Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 14
Lífsreynslusaga ?ilaþvegin af 'sem sitw^iia mér, hefur fáum -*/• C1 ~M 1/1 1 / 1/1/1 lafi verið í Krossinum þegar hún / m. # f/ ij j^J l/ M l/ %/*/ M t l/ Það kemur á óvart að hún á alls neð að rifja upp þau tvö ár sem -finnst ég hafa verið enn eitt fórnarlambið - íomur þar og afog til þagnar hún sandi á yngri son sinn, 7 mánaða. \ki útskýrt hvers vegna hún hefur )essu tímabíli leyndu, jafnvel fyrir |og samstarfsfólki. Eftir langa um- lhún ákvörðun um að segja frá - undir nafnleynd - því hún hafi irossinn að athuga og telji nauð- 'ihver tali hreint út. Einhvern veg- nlfinninguna að hún vilji ekki síst ]sínum til forráðamanna Krossins rtrúarsöfnuða: ?orum alltaf Isaman þrjú, v i n i r n i r . Súnríílega höfum við laðast hvert að öðru í skólanum, því heima hjá okkur öllum voru erfiðleikar. Heimilin voru í upplausn; á tveimur þeirra var skilnaður í aðsigi og alkóhólismi á einu. Við vorum frekar óhamingju- samir unglingar, en höfðum varast að fara að bragða áfengi til að deyfa vanlíðan okkar. Orku okkar beindum við að íþróttum og vorum dugleg að mæta á æfingar þar. Eitt kvöldið vorum við sem oftar að koma af æfingu. Við bjuggum í Kópavoginum og í þetta eina skipti ákváð- um við að ganga Auðbrekk- una. Á móti okkur barst un- aðslegur söngur, sem við heilluðumst af. Við gengum á hljóðið og vorum þá komin inn á fámenna samkomu. Maður tók á móti okkur af miklum hlýhug, bauð okkur velkomin og við fengum okkur sæti. Við vissum ekki á þessari stundu hvað Kross- inn var, en þarna inni fund- um við þann frið og ró sem við þörfnuðumst. Okkur var tekið opnum örmum af öll- um sem þarna voru og Gunn- ar Þorsteinsson, forstöðu- maður Krossins, átti auðvelt með að heilla okkur. Hann er fluggáfaður og vel mælskur maður, sem talaði þannig til okkar að okkur fannst við hafa eignast nýja fjölskyldu. Ég veit ekki hvers vegna ég ræddi aldrei við foreldra mína, systkini og aðra vini um að ég sækti samkomur hjá Krossinum tvisvar í viku. Öllum þriðjudags- og laugar- dagskvöldum vörðum við í Auðbrekkunni, en þá var Krossinn rekinn þar í litlu húsnæði; ólíkt því sem nú er. í rauninni var það ekki fyrr en fólk fór að tala tungum, að það fóru að renna á mig tvær grímur: Gat þetta verið? Ég reyndi sjálf að “tala tung- um” en ekkert gerðist. Kannski fannst mér svo mik- ill leikaraskapur í þessu, ég kann ekki skýringuna, en mér tókst þetta aldrei og fann aldrei þessa löngun hjá mér. Hins vegar er heila- þvottur þarna í gangi, þannig að maður reyndi að vera eins og hinir. Ég trúði öllu sem Gunnar sagði, öllu. Hann tal- ar af svo miklum sannfæring- arkrafti og á auðvelt með að hrífa mann með sér. Það fór fljótlega að bera á því að ég féll ekki alveg inn í það mynstur sem þarna ríkti. í Krossinum er farið bókstaf- lega eftir Biblíunni og því áttu konur þar að ganga í pilsum og ekki skerða hár sitt. Ég var hins vegar stutt- klippt og strákalega klædd. Mér var aldrei beinlínis skip- að að láta hárið vaxa eða fara að ganga í pilsum, en þrýst- ingurinn var mikill. Ég hafði verið metnaðargjörn og gengið vel í námi, en þegar ég var komin í Krossinn fann ég hvernig áhuginn á skólan- um minnkaði stöðugt. I Krossinum var konum upp- álagt að sleppa skólagöngu. Hlutverk kvenna var ekki að mennta sig, heldur að tryggja sér góðan eiginmann, eignast með honum börn og helga líf sitt heimilinu, manni og börnum. Þessi lífssýn sam- ræmdist ekki alveg skoðun- um mínum og því, sem ég hafði verið alin upp við, en ég hugleiddi að hætta í námi. Á þessum tíma dró verulega úr áhuga mínum á íþróttum og ég mætti æ sjaldnar á æf- mgar. Hjónabönd innan Krossins eru algeng. Það er eðlilegt, því maður umgengst enga aðra en þá sem eru með manni í Krossinum. Á laug- ardagskvöldum voru alltaf haldnar samkomur og eðli- lega kynntist fólk þar. Oftar en ekki leiddi það til hjú- skapar. Þetta er karl- rembusamfélag. Konur eiga að vera mönnum sínum und- irgefnar og þú sérð ekki konu í Krossinum sem hlítir ekki þeim fyrirmælum að láta hár sitt vaxa og ganga í pilsi. Þetta er afar sérstakt samfélag. Það, sem mér fannst líka beinlínis vont að hlusta á, voru þau niðrandi orð sem féllu stöðugt um samkynhneigða. Það var litið á það fólk sem eitthvað, sem djöfullinn hefði sent til jarð- arinnar, og í ljósi þess að einn besti vinur minn var samkyn- hneigður átti ég erfitt með að sætta mig við að heyra talað svona um þetta fólk. Það var aldrei kallað annað en “kyn- villingar”.Samt hætti ég ekki að sækja samkomur. Mér finnst uggvænlegt að hugsa til þess hvað gæti gerst ef samkynhneigður unglingur mættiá samkomu þarna. Þessir unglingar þurfa allt annað en fordæmingu. Ég hafði verið í Krossinum í næstum tvö ár þegar ég ákvað að stíga skrefið til fulls og láta skírast í Krossinn. Ég fór, ásamt vini mínum, heim til mín að sækja föt því mað- ur þarf að vera í íþróttabux-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.