guð- mundur Árni heilbrigðisráð- herra úr Alþýðuflokki og Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson úr Fram- sóknarflokki, Þorsteinn Páls- son og Halldór Blöndal úr Sjálfstæðisflokki ásamt for- manni flokksins, Davíð Odds- syni, og svo þeir Ólafur Ragn- ar og Svavar Gestsson í Al- þýðubandalaginu. Kvennalistinn fær nýja ásjónu um mitt árið þegar kona af landsbyggðinni kveður sér hljóðs í flokknum og krefst þess að flokkurinn kjósi sér formann sem móti stefnu flokksins. Kristín Ástgeirsdóttir mun líka taka við nýju hlut- verki innan flokksins þótt ég sjái hana ekki í formanns- stöðu samkvæmt framan- sögðu. Ingibjörg Sólrún hverf- ur úr sviðsljósi Kvennalistans á árinu og tekur við nýju starfi. ■Formannsskipti verða í Heldur áfram einleik sínum og gerir kröfu til embættis forseta borgarstjórnar aö kosningum loknum. Framsóknarflokki og Jón Baldvin lætur af störfum sem utanríkisráðherra á árinu. Ól- afur Ragnar Grímsson fær til- boð um nýtt embætti en hafn- ar því að svo komnu máli. Davíð Oddsson mun þurfa að sýna sérstaka varkárni í sam- skiptum við Alþýðuflokkinn þegar kemur að nánari út- færslu á EES samningnum og verður mikið erlendis varð- andi samningaviðræður. Hann mun einnig þurfa að kljást við spurninguna um að- ild að Evrópubandalaginu þegar Ijóst verður að íslend- ingar munu þurfa að taka ákvörðun um formlega um- sókn að bandalaginu fyrir árs- lok. ■Biskup íslands þarf að útkljá mörg mál á árinu og taka for- ystu í afstöðu til aðskilnaðar kirkju og ríkis á áberandi hátt. Þetta verður eitt af umdeild- ustu málunum í þjóðfélaginu, ásamt fleirum að sjálfsögðu. Albert Guðmundsson mun sem fyrr leika einleik sem á eftir að setja nokkrar skorður fyrir framgangi margra fram- bjóðenda í næstu borgar- stjórnarkosningum í Reykja- vík. Hann mun hafa til þess aðstöðu að gera kröfu til sjálf- stæðismanna um að hann fái embætti forseta borgarstjórn- ar að kosningum loknum. ■Margir þeirra sem hér hefur verið minnst á munu ekki verða ofsælir af afskiptum sínum vegna síns málstaðar en allflestir koma úr þeirri bar- áttu ósárir að kalla. Um flesta þessara manna má reyndar segja að þar fari hamförum lukkutröll þjóðfélagsins með lottólausnir í lok ársins.“ BANKAR OG PENINGAR Hvað gerist markvert í pen- ingamálum okkar? Verður 10 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.