Vikan


Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 19

Vikan - 20.07.1995, Blaðsíða 19
stjóri kvenréttindadeildar Human Rights Watch. „Ann- ars flokks staða kvenna um heiminn gerir þær kjörin fórnarlömb ofbeldis og gerir þær ófærar um að stöðva það. Ef enginn sér neitt at- hugavert við barsmíðarnar, þá sér enginn ástæðu til að hindra þær. Það er þess vegna að brasilískir menn, sem berja konur sínar til dauða, geta haldið því fram óáreittir að þeir hafi gert það vegna þess að blettur var fallinn á mannorð þeirra." í Bandaríkjunum eru eigin- konumorð ekki óalgengari en svo að tíu konur eru myrt- ar af mönnum sínum á degi hverjum. Fimmtándu hverja sekúndu er kona barin í Banda- ríkjunum og konu er nauðgað sjöttu hverja mínútu. Sam- kvæmt þarlendri rík- isstjórnarskýrslu, munu 98% nauðgar- anna hvorki verða dæmdir né fangels- aðir. Meira en helm- ingur allra kvenna sem myrtar eru í ísrael, Kanada, Brasilíu og Nýju Gín- eu, eru myrtar af nú- verandi eða fyrrver- andi maka. Ofbeldi og mis- munun hefst við fæð- ingu meybarns í mörgum þjóðlöndum. Fæð- ingu sveinbarns er fagnað, fæðing telpu er syrgð. Meðal múslíma hefur komið fyrir að Ijósmæður fara af vettvangi um leið og rennur upp fyrir þeim að barnið, sem þær eru að hjálpa inn í heiminn, sé af „röngu“ kyni. Eigin- menn skammast sín, konur finna til sektarkenndar og fjölskyldur og vinir hvísla samúðarorð í stað þess að koma með gjafir. Ali kona múslíma ekki manni sínum son, má hún búast við því að hann skilji við hana fljótlega eða taki sér aðra konu en múslímar mega eiga þær fjórar. Svo finnast þau lönd þar sem mismunun og ofbeldi gegn konum hefjast fyrir fæðingu. Kínverska rfkis- stjórnin gengur mjög hart eftir því að aðeins fæðist eitt barn í hveri fjölskyldu, svo hart að jafnvel er hægt að neyða konu í fóstureyðingu, komna sjö mánuði á leið með sitt annað barn. í Kína er algengt að drekkja meybörnum. Á Indlandi finnst sónar jafnvel í fátækasta þorpi, svo hægt sé að gera sér grein fyrir kyni fósturs. Meybörnum er oft eytt. í Pakistan er einnig al- gengt að nýfæddar telp- ur séu myrtar við fæð- ingu. í tölum er þarna um að ræða 77 milljónir smátelpna sem ættu að vera til en eru það ekki. í Kína eru nú þrír menn á móti hverjum tveimur konum yfir fimm- tán ára. Annar iðnaður hefur því þróast - brúð- að Gabríella Wilders, 27 ára, var misnotuö kynferðislega af stjúp- fööur sínum. arrán. Stúlkurnar eru frá þrettán ára og eru seldar fyrir 1.000 til 5.000 krón- ur. í flestum tilvikum er stúlkunum nauðgað af mannræningjunum áður en þær eru seldar, til hræða þær til hlýðni. í Kína, Indlandi, löndum múslíma og hlutum Mexíkó, er enn komið á hjónabönd- um. Konan hefur lagalegan rétt til þess að hafna ráða- hagnum en notar hann sjald- an á skilvirkan hátt. Á Ind- landi, þar sem trúlofa má barn við fæðingu og gifta það meðan það er ennþá hnokki, hefur réttur til sam- þykkis að sjálfsögðu enga lagalega þýðingu. Ungar stúlkur og konur sem mót- mæla maka sínum mega bú- ast við því að vera barðar til hlýðni og refsiaðgerðir fjöl- skyldu geta verið grimmdar- legar. Hauwa Abubaker var níu ára þegar foreldrar hennar giftu hana manni sem gat „And-íslömsk“ skrif Taslimu Nasrin leiddu til morðhótana. verið afi hennar. Litla Níger- íutelpan hljópst þrisvar á brott frá honum og ( hvert skipti sendu foreldrarnir hana til baka vegna þess að búið var að greiða brúðarverðið. Loks hjó eiginmaður hennar af henni fæt- urna til þess að stöðva flóttatilraunirn- ar. Hauwa lést af sár- um sínum. Maður hennar var ekki sóttur til saka, vegna þess að samkvæmt lögun- um var níu ára eigin- konan hans eign og hann mátti gera við hana það sem honum sýndist. í sumum löndum virðist meðferðin á konum ekki standast með hliðsjón af stærra pólitísku samhengi. f Pakistan er til að mynda kvenforsætisráðherra og þó eru konur þar oft brenndar til bana af fjöl- skyldum eiginmanna sinna vegna þess að heimanmundar þeirra þykja léttvægir. í írak er ekki langt síðan Saddam Hussein kom fram í sjón- varpi og tilkynnti að lög- um samkvæmt mættu menn drepa kvenkyns ættingja sem staðinn væri að verki eða grun- aður um „óþekkt“ - rósa- mál fyrir framhjáhald. í Rússlandi var jafn- rétti kynjanna prédikað áratugum saman en í dag er konum sagt að vilji þær starfa innan einkageirans verði þær sjálfar að vera hluti af starfsfríðindunum. í þar- lendum auglýsingum er sóst eftir kvenumsækj- anda, ekki eldri en 25 ára, Ijóshærðri og sem á að vera tilbúin að vera sveigjanleg. í viðtölum mega konur vænta þess að vera beðnar að hneþpa frá blússunni eða lyfta pilsinu og þeim er tilkynnt að ætlast sé til þess að þær séu kyn- ferðislega til reiðu fyrir yfirmenn sína. Árið 1992 voru giftar konur með 41% af at- vinnutekjum karla. Við erum líka undirmanna- ðar á Alþingi. Af 10 ráð- herrum er aðeins ein kona og 25% þingmanna eru konur - smánarlegt hlut- fall miðað við Svíþjóð þar sem 41% þingsins eru konur. Fjöldi bosnískra kvenna hefur verió nauógaö í flóttamannabúóum Serba. 7. TBL. 1995 VIKAN 19 JAFNRETTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.