Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 39

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 39
aö bæta upp vökvatapið, en einnig aðrir tærir vökvar svo sem eplasafi, seyði eða kjöt- kraftur. Það er f lagi að neyta gosdrykkja, en þó að því til- skildu að allt gos sé úr þeim segir, Vincent F. Garagusi, prófessor í læknisfræði og örverufræöi og forstöðumað- ur deildar við sjúkrahús Georgetown háskóla í Washington D.C., þar sem smitsjúkdómar eru til með- ferðar. Að öðrum kosti getur gosið ert magann enn frekar. Kóka kóla, sem gosið er far- ið úr, býr yfir eins konar aukavinningi, þvf drykkurinn stuðlar að því að róa mag- ann. Ekki er enn vitað hvað veldur þessu. Garagusi læknir segir að auðvelt sé að losna við gos- ið í gosdrykkjum í snatri með því að hella drykknum fram og til baka á milli tveggja glasa. Drekktu rólega og litla sopa í einu. Ef þú reynir að svelgja of mikið í einum sopa getur það haft í för með sér aö þú verðir að kasta upp, segir Garagusi. Prófaðu flensublöndu. Þegar þú kastar upp eða ert með niðurgang er hætt við aö skortur verði á málmjón- um, svo sem kalíum- og natríumjónum og glúkósa. Þú getur bætt þau upp með því að sötra salt- og sykur- blöndu á borð við Gatorade eða Semper, segir Lynne Mofenson, aðstoðardeildar- stjóri rannsóknasviðs hjá Bandarísku heilbrigðisstofn- uninni. Eða prófaðu þessa uppskrift gegn uppþornun: Blandaðu saman ávaxtasafa til að fá kalíum, hálfri teskeið af hunangi eða sírópi gerðu úr maíssterkju til að fá glúk- ósa og ögn af borðsalti (natríumklóríði). Sparaðu sýrubindandi lyf fyrir brjóstsviðann. Sýrubindandi lyf geta dregið úr sýrunni í maganum og dregið úr vörnum þínum gegn sýklum. „Það er hugs- anlegt," segir Mofenson, „að bakteríum gæti fjölgað margfalt og hraðar ef þú not- ar sýrubindandi lyf.“ Láttu batann hafa sinn gang. Líkami þinn er að reyna að hreinsa út eitruð efnasambönd, segir Daniel Rodrigue læknir, faraldurs- fræðingur við Miðstöð smit- sjúkdómaeftirlitsins í Atlanta í Georgíu. „í sumum tilvikum getur inntaka lyfja gegn nið- urgangi (s.s. Imodium eða Lomotil) truflað getu líkam- ans til að sigrast á smitinu." Þess vegna skaltu ekki nota þau en láta líkamann um verkið. Ef þú telur nauðsyn- legt að nota einhver lyf skaltu bera það undir lækni þinn. Framkallaðu ekki upp- köst. Láttu orðið eitrun ekki hræða þig og hvetja þig til að stinga fingri niður í kok, segir Bonnie Dean, aðstoð- ar- forstjóri Eiturefnaeftirlits Barnaspítala Pittsburgh, Pennsylvaníu. „Þess gerist hreinlega engin þörf.“ Mjúkur undir tönn. Venjulega líða nokkrar klukkustundir frá því að velgjan og niðurgangurinn hefst þar til þú verður aftur reiðubúin/n að neyta „góðs“ matar. En farðu þér hægt. Maginn hefur orðið fyrir „árás“; hann er veikburða og ergilegur. „Byrjaðu á mat sem er auðvelt að melta,“ segir Mofenson. Reyndu kornmeti, búðinga, sódakex eða seyði. Forðastu trefjarík- an mat, mat sem er mikið kryddaður, sem er sýru- myndandi, með mikilli fitu, sykraður eða mjólkurafurðir sem geta ert magann enn meira. Farðu eftir þessum ráðum um mataræði í einn eða tvo daga; þá verður maginn að öllum líkindum reiðubúinn til venjubundinn- ar neyslu matar. SÉRFRÆÐILEGIR RÁÐUNAUTAR Bonnie Dean, aðstoðar- forstjóri Eiturefnaeftirlits Barnaspítala Pittsburgh í Pennsylvaníu. Vincent F. Garagusi, prófessor í læknisfræði og örverufræði við smitsjúk- dómadeild Georgetown há- skólasjúkrahússins í Wash- ington D.C. Lynne Mofenson, læknir, aðstoðarforstjóri rannsókn- arsviðs National Insitute of Health stofnunarinnar. Hún var áður aðstoðaryfirmaður Smitsjúkdóma- og eftirlits- deildar hjá ríkislækni Mas- sachusetts ríkis. Daniel Rodrigue, læknir faraldursfræöingur vi£ garnasjúkdómadeild Smit sjúkdómamiðstöðvarinnar og eftirlitsdeildar hennar Atlanta í Georgíu. C magnara. TÓNAFLÓÐ TEXTI: OLAFUR SIGURÐSSON Það dettur stundum í mann að grípa í eina gamla, góða plötu til að setja á fóninn, rifja upp gamla stuðið og aðra væmni. En þegar rispurnar fara að yfirgnæfa gítarsólóin verður þetta ekkert gaman lengur og gamla stuðplatan fer aftur á sinn stað. Kannski kominn tími til að losna við hana og aðrar álíka í Kola- portið. Það er þó til önnur og betri lausn sem er vel þess virði að skoða. Það má nefnilega fá flesta gömlu gullmolana á geisladiskum í betri útgáfu og ódýrari en vinýlplatan dostaði „i den“! Það var því heilmikil upplifun að skoða hvað fæst hjá honum Pétri Kristjánssyni poppara í versl- un hans Tónaflóð. Þar var að finna gullaldardjass, perlur frá vinsælum söngleikjum, gamalt popp, kántrý og ýmsa titla sem jafnan fást ekki í stóru plötubúðunum. Þetta er því einskonar jaðar- efni sem fæst hjá Pétri á fínu verði. Söngleikir hafa notið mik- illa vinsælda undanfarið. Því var mælt með safndiski með vinsælum sönglögum með „Dudu“ Fisher, ísraelskum söngvara sem er að gera garðinn frægan í Evrópu og víðar þessa dagana. Það er ómögulegt fyrir óvita í tónlist að ætla sér að dæma sönginn eða tónlistar- flutninginn en hitt er víst aö þetta var þrælgóður diskur með flottum lögum. Það, sem kom helst á óvart, var að upptakan er f Dolby Sur- round. Lengi var búið að leita að svona diski og þarna var hann kominn. Þónokkuð af tónlist er tek- in upp þannig aö hún getur hljómað vel í heimabíókerfi, sem byggist upp á magnara með „Dolby Pro-Logic“ hljóð- kerfi og er notað ásamt 5 há- tölurum þar sem bakgrunns- hljóð, eins og klapp og berg- mál úr sal, heyrist aftast en mesti hluti söngsins fer í sér- stakan miðjuhátalara. Þetta þýðir einfaldlega að það er eins og maður sé á staðnum - í miðjum salnum að hlusta á „Dudu“ Fisher. „Meiriháttar sánd,“ sögðu krakkarnir heima, „. . .hækkaðu“l! Þeir eru orðnir þónokkrir, sem eiga svona magnara, en því miður er allt of lítið gert af því að kynna tónlist mpn Í! | TIIELOMIOX SV.MPIIONVOIK’IIKSTHA coikIiicIimIIiv m\ \\ KISS I Jj'.l antl í | Duvid'Oudu’ Fislier 1 nifludiiiy jSj rir<>|ru tim«U- I I »-.s4rs.«. vú-.kuw*. | D”*4* '-f ý-.uir.«f>i Aflwawf iutiiie hp.\shm.i.i fyrir svona hljóðkerfi og disk- arnir eru ekki merktir „Dolby- Surround“ eða „Dolby Ster- eo“. Líklegast vegna þess að þá þarf að borga Dolby fyrirtækinu gjöld fyrir og þá kosta diskarnir meira. Þetta er því ennþá mest notað fyrir myndböndin af leigunni. Sumir segja að stór hluti tónlistar verði f framtíðinni tekinn upp á þennan hátt. Þar með náist betur hinn hreini hljómur, það er að upptakan skilar sér í hljóm- tækin eins nálægt uppruna- legum hljóm og hægt er. Á þessu lumaði hann Pét- ur í Tónaflóði. Ætli hann hafi nokkuð vitað af þessu? Hvað um það, það verður meira gramsað hjá honum á næstunni. □ Sígild sönglög í nýrri út- gáfu með „Dudu“ Fisher. Á góöu veröi hjá Tóna- flóói og í „Dolby- Surround" fyrir þá sem eiga heimabió- mmmmmm OPERYNT.VRS r V y/ '( )////«’'// SIH(j®0flDWf1í Uiwwntcs*np trom *'mc,*tthc »vrW* tvtf knnlst:tfx sfums tnchtJmjt WKST Sini: STORY, MY FAIR LADY, I’ORGY&BESS.CATS Rciuu XvHU' CMiHiilraurc McIjiuc lk-llij.it Ruimi Y;iii;j> TONLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.