Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 12

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 12
TRYGGINGAR Hún situr í stjórn stuðnings- og sjálfshjálparhóps hálshnykkssjúklinga. Tvisvar sinnum hefur hún lent í bílslysi, en hún hlaut háls- og bakmeiðsli í bæði skiptin, og að undanförnu hefur hún staöið í stappi við tryggingafélögin Sjóvá - Almennar tryggingar hf og vátryggingafélagið Ábyrgö hf. TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UOSM.: BRAGI ÞOR JOSEFSSON Ekki er laust viö beiskju í rödd Ingunnar Gísla- dóttur sjúkraliða þegar hún segir sögu sína. í sept- ember 1988, þegar hún var nítján ára, lenti hún í fyrra bílslysinu og í kjölfarið hlaut hún sjóntrufianir. Seinna slysið varð í desember síð- astliðnum. í bæði skiptin var um að ræða aftanákeyrslu, Ingunn var í rétti og í báðum tilvikunum voru bílstjórarnir atvinnubílstjórar. „Bílstjórarn- ir, sem voru á vörubíl og sendibíl, voru í það stórum bílum að það kom ekkert fyr- ir þá. Eftir fyrra slysið var ég bæði í skóla og útivinnandi og var vinnufær í einhvern tíma. Smám saman fór bak- ið versnandi þar til ég varð alveg óvinnufær vorið 1991. Ári seinna var gerð brjósk- losaðgerð á bakinu. Þetta hefur ekki gengið nógu vel en í bakinu hefur komið fram slit og hrörnun. Frá því ég lenti í seinna slysinu hef ég verið mjög slæm og er ég búin að vera í sjúkraþjálfun og á verkjalyfjum. Ég er allt- af með verki í hálsi og baki sem leiða niður í fætur. Ég hef verið í rannsóknum og er verið að athuga hvort los hafi komið í liðina í mjóbak- inu. Ef svo er, fer ég líkleg- ast í aðgerð, losna við verk- ina og þá get ég farið að vinna aftur.“ Segja má aö óheppnin elti Ingunni og fjölskyldu hennar. Eiginmaðurinn, Dan Som- mer, lenti i bílslysinu með henni árið 1988 auk þess sem hann lenti í bílslysi f mars á síðasta ári þegar leigubílstjóri keyrði í veg fyrir hann. Hann var óvinnufær um tíma vegna háls- og bak- meiðsla en átti að fara að vinna í desember þegar hann lenti í bílslysinu með Ingunni en þá hlaut hann hálshnykk. „Eftir seinna bíl- slysið á siðasta ári versnaði hann en núna er hann farinn að vinna hálfan daginn. Það fer eftir því hvort okkar er betra hverju sinni hvort sér um tveggja ára son okkar sem lenti líka í bílslysinu í desember. Hann fékk verki í hálsinn og var órólegur í hálfan mánuð." „VILJA HELST EKKI BORGA" í janúar síðastliðnum var stofnaöur stuðnings- og sjálfshjálparhópur fólks sem hlotið hefur hálsáverka og er Ingunn í stjórn hans. Áhersla er lögð á fræðslu, fyrirlestra og stuðning og hafa á milli sjötíu og áttatíu manns mætt á fundi. „Margt af þessu fólki er óvinnufært, það veit ekk- ert um réttindi sín eða hvert það á að snúa sér. Margir læknar láta í það skína að það sé bótafíklar og móður- sjúkt. Svo eru sumir lögfræð- ingar ekki nógu duglegir að vinna í málunum. Einn fé- lagsmeðlimur var búinn að vera lengi með sitt mál í gangi og það var aldrei neitt að gerast í því. Við höfðum samband við annan lögfræð- ing fyrir hann þannig aö núna er málið komið í fullan gang.“ I fyrirlestri á vegum félags- ins, sem Torfi Magnússon læknir hélt, kom fram að 30% hálshnykkssjúklinga næöu sér alveg, 50% væru 1 2 VIKAN 7. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.