Vikan


Vikan - 18.12.1993, Side 10

Vikan - 18.12.1993, Side 10
VÖLVUSPÁIN 1994 Fjáröflun til Háskól- ans meö spilaköss- um veröur hætt snemma á árinu. Kröfur verða þó uppi á borð- inu um að eitthvað verði gert fyrir lægst launuðu hópana og títt vitnað til úrlausna fyrir dómara og presta nýverið. Forsætisráðherra mun kveða upp úr um lausn í þessu máli sem verður samþykkt af verkalýðsfélögunum. ■Það verður þó ekki allt með kyrrum kjörum að öðru leyti. Mikil uppstokkun verður ákveðin með lögum frá Al- þingi um kvótakerfið og verð- ur það gjörbreytt frá því sem nú er. ■Með tilvísun til að auðlind þjóðarinnar í sjávarafla sé í eigu hennar mun þykja ásætt- anlegt og réttlátast að skipta afnotum af eigninni og þeir, sem fái þau afnot, greiði fyrir þau. Að vísu verður um þetta mikill ágreiningur meðal þing- manna i fyrstu en forsætis- ráðherra mun þrýsta á mála- miðlun og mun hún verða samþykkt á fyrri hluta ársins. ■Vandi Vestfjarða verður þó það umræðuefni sem ber hæst á nýbyrjuðu ári og munu umræður um hann stigmagn- ast fyrstu mánuðina þar sem fleiri landshlutar munu telja sig jafn illa setta og sumir þó enn verr. Þessi umræða mun að mestu fjara út í mars og byrjun apríl þegar fjöldi skipa mun sigla á ný norður í höf til fiskveiða. Þá verður líka búið að Ijúka viðræðum við Norð- menn og búið að komast að bráðabirgðalausn til þess að íslensk skip geti veitt á þess- um slóðum samkvæmt til- teknum aflakvóta. ■En þrátt fyrir sæmilegan frið á vinnumarkaðnum verður að bíða eftir hinni raunverulegu björgun enn um stund. Ég sé Hún hverfur úr sviðsljósi Kvennalistans á árinu. ekki að árferðið verði mikið betra í heildina en svo sem nú er umhorfs í dag þótt verð- mæti afla úr sjó verið ívið meira en er á þessu ári og var hann þó meiri en árið þar áður. Það er allt annað en létt að ná hér fram bata í atvinnu og efnahagslífi eftir að hinar ýmsu ríkisstjórnir hér á landi hafa staðið fyrir milljarða króna útgjöldum hjá þjóðfé- laginu með því að tefja veru- lega fyrir áherslubreytingum, bæði í sjávarútvegi og land- búnaði, og ekki tekið fastar á málunum fyrr en nú síðustu misserin.“ LOTTÓLAUSNIR OG LUKKUTRÖLL Hvað geturðu sagt lesendum um uppákomur og afþreyingu þjóðarinnar? Verður bryddað upp á einhverjum nýmælum eða breytingum sem koma á óvart? ■„Eitt á ég ótalið sem verður afar mikið í umræðunni og verður að teljast til hitamála. Það eru spilakassar Háskól- ans. Fteyndar lenda fleiri félög og samtök í þeim átökum. Því átök verða það. Ég sé ekki betur en að Háskólinn verði að hætta við fjáröflun úr hin- um nýju spilakössum snemma árs, því lagabreyt- ingar munu taka af öll tvímæli um að þar sé um fjárhættuspil að ræða og það verði ekki leyft jafn opið og með spila- kössum á almenningsstöð- um. Spilakassarnir verða af- hentir ríkinu, sem mun taka að sér rekstur þeirra og veita síðan aflafé til Háskólans og eyrnamerkja sérstökum deild- um hans. Ftauði krossinn mun verða að lúta sömu regl- um svo og önnur mannúðar- félög sem nú nota lottólausnir sem tekjuöflun. ■Það veröa líka uppákomur á Alþingi og hjá Ríkisútvarp- inu, Hafrannsóknarstofnun og Þarf aö sýna sérstaka var- kárni í samskiptum viö Al- þýöuflokkinn vegna nánari útfærslu EES-samnings. Hagkaupum. Allt þetta setur svip á umræður þjóðarinnar og miklar tilfærslur verða á embættaskipan í stjórnsýslu landsins. Óvenju harðar deilur verða á Alþingi um rekstrar- gjöld Fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli og utanríkisráð- herra fyrirskipar sérstaka út- tekt á starfsemi fyrirtækisins með það fyrir augum að koma því alfarið úr ríkisrekstri á árinu. ■Það verða líka miklar deilur á þingi vegna sölu sendi- herrabústaðar í Þýskalandi og kaup á nýjum bústað [ Berlín. Þess verður krafist að m.a. sendiherraembætti í Þýskalandi verði lagt niður og það sendiráð og fleiri landa færist til Belgíu eða Lúxem- borgar. ■Þeir stjórnmálamenn sem mest verða í sviðsljósinu á ár- inu verða Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Baldvin og Guð- mundur Árni heilbrigðisráð- herra úr Alþýðuflokki og Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson úr Fram- sóknarflokki, Þorsteinn Páls- son og Halldór Blöndal úr Sjálfstæðisflokki ásamt for- manni flokksins, Davíð Odds- syni, og svo þeir Ólafur Ragn- ar og Svavar Gestsson í Al- þýðubandalaginu. Kvennalistinn fær nýja ásjónu um mitt árið þegar kona af landsbyggðinni kveður sér hljóðs í flokknum og krefst þess að flokkurinn kjósi sér formann sem móti stefnu flokksins. Kristín Ástgeirsdóttir mun líka taka við nýju hlut- verki innan flokksins þótt ég sjái hana ekki í formanns- stöðu samkvæmt framan- sögðu. Ingibjörg Sólrún hverf- ur úr sviðsljósi Kvennalistans á árinu og tekur við nýju starfi. ■Formannsskipti verða í Heldur áfram einleik sínum og gerir kröfu til embættis forseta borgarstjórnar aö kosningum loknum. Framsóknarflokki og Jón Baldvin lætur af störfum sem utanríkisráðherra á árinu. Ól- afur Ragnar Grímsson fær til- boð um nýtt embætti en hafn- ar því að svo komnu máli. Davíð Oddsson mun þurfa að sýna sérstaka varkárni í sam- skiptum við Alþýðuflokkinn þegar kemur að nánari út- færslu á EES samningnum og verður mikið erlendis varð- andi samningaviðræður. Hann mun einnig þurfa að kljást við spurninguna um að- ild að Evrópubandalaginu þegar Ijóst verður að íslend- ingar munu þurfa að taka ákvörðun um formlega um- sókn að bandalaginu fyrir árs- lok. ■Biskup íslands þarf að útkljá mörg mál á árinu og taka for- ystu í afstöðu til aðskilnaðar kirkju og ríkis á áberandi hátt. Þetta verður eitt af umdeild- ustu málunum í þjóðfélaginu, ásamt fleirum að sjálfsögðu. Albert Guðmundsson mun sem fyrr leika einleik sem á eftir að setja nokkrar skorður fyrir framgangi margra fram- bjóðenda í næstu borgar- stjórnarkosningum í Reykja- vík. Hann mun hafa til þess aðstöðu að gera kröfu til sjálf- stæðismanna um að hann fái embætti forseta borgarstjórn- ar að kosningum loknum. ■Margir þeirra sem hér hefur verið minnst á munu ekki verða ofsælir af afskiptum sínum vegna síns málstaðar en allflestir koma úr þeirri bar- áttu ósárir að kalla. Um flesta þessara manna má reyndar segja að þar fari hamförum lukkutröll þjóðfélagsins með lottólausnir í lok ársins.“ BANKAR OG PENINGAR Hvað gerist markvert í pen- ingamálum okkar? Verður 10 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.