Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 42

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 42
Það eru sjálfsagt margir sem eru til í að skála fyrir Meryl Streep á afmælisdag- inn. Það þarf ekkert að ræða sérstaklega um feril þeirrar konu, hún hefur slegið í gegn í hverri myndinni á fætur annarri. Og nú á frúin afmæli, nánar tiltekið 22. júní, þegar hún verður 49 ára. Ungleg, ekki satt?! * Leikkonan Nicole Kidman, er að verða 31 árs. Hún fæddist 20. júní 1967 í Honolulu á Hawaii, ólst upp í Astralíu, byrjaði í ballett þriggja ára (það útskýr- ir sennilega fjaðurmagnað göngulag hennar!), var útnefnd besta leikkona Ástralíu þegar hún var 17 ára, hefur of- næmi fyrir býflugum og er gift hj artaknús- aranum Tom Cruise. Þau hafa ættleidd tvö börn, Conor Anthony og Isabellu Jane. Síðast þegar fréttist af þeim voru þau að spá í að kaupa sér íbúð í Prag, en þau heilluðust af borginni þegar þau dvöldu þar við tökur á kvikmyndinni “Mission Impossible”... Georgios Kyriacos Panayiolou verður 34 ára 25. júní. Og hver er þessi Panayi- olou? kunnið þið að spyrja. Þið þekkið hann sem George Michael... Þessiheims- frægi söngvari fæddist í norðurhluta Lundúna og á breska mömmu en grísk- an föður. Hann varð hugfanginn af söng mjög ungur að árum þegar hann hlust- aði á hljómplötur mömmu sinnar. Það voru einkum Supremes og Tom Jones sem hann heillaðist af og hann horfði ekki bara á vinsældalistann í sjónvarpi - hann lærði utan að hverja einustu hreyfingu stjórnendanna! George Michael hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Þið getið sent honum stuðningsyfirlýs- ingu í gegnum alnetið ef þið viljið.... Kathleen Turner verður 44 ára 19. júní. Eins og margar aðrar stjörnur skipti þessi ágæta kona um nafn þegar hún fór að klifra upp stiga fræga fólksins í Hollywood. Kathleen heitir nefnilega Mary Kathleen - og sleppti Maríunafn- inu þegar frægðin bankaði upp á. Hún er gift Jay Weiss og þau eiga dótturina Rachel Ann... 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.