Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 30
SALRÆN SJONARMIÐ JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ JÓLAHUGLEIÐING f • • JAKVÆÐ OFL OG MANNKÆRLEIKUR Þegar ég sit hérna og skrifa þessa jólahug- leiðingu vill svo til að fyrstu snjókorn vetrarins eru að falla eitt af öðru og jörðin verður smám saman hvít. Þetta veðurfar er einmitt það sem minnir svo á jólin. Von- andi fellur úr himinhvolfinu jafnframt hvít kærleiksdrífa á flest heimili landsins og inni- heldur þau öfl jákvæðni og mannkærleika sem hafa áhrif á hugarþel okkar þessi jól sem og aðra og ögn óhátíð- legri daga, okkur til blessunar og vonandi aukinnar ham- ingju. LAGDURI JÖTU OG KLÆDDUR í REIFAR Ef við hverfum tvö þúsund ár aftur í tímann, aftur að fæð- ingu frelsarans okkar sem einmitt sá Ijós heimsins á jól- unum, þá kemur okkur síst í hug snjór og kuldi eins og er hér norður á hjara veraldar- innar, á þessu landi íss og elda. Miklu frekar dettur okkur í hug hiti, þurrkur og sól í landi sem geymir í endur- minningum sínum minningu um lítinn dreng sem fæddist í fjárhúsi af því að það var ekki pláss fyri'r foreldra hans í gisti- húsinu. Hann var lagður í jötu og klæddur í reifar í borginni Betlehem í landi rísandi sólar af fátækum foreldrum. Mann- gildi litla drengsins var mjög sérstakt því hann var boðberi nýrra strauma í sammannleg- um samskiptum sem byggja á kærleiksboðskap þeim sem hann gaf okkur mönnunum til að vinna úr og lifa eftir. SAMVISKAN OG MANNBÆTANDI HANDLEIDSLA Um þessi jól sem og önnur minnumst við fæðingar þessa Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25 104 Reykjavík stórkostlega guðssonar sem gaf okkur þá huglægu hand- leiðslu sem viturlegt og mannbætandi er að fara eftir. í dagsins amstri er gott að minnast kenninga frelsara okkar, Jesú Krists. Við vitum öll að eins og málum er hátt- að í lífi okkar flestra eigum við flest til í upplagi okkar mikinn góðleika. Við eigum líka til eitthvað sem heitir samviska og hana þurfum við að skoða reglulega. Við megum ekki vera svo upptekin að keppast við að eignast sem mest á sem stystum tíma að við lát- um tækifærin til þroska fjúka frá okkur. Viö fáum öll tæki- færi til að takast á við okkur sjálf, ekki síst í gegnum þá at- burði og samskipti sem við eigum hvert við annað, já- kvæð sem neikvæð eftir at- vikum. TÍMABUNDIN VONBRIGÐI OG KVÍDI Á einni mannsævi getur ýmis- legt gerst sem getur breytt fólki. Það er vegna þess að sú reynsla sem við förum í gegnum er þess eðlis að hún reynir á eðlisþætti okkar, ým- ist á jákvæðan eða neikvæð- an máta. Stundum erum við þeirrar skoðunar að það sem er mótdrægt í lífi okkar sé böl og bregðumst við því með þeim hætti að okkur þykir sem forsjónin hafi lítið dálæti á okkar ágætu persónu og þess vegna hafi hún ekki hlíft okkur við þeim árekstrum lífs- ins sem valda okkur tíma- bundnum vonbrigðum og kvíða. MISJÖFN OG MARGSLUNGIN PRÓF Það er ekki vegna þess að Guð vilji ekki veg okkar sem mestan að hann ætlast til að við vinnum úr mótlæti af æðruleysi og jákvæðni. Hann veit sem er að ef prófin f skóla lífsins eru ekki misjöfn og margslungin reynir lítið sem ekkert á námshæfni okk- ar í þessum sérstaka en óum- flýjanlega skóla okkar allra. Hann saman stendur af nokkrum bekkjum og hinum ýmsu fögum og svo náttúr- lega einhvers konar próftöku sem gefur okkur í einkunn aukinn lífþroska í stað talna sem við flest eigum að venj- ast í hefðbundna skólakerfinu og metum stundum of mikils. GUDLEG FORSJÁ ER MIKILVÆG Það er því viturlegt fyrir okkur öll að lita þannig á lífið að það gefi því gildi að þurfa að berj- ast dálítið fyrir tilvist sinni og á ólíkum forsendum. Velgengni er eitthvað sem flestir kjósa að grípi um sig í lífinu og til- verunni. Vitanlega væri ósköp gott ef allt gengi öllum stund- um alveg eins og við kjósum að það geri. Málið er samt að við erum bara ófullkomnir menn og eigum augljóslega okkar rétt en við vitum bara alls ekki alltaf hvað okkur er fyrir bestu í hverju máli. Það er því ákjósanlegt að yfir okk- ur sé vakað af drottni þegar mótlæti knýr á. GÖNGULAGIÐ MIKIL- VÆGARA EN GATAN í þannig tilvikum er gott að vita, eins og af öðrum og ögn léttbærari ástæðum, að við eigum okkur föður á himnum sem er elskuríkur og alvitur og getur sökum þess fundið þann veg fyrir okkur sem er ákjósanlegast fyrir okkur að ganga eftir og á. Jafnvel þó hann sé hvorki malbikaður eða skrauti hlaðinn þarf hann ekki að vera svo slæmur ef við göngum hann hægt og bítandi. Hraðinn, sem við göngum á, þykir ekki skipta öllu máli heldur hvernig göngulagið er. Það skiptir nefnilega meira máli en veg- urinn sem síkur, þó vissulega sé ákjósanlegt að hann sé þægilegur yfirferðar og nokk- uð beinn. VERTÍÐ SÖLUMENNSKUNNAR í íslensku samfélagi hefur undanfarin tvö ár verið í gangi mikil kreppa og erfið heimilun- um. Þessi jól, sem eru fram- undan, mun þess örugglega sjást merki að fjölskyldur landsins eiga margar hverjar um sárt að binda sökum minnkandi tekna, vegna með- al annars atvinnuleysis. Því miður hafa jólin á umliðnum árum litast mikið af peninga- sjónarmiðum hvers konar. Sumir segja jólahátíðina vera eins og vertíð fyrir hvers kyns sölumennsku sem gengur of langt siðferðislega, því miður. VERÐMÆTATENGDAR RANGHUGMYNDIR Málið er að ef jólahátíðin verður eins og hver önnur kauphátíð efnalegra verð- mæta, sem gera lítið annað en að skapa verðmætatengd- ar ranghugmyndir hjá yngra fólki, er hún augljóslega að hverfa langt frá uppruna sín- um. Vissulega eru hvers kyns gjafir handa þeim sem okkur þykir vænt um einn liður jóla- haldsins. Það er þó mjög lítið kristilegt við þá gjafastefnu jólanna sem inniheldur óþarfa hégóma og ótæpilegt aura- bruðl. Þær gjafir sem í upphafi tengjast jólunum og Kristur fékk frá vitringunum forðum voru hófsamar. Reyndar fékk hann einungis reykelsi, myrru og gull og það þótti nóg. VERIÐ ÓHRÆDDIR Við ættum fyrst og fremst að skapa hvert fyrir sig þá jóla- stemmningu um þessa hátíð heima og heiman sem er frið- söm og elskuleg og lætur lítið yfir sér annað en væntum- þykju og auðmýkt til lífsins sjálfs og annarra. Við vitum að þegar fjárhirðarnir sáu engla drottins birtast við fæð- ingu frelsarans var þeim í fyrstunni mjög brugðið og þá sögðu englarnir við þá þar sem þeir voru að gæta fjár á víðavangi: „Verið óhræddir því yður er í dag frelsari fæddur í borg Davíðs." Svo mörg voru þau orð englanna. Þetta er áríðandi að hafa í því í raun felst sjálfur jólaboð- skapurinn í þessum orðum. MIKILVÆGI KÆRLEIKSHVETJANDI LÍFSVIDHORFA Við vitum líka að Jesús lagði mikla áhersiu á að minna lærisveina sína á að vera óhrædda. Þess vegna má segja að þessi setning sé megininntak í boðskap jól- anna. Við eigum að vera óhrædd þótt á móti blási í lífi okkar og tilveru um tíma, vegna þess að það birtir upp um síðir í okkar lífi sem ann- arra. Jesús örvænti aldrei um neinn vegna þess að honum tókst giftusamlega að sjá guðsneistann í öllum þeim sem til hans leituðu. Alveg sama hversu ófullkominn ein- staklingur birtist honum, þá tókst honum að kveikja með viðkomandi tiltrú á mikilvægi kærleikshvetjandi lífsviðhorfa og leiða viðkomandi af mann- úð og miidi til þess lífs sem var göfugra og tengt því full- komna í mannsálinni. Hans styrkur var ekki efnislegur heldur andlegur þannig að það er fráleitt að tengja minn- ingu hans óhófi, hégóma og lúxus. 30 VIKAN 24. TBL, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.