Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 31

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 31
Kristín Petersen er listakokkur og fær hér aðstoð frá dóttur sinni Ástríði Viðarsdóttur. A SUMARKVOLDI Sumir virðast einfald- lega vera fœddir með þann hœfileika að búa til góðan mat, baka góðar kökur og taka af mikilli gestrisni á móti gestum sínunt. Ein þeirra er Kristín Petersen, annálaður listakokkur. Hún gefur okkur uppskrift Vikunnar að þessu sinni, kjúklingarétt sem er heil- nœmur, þœgilegur og hefur gert ntikla lukku. Réttinn lœrði Kristín af spamskri, fullorðinni konu, fyrir tuttugu árum: „Ég var þá fararstjóri á Spáni í níu mánuði í senn, fjögur ár í röð,” segir Krist- ín. „Ég var rúmlega tvítug og hafði ekki mikinn áhuga á matseld þangað til ég kynnt- ist konu húsvarðarins í blokkinni, sem ég bjó í. Þetta var fullorðin, feitlagin og góð kona, sem átti engin börn, og ég varð fljótlega eins og barnið hennar. Hún lifði fyrir að elda og bauð mér oft í mat. Aðstæður í eldhúsinu voru mjög frum- stæðar, pínulítið, glugglaust eldhús, og þar horfði ég á hvern sælkeraréttinn á fæt- ur öðrum verða til. Þarna smakkaði ég í fyrsta skipti froskalappir, sem ég vissi ekki á þeim tíma að væru bornar á borð fyrir nokkurn mann!” Eftir að hafa fylgst með konunni um hríð, fór áhugi Kristínar á að læra að búa til mat að vakna: „Þá fór ég að spyrja hana út í hvernig hún gerði þetta og fékk hjá henni nokkrar uppskriftir. Ein þeirra er kjúklingaréttur- inn, sem uppskrift að fylgir hér, en hann hefur þann kost að vera hollur, bragðgóður og fljótlegur. Þennan rétt má búa til að morgni og bera fram að kvöldi, hann er snið- ugur til að matreiða ef mað- ur ætlar að mæta með mat í veislu, út á land eða í lautar- ferð, því hann er framreidd- ur í þessum ómissandi, svarta potti eða öðrum ámóta, sem auðvelt er að flytja með sér hvert sem er. Það besta við hann er kannski hversu vinsæll hann er meðal barna. Það þarf að kenna börnum að borða soðið grænmeti og ef þau venjast því frá ungaaldri verður aldrei vandamál að koma hollustunni ofan í þau! Hér er ekkert rjóma- sull á ferðinni.” Umsjón: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.