Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 29

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 29
henni jafnframt fastri. En nú leit hún til mín og spurði drafandi og hrifningarlaust: - Er nýi barinn hérna? - Nei, við ökum smáspöl í viðbót. Hún svaraði engu en sneri sér frá mér og hélt áfram að stara. Ég hafði dálítið af fötum handa Gunnel meðferðis. Síðbuxur, peysu, regnkápu og skó. Ég sagði henni að fara í þetta. Fyrst skildi hún það ekki en hlýddi þegar ég sagði að þetta væri sam- kvæmt skipun klúbbstjórans. Nú þurfti að hugsa út framhald áætlunarinnar. Fyrst datt mér í hug að aka beina leið út á flugvöll. Þaðan gæt- um við Gunnel tekið flugvél úr landinu. Hvert skipti minna máli. En svo sá ég að á þessu voru ýmsir meinbugir. í fyrsta lagi vissi ég ekki einu sinni hvort nokkur flugvöllur var nálægt Alexandríu! í öðru lagi: Ef svo var yrðu Arab- arnir frá Bengasí-bar áreið- anlega á verði þar. Svo að ég tók í staðinn stefnu á Ka- író. Þar vissi ég að flugvöllur var. Klukkan var nú hálfellefu að kvöldi. Ég myndi komast til Karíó á tveimur tímum. Þegar við komum á þjóð- veginn utan við Alexandríu fór Gunnel að mótmæla. Nú fyrst var hún farin að skilja að ég hafði logið að henni. - Nei! Nei! æpti hún. - Slepptu mér! Ég vil fara aftur á barinn. - Vertu róleg, sagði ég. - Þú laugst að mér, vein- aði hún. Síðan fór hún að klóra mig og berja. Ég sá að ég kæm- ist aldrei til Kaíró ef hún héldi svona áfram. Ég ók þó áfram kílómetra spöl þótt Gunnel berðist um og hljóð- aði. Þá komum við að bar. Ég stöðvaði bílinn, tók Gunnel föstu taki við hönd mér, gekk inn og keypti flösku af viskíi. Ég þorði ekki að skilja Gunnel eftir í bíln- um - þá hefði hún rokið á brott meðan ég var að kaupa flöskuna. Við settumst aftur inn og ég hellti í hana væn- um sopa. Hún vildi ekki meira en ég neyddi í hana töluverðu í viðbót. Annað ráð hafði ég ekki til að róa hana. Eftir þetta gekk ferðin til Kaíró vel. Jafnskjótt og Gunnel fór að láta ófriðlega bætti ég á hana viskí. Við komum á Kaíróflugvöll stundarfjórðung yfir eitt um nóttina. Við upplýsingaborð- ið var mér sagt að fyrsta flugvél úr landi færi til Rómar klukkan tvö. Það hentaði mér prýðilega. Ég keypti tvo miða. Gunnel sat hálfsofandi á bekk meðan við biðum. Hún var dauðuppgefin af eiturlyfj- um, áfengi og þreytu. Sumt af farangri okkar Gunnelar var í Kaíró, annað í Alexandríu. En það skipti minnstu máli. Við höfðum ígangsklæði og ég peninga, svo að við vorum sæmilega sjálfbjarga. Allt í einu datt mér í hug bíllinn sem ég hafði leigt i Al- exandríu. Hvað átti ég að gera við hann? Það var ekki um margt að velja. Ég tók umslag, stakk í það bíllykl- unum og skrifaði nafn bíla- leigunnar utan á. Síðan fékk ég stúlkunni við upplýsinga- borðið umslagið og sagði henni að bíllinn væri fyrir ut- an. Hún varð dálítið undr- andi en gerði engar athuga- semdir. Ég hafði borgað leig- una fyrir bílinn fyrir fram svo að. . . Rétt fyrir tvö var kallað í hátalarana og farþegar beðnir að fara um borð í flugvélina. Gunnel gat ekki gengið svo að ég bað eina flugfreyjuna um aðstoð. Við hjálpuðumst að því að koma henni um borð. Eftir klukkutíma flug varð Gunnel ákaflega taugaóstyrk, hendur hennar skulfu og hún bað um sprautu. Hún var enn ölvuð en eiturlyfjaáhrifin voru greinilega byrjuð að dvína. Eftir klukkustund f viðbót var hún orðin alveg tryllt. Hún hljóðaði og barðist um. Flug- freyjurnar fóru með hana inn í sjúkraklefa flugvélarinnar og gáfu henni róandi sprautu. Þar lá hún allt þar til er við komum til Rómar. Henni skánaði mikið með- an við biðum á flugvellinum við Róm. Stundum varð hún þó óróleg og varð ég þá að neyða ofan í hana viskíi. Frá Róm tókum við flugvél heim til Svíþjóðar þar sem við fengum tækifæri til að jafna okkur eftir ævintýrin hræðilegu. Fyrir það höfðum við fulla þörf - sérstaklega Gunnel. □ RÁÐLEGGINGAR BAKARANS 1. Þegar þú ætlar að baka tertubotna er best að öll efnin, sem í þá eiga að fara, séu við stofuhita. 2. Bakið tertubotnana dag- inn áður en þið ætlið að nota þá. Þá á að vera auðveldara að skera tert- una. 3. Kaupið rjómann daginn áður en þið ætlið að nota hann. Geymið hann í kæliskápnum þar til þið þeytið hann. Best er að frysta tertur í pappakössum eða undir tertuhjálmum. Tertur með smjörkremi eða rjóma ætti ekki að geyma lengur en einn mánuð í frysti. Best er að geyma smjör- deigsbotna óskreytta. Best er að reikna með að það taki tvo til þrjá klukku- tíma að þíða brauð eða tert- ur sem hafa verið í frysti. . 4. Kælið skál og þeytara áð- ur en þið byrjið að þeyta rjómann. Þá gengur verk- ið betur og rjóminn verður léttari og meiri en ella. 5. Geymið kökurnar í ís- skápnum eða á vel köld- um stað þegar búið er að skreyta þær. 6. Stingið hnífnum í volgt vatn áður en farið er að skera tertuna. Þá skerst hún betur. 7. Ef þið hafið flatt út marsípan, t.d. á marsíp- antertu, er best að vefja það upp á kökukeflið þangað til það er sett á tertuna. Þannig geymist það best. 8. Geymið aldrei tertur með mat sem gefur frá sér sterka lykt. Það skemmir bragðið af tertunni. BAKIÐ OG FRYSTIÐ GEYMSLA Á BRAUÐI 1. Geymið brauð í hreinum, þurrum boxum eða vel lokuðum plastpokum. Tertur, sem eru búnar til úr svampbotnum með möndlu- massa og marengs, má gjarnan frysta eftir að þær hafa verið skreyttar. Skreyt- ingin má vera smjörkrem, marsípan, sulta og annað krem. Tertur, skreyttar með rjóma, er líka auðvelt að frysta en rjóminn verður þó stundum dálítið harður og kornóttur þegar hann þiðnar. Þetta á sérstaklega við ef kökurnar hafa verið lengi í frysti. 2. Geymið aldrei saman nýbakað brauð og gam- alt. 3. Geymið hverja tegund út af fyrir sig. 4. Best er að geyma brauð við stofuhita. Eigi að geyma það lengi er rétt að frysta það. 5. Það er hægt að frysta allt brauð en hveitibrauð eða matbrauð, sem bakað er með lyftidufti, er alltaf best nýbakað. 7. TBL. 1995 VIKAN 29 HÚSRÁÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.