Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 53

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 53
ur í stórborg og þarf að spyrja til vegar, velur maður auðvitað einhvern góðlegan, sem virðist hafa eitthvert vit í kollinum,” segir hún kank- vís. „Það hefur stundum leitt til vináttu.” Hún svarar mörgum spurn- ingurn á allt annan hátt en maður býst við. Til dæmis svaraði hún spurningunni: „varstu alein á ferðalaginu?” svona: „Nei, nei, það var full flug- vél affólki!” Hún talar af miklum hlý- hug um íbúa Kúbu, þessarar eyju, sem er litlu stærri en ís- land en hýsir næstum 12 milljónir rnanna. Hún dáist að því að ólæsi hafi verið út- rýmt í landinu, segir Kúbverja glaðlynt og elsku- legt fólk og þegar ég spyr hvort henni hafi þótt erfitt að fara þaðan eftir fimm mánaða dvöl segir hún: „Ekki frá landinu í sjálfu sér, enda var ég ekki að leita að nýrri ættjörð. Hins vegar kynntist ég mörgu góðu fólki á Kúbu.” Enska var ekki kennd á Kúbu um langt árabil, en nú hefur hún verið tekin upp Frá Pinar del Rio, einum þeirra staða sem Þórunn heimsótti á ferðalagi sínu um Kúbu. sem námsgrein í skólum þar og þá sem fyrsta, erlenda málið. Þannig gat Þórunn rætt við fólk á enskri tungu, en þeir sem einkum kunnu málið var eldra fólk, sem hafði lært ensku á sínurn tíma í skólum, og svo unga fólkið. „Á tímabili var rúss- neska fyrsta, erlenda tungu- málið sem kennt var á Kúbu, “ segir hún. „Skólakerfið á Kúbu er mjög gott og þar geta allir, sem áhuga hafa, sótt skóla. Það er hins vegar mikill pappírsskortur í land- inu og því skortur á bókum og blöðum á ensku. Fólkið er þess vegna mjög áhuga- sarnt um að spreyta sig á að tala málið.” En er eitt- hvað hæft í því að hún hafi selt íbúð- ina sína í Vesturbæ Reykjavíkur til að komast til Kúbu? „Nei, það var nú ekki nákvæmlega í t e n g s 1 u m hvort við annað,” svar- ar hún. „Hins vegar þykir mér alltaf mjög heppi- legt að eiga fyrir þeim út- Kúba er litlu stærri en ísland, en þar búa næstum 12 milljónir. Þórunn segir gleðilegt að þar hafi ólæsi verið útrýmt og nú er enska kennd í skólum sem fyrsta, erlenda tungumálið. Enginn ætti því að lenda í ógöngum á þessari grösugu, fallegu eyju, enda Kúbverjar viljugir að tala cnskuna. gjöldum sem ég skapa mér! Það var mér ekki fast í hendi að eiga þessa íbúð lengur og með því að selja hana átti ég vara- sjóð.” Seinustu vikur Þórunnar á Kúbu, sótti hún ráðstefnu í Havana sem kúbönsku kvennasamtökin buðu til öll- um aðildarfélögum Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðra kvenna og þar var Þórunn fulltrúi Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna. Daginn eftir að þetta viðtal var tekið flutti Þórunn Magnúsdóttir til Tálkna- fjarðar. En hvers vegna Tálkna- fjarðar? „Það er engin heimsborg á íslandi og hvers vegna þá ekki flytja til Tálknafjarð- ar?” segir hún og brosir. „Þegar maður hefur dvalist oft í borgum þar sem búa milljónir, hættir maður að gera greinarmun á borg og þorpi. Maður talar bara um ísland. Vestfirðir eru stór- fenglegur staður og ég hlakka til að lifa lífinu lifandi þar,” segir þessi unglega og hressa kona, sem svo sannar- lega virðist kunna að njóta lífsins út í ystu æsar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.