Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 32

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 32
ÞJONUSTA Júlía aö störfum í Samskipta- miöstöö heyrnar- lausra meö undratækið fyrir framan sig sem gerir heyrna- lausum kleift aö nýta sér síma- tæknina. HEYRNARIAUSA TEXTI: HEIMIR VIÐARSSON/UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON fólk getur þó hlustað en sá hópur er einnig til sem getur á engan hátt notfært sér símann, þ.e.a.s. heyrnar- lausir. Hvernig er símamálum heyrnarlausra háttað? Þar sem ég er meira en lítið for- vitinn að eðlisfari fannst mór ég verða að kanna það. Ég fór því niður i Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og hitti Júlíu Hreins- dóttur, sem er tákn- málskennari við Há- skóla íslands, til að fá einverjar upplýs- ingar um þessi mál. Hvernig fara heyrnarlausir að í sambandi við síma, ekki keyra þeir með öll skilaboð sem þeir þurfa að koma á framfæri? „Nei, nei, við not- um textasíma, nokkurs kon- ar ritvél sem við leggjum símtólið á og skrifum svo það sem segja þarf.“ Verður þá að hafa texta- síma á báðum endum. Er ekki hægt að tala í annan þá í Ókey, ég hringi kvöld, bæjó!“ Þetta er ein af al- gengari kveðjum í nútíma- þjóðfélagi. Síminn gegnir sí- fellt stærra hlutverki í hinu daglega lífi fólks og mörgum finnst þeir svo mikilvægir að þeir geta ekki farið út að Þannig má lesa textann á skjá síma- tækisins. ganga með hundinn án þess að hafa með sér síma. En til er fólk sem getur ekki notað hefðbundinn tal- síma, t.d. þeir sem hafa fengið heilablóðfall og eiga því erfitt með að tjá sig. Slíkt endann og fá það skrifað hinum megin, og öfugt? „Jú, þú verður að hafa tvo textasíma til að geta talað beint. En það er líka hægt að hringja í textasímamið- stöð í 588-7322 hjá Pósti og síma til að tala við „texta- símalausa*1. Þar er opið allan sólarhringinn." Þannig að heyrnarlausir geta hringt á leigubíl eða á hjálp ef eitthvað kemur upp á í gegnum miðstöðina? „Já, meðal annars. En annars erum við að bfða eftir nýjum símum. Þessir, sem við notum núna, eru löngu úreltir, eru t.d. ekki með ís- lenskum stöfum og mjög ófullkomnir í alla staði.“ Hún hringdi eitt símtal til að sýna mér hvað þessir textasímar gætu, eða gætu ekki. Lyklaborðið var mjög lítið, tölur fengust með því að ýta á skiptihnappinn og einhvern staf í efstu röð, t.d. var „3“ skipti-„e“ o.s.frv. Ekki voru nein „raddbrigði" eins og í ráðstefnusvæðum í gagnabönkum. En það vakti athygli mína að hún skrifaði álltaf „ga“ þegar hún var búin að segja það sem segja þurfti. „Þetta eru amerískir símar og ég er að gefa orðið frá mór; „go ahead“.“ Hvernig eru þessir nýju símar? „Þetta eru ekki eiginlegir símar heldur norskt tölvu- forrit sem Póstur og sími hefur þýtt. Skjánum er skipt í tvennt, minn hluta og hluta viðmælandans, þ.e. að „ga“ verður ekki notað, báðir aðil- ar geta talað í einu, gripið fram í, skotið inn í og ég veit ekki hvað og hvað.“ Og verður það mikil breyt- ing frá því sem nú er? „Já, mjög mikil. í forritinu eru símsvari og fax og ef maður er að vinna á tölvunni þegar hringt er í mann byrjar allt að blikka þannig að tölv- an er ekki föst í símahlut- verkinu." Þannig að hver sem á tölvu getur fengið forritið? „Allir sem vilja, já. En það er bara til fyrir PC-tölvur, DOS nægir, það er ekki bundið við Windows." Er þetta ShareWare eða FreeWare forrit eða er ætl- ast til að maður kaupi það? „Allir, sem vilja, geta feng- ið það án endurgjalds. Ætli það sé þá ekki FreeWare." Hvað er það stórt? „Ég er ekki alveg viss en það kemst á einn diskling.11 En eru símarnir bundnir við eitthvað svæði eða getur maður hringt hvert sem er? „Þú getur hringt hvert sem er, innanlands og erlendis, ef viðtakandinn er með sams konar forrit. Bankar og fleiri fyrirtæki fá forritið svo við munum geta talað beint við þau, án þess að þurfa að hringja í textasímamiðstöð- ina.“ Þetta forrit mun koma til með að bæta öll samskipti ykkar sem eru heyrnarlaus? „Já, þetta verður mun betra. Ekkert sambærilegt við það sem nú er.“ Ég þakkaði Júlíu fyrir að svala forvitni minni en áttaði mig um leið á því að ég hafði gleymt einni spurningu: Nú þegar allir, eða flestir, heyrn- arlausir verða komnir með heimilistölvu og mótald, opn- ast þá ekki aðrein inn á „upp- lýsingahraðbrautina" marg- frægu? Þeirri spurningu verða þeir, sem á henni eru, að svara sjálfir. □ 32 VIKAN 7. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.