Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 41
Hér á eftir fyigir skoðanakönnun sem ferðatímaritið Conde
Nast Traveler lagði fyrir farþega. Þú svarar samviskusam-
lega tólf spurningum og leggur stigin saman. Þegar niður-
staðan liggur fyrir sérðu hvort þú ert ferðalagafíkill eða
ekki. Góða skemmtun!
Ef þú yrðir að velja um að sleppa
öðru hvoru í eitt ár, hvoru mynd-
irðu sleppa:
kynlffi ( plús 15 stig)
ferðalögum (mínus 5 stig)
Þú ert á gangi niðri í miðbæ og klóak-
lyktin berst upp frá skolpræsunum. Þú:
óskar þess að hreinsunardeildin gæti
hreinsað skolpræsin (mínus 5)
minnist þess með hlýhug hvað allt var
hreint í síðasta landinu sem þú heim-
sóttir (plús 5)
ert í huganum aftur í erlendri stórborg.
Núna líður þér vel! (plús 15)
Hverju eftirtalinna værirðu tilbúinn
að sleppa til að komast á drauma-
staðinn?
sjónvarpi og síma (kannski) (plús 5 stig)
hita og rafmagni (plús 10 stig)
rennandi vatni (15 stig)
Þegar þú færð lítinn mat á disknum
á veitingastað þá hugsarðu:
ooohhhhhhh.....ferlega er þetta smá-
smugulegt! (mínus 5 stig)
ekki veit ég hvaða svarta hrúga þetta er
en mér finnst þetta gott (plús 5)
þetta minnir mig á litla veitingastaðinn
sem ég heimsótti í síðasta fni... (plús 15)
Hversu miklu af heildarlaunum þín-
um ertu reiðubúin/n að verja til að
komast í ferðalag:
2% (plús 5)
15% (plús 12)
40% (plús 15)
Hverju af eftirtöldu værirðu tilbú-
in/n að sleppa til að komast í
draumaferðina þína:
a) | stúdentsútskrift barnsins þfns (plús 5)
b) kveðjuhófi yfirmanns þíns (plús 10)
c) ! endurfundum við gamla skólafélaga (plús
2)
Samantekt: Anna Kristine Magnúsdóttir
10.
a)
b)
c)
11
Eftirlætis ferðafélagar
þínir eru:
þínir nánustu (plús 5)
hver sem ec svo fremi
hann er skemmtilegur
10)
enginn (plús 15)
Hvernig færðu fréttir
umheiminum þegar
í fríi í útlöndum:
úr staðarblöðum (plús
úr Intemational
(plús 10)
úr CNN sjónvarpsstöðinni
Meðal bókanna á náttborðinu
má finna:
“Bestu flugfélög heims” (plús 15)
Borgir heimsins (plús 7)
Veitingastaðir Jónasar Kristjánssonar
(mfnus 5)
Helst af öllu vildirðu fá:
stöðuhækkun (plús 5)
sex mánaða dvöl erlendis, allt greitt
(plús 15)
Mercedes Benz næsta árs (mfnus 5)
Fullkomið eins mánaðar sumarfrí
hjá þér er:
að leika golf, lesa, sofa, vinna f garðin-
um, hvila þig (mfnus 5)
á Ritz hótelinu f París, Madríd eða
London (plús 10)
að koma alein/n til stórborgar þar sem
þú þekkir engan og bílaleigubfll bfður
þín á vellinum (plús 15)
Þegar þú kemur um borð í flugvél
finnst þér eldsneytislykt vélarinnar:
valda þér ógleði (mfnus 5)
þægileg (plús 5)
svo góð að þér finnst það ætti að
framleiða ilmvatn með þessum ilmi
(plús 15)
Ef stigin þín eru:
undir 100 þá tókstu alveg óvart þátt í
þessari könnun. Ferðaþrá þín nær
varla nema að Ártúnsbrekkunni. Þú
vilt miklu frekar dunda þér í garðinum
eða æfa golfhöggin, heldur en að heim-
sækja útlönd.
101-180 - ertu manngerð sem vilt fremur
heimsækja Evrópu eða Karíbahafið en
Suður-Ameríku og Indónesíu. Þér
finnst grafhýsi ekki eins aðlaðandi og
þægilegt rúm á góðu hóteli. Þú vilt
verja fríinu á stað þar sem þú getur
slappað af og kýst þægilegheit fram yfir
skoðunarferðir um ókunnar slóðir.
180 og yfir - Þú hefur svo mikinn áhuga
á útlöndum að þú sleppir því að lesa
erlendu fréttirnar í Mogganum af ótta
við að þú komir þá of seint í vinnuna.
Þú hefur léttar svefntöflur, linsuvökva
og vegabréfið á þér hvert sem þú ferð.
Þú veist hvernig á að segja:
“Hafið þið laust herbergi?” á fimmtán
tungumálum.
41