Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 25

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 25
myndir af hálfnöktum stúlk- um og skilti með áletruðum hvatningarorðum um að líta inn og horfa á kabarettinn. Ég ýtti upp rauðmálaðri hurðinni og kom inn i lítinn forsal. Engin manneskja gaf sig fram svo að greinilega var hér ekki krafist aðgangs- eyris. En verðið á veitingum og þjónustu var áreiðanlega að sama skapi hærra. Frá barnum heyrðist lágvær tón- list og þangað gekk ég. Rauðleitt Ijósið var dauft. Reykelsisilmur kitlaði nasirn- ar. Barborðið var til hægri en til vinstri löng röð smáklefa eða bása með tjöldum fyrir. í miðju herberginu voru stólar og borð og innst í því lítið sýningarsvið. Gestir voru fáir þessa stundina. Nokkrir karlmenn sátu við borðin og þrír þjónar hímdu innan við barborðið. Þar að auki voru þarna fjórar stúlkur, sveipaðar slæðum, sem trítluðu um meðal gest- anna. Gunnel sá ég hvergi svo að ég settist við bar- borðið og pantaði kaffibolla. Gunnel hlaut að koma í Ijós fyrr eða síðar. Að nokkrum mínútum liðn- um voru tjöld dregin frá ein- um básnum. Og fram kom Gunnel! Hún var sveipuð slæðum líkt og hinar stúlk- urnar. Ásamt henni kom fram úr básnum karlmaður sem glotti hæstánægður. Ég skildi undireins hvernig í öllu lá. Gunnel hafði verið gerð að vændiskonu. Hóru! Ég trúði naumast eigin augum. Fylgdarmaður hennar - sem áreiðanlega hafði ný- legið hana - borgaði einum þjónanna og fór. Ég stóð upp, gekk til Gunnelar og ávarpaði hana. Fyrst virtist hún ekki þekkja mig en svo svaraði hún gleðilaust: - Jæja? Ert það þú? Hún var eins og vél, nema hvað vélar tala ekki. Röddin var drafandi og líflaus. Augu hennar voru myrk og auga- steinarnir óeðlilega stórir. Hún var greinilega undir sterkum eiturlyfjaáhrifum! Við settumst við borð og ég bað hana koma með mér. - Nei, Göran, svaraði hún hægt. - Ég vil vera kyrr hér. Hef það alveg prýðilegt. - Já, en Gunnel! sagði ég. - Þeir hafa gefið þér eiturlyf! - Það held ég nú! Augu hennar Ijómuðu. - Þeir neyddu í mig fyrstu sprautunni á barnum í Kaíró. Ég skil nú ekki hvers vegna ég barðist á móti þá. Síðan sögðu þeir mér að skrifa þér og óku mér svo hingað í lok- uðum bíl, held ég. Nei, hér vil ég vera! Þetta var greinilega ekki til neins. Hún lifði í eigin heimi sem ég hafði engan aðgang að. En vildi hún ekki koma með mér varð ég að taka hana á brott með valdi. Á bar sem þessum yrði hún á skömmum tíma að niður- brotnu rekaldi sem vonlaust yrði að bjarga. Fyrst gekk ég til eins þjónsins og borgaði kaffið. Það kostaði fimmtíu pjastra - rúmlega hundrað krónur! Síðan tók ég um handlegg Gunnelar og lagði af stað með hana út. Þegar hún sá hvert ég stefndi hreyfði hún mótmælum. Þjónarnir komu á vettvang eins og eldingar og þrifu til mín. Allir voru þeir stórir og sterkir svo vonlaust var að reyna að verjast. Þeir hrintu mér út á götuna og sögðu mér að hypja mig. Eitt var mér ijóst. Ég varð að ná Gunnel úr nætur- klúbbnum. En hvernig? Fyrst leitaði ég til lögreglunnar. Þegar ég hafði skýrt málið fyrir þeim lofaði lögreglufull- trúi einn að taka það til at- hugunar. Hann kvaddi lög- regluþjón til fylgdar sér og svo fórum við allir þrír í klúbbinn. Þegar við komum þangað gerði fulltrúinn boð fyrir yfir- mann staðarins. Þjónarnir gláptu illskulega á mig. Okk- ur var visað inn á skrifstofu klúbbstjórans, lítið herbergi á sama gangi og salernin. Stjórinn lagði fram vegabréf Gunnelar og atvinnuleyfi og lögreglufulltrúinn skoðaði hvort tveggja. - Já, sagði hann. - Pappír- arnir virðast vera í lagi. Nú vil ég tala við stúlkuna. Það var hryllilegt að sjá hana svo breytta. Hún var ekki lengur sú Gunnel er verið hafði stúlkan mín. Hún var viljalaust verkfæri - amb- átt á valdi samviskulausra ill- menna. Arabarnir ætluðu að nota hana eins lengi og hún entist og auðvelt var að geta sér til hver örlög biðu hennar að því loknu. Lögreglufulltrúinn spurði hvort henni líkaði starfið vel og hvort hún vildi gegna því áfram. Hún svaraði drafandi: - Sure! I enjoy it. - Well, in that case. . . Jæja, fyrst það er þannig. . . Ég var að missa stjórn á mér af reiði og örvæntingu. - En, drottinn minn góður, sagði ég. - Sjáið þið ekki að hún er undir áhrifum eitur- lyfja? Skiljið þið ekki að þeir hafa gefið henni sprautur? Ég fann tárin streyma fram. Lögregluþjónninn greip stúlkuna ekki framar. Er það skilið? - Já, en, fjandinn hafi það. . . mótmælti ég. - Burt með yður og komið ekki hingað aftur! Is that clear enough? Ég neyddist til að láta und- an til að lenda ekki í illindum við lögregluna. Þegar ég kom út úr nætur- klúbbnum var ég reiður, ör- væntingarfullur og ráðalaus. ■ Ad nokkrum mínútum liðn- um voru tjöldin dregin frá einum básnum. Og fram kom Gunnel! Hún var sveipuð slæðum líkt og hinar stúlk- urnar. Ásamt henni kom fram úr básnum karlmaður, sem glotti hæstánsegður. mig traustataki. Lögreglufull- trúinn hélt áfram: - Listen to this, miss. Ef þér viljið yfirgefa barinn ásamt manninum hérna þá hjálpum við yður. - Nei, nei! æpti Gunnel. - Látið mig vera! Þetta skar greinilega úr um málið. Lögreglufulltrúinn hvessti á mig augun og sagði: - Nú hypjið þér yður á brott héðan! Þér ónáðið Ég fékk mér herbergi á hóteli og lagðist út af í rúmið til að hugsa málið. Ég varð að finna einhverja lausn. Lík- lega væri til einskis að fara til ræðismanns Svía í borg- inni. Fyrst lögreglan gat ekk- ert gert, þá. . . Að lokum sofnaði ég út frá mínum dap- urlegu hugsunum. Næsta morgun lá ég lengi fram eftir. Ég var að búa til áætlun. Þegar ég hafði hugsað hana út í smáatrið- 7. TBL. 1995 VIKAN 25 SÖNN FRÁSÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.