Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 17
Stonehaus á blaðamannafundi eftir að hann hafði verið fundinn sekur. skilríki í Nýja Sjálandi. En fyrst varð John Sto- nehouse að “deyja”.... Fyrsta skrefið var að finna einhvern sem var í rauninni látinn, svo John gæti orðið sá maður. Þar sem hann hafði verið þingmaður í Staffords- hire gat hann útvegað sér gögn um látna menn á sama aldri og hann var, með því að segjast þurfa að afhenda ekkjum þeirra peninga og framkvæma í leiðinni könn- un. Spítalinn lét hann fá tvö nöfn. Hann notaði þessa aðferð þegar hann heimsótti frú Jean Markham og sagði henni hversu sorgmæddur hann væri vegna dauðdaga hins 41 árs eiginmanns henn- ar, Joseph. Frá eiginkonunni náði hann öllum þeim upp- lýsingum sem hann þurfti á að halda en það sem kom honum best var þó það að Joseph Markham hafði aldrei farið út fyrir land- steinana og hafði því aldrei átt vegabréf. Sama leikinn lék John við frú Mildoon, en eiginmaður hennar hafði einnig látist á sjúkrahúsinu. Stonehouse útvegaði sér dánarvottorð mannanna tveggja og sótti um vegabréf á nafni Joseph Markham. Hann lét taka af sér mynd þar sem hann bar stór gleraugu og brosti glannalega. Hann undirritaði myndina með nafni Neil McBride, þingmanns. Stonehouse vissi að McBride var dauðvona af krabbameini. Hann lést tveimur mánuðum síðar. 2. ágúst 1974 var gefið út vegabréf númer 785965 á nafni Joseph Arthus Mark- ham. Stonehouse var orðinn nýr maður. Til að gera tilvist Mark- hams enn trúlegri bjó John Stonehouse til heimilisfang og fyrirtæki á nafni hans, á litlu, ódýru hóteli í London. Hann stofnaði bankareikn- ing á nafni Markhams, lagði inn dágóða fjárhæð og milli- færði svo peningana yfir á annan bankareikning á nafni Markhams í öðrum banka. Hann flaug til Sviss og lagði stórar upphæðir inn á reikn- ing á nafni Markhams og fékk sér kreditkort á nafni hans. í nóvember 1973 átti Sto- nehouse 27 bankareikninga í eigin nafni í 17 bönkum, auk þess sem níu reikningar voru á nafni Markhams eða Mildoon. Grunnurinn að hvarfinu hafði verið lagður. En eitt mikilvægt var enn eftir. Þann 6. nóvember flaug Stonehouse til Miami, að sögn til að ræða við fjárfesta. A ströndinni ræddi hann við frú Fleming. Hann ferðaðist undir nafninu Markham og greiddi fyrir flugmiðann með kreditkorti á nafni Mark- hams. Engan grunaði neitt. Tíu dögum síðar var hann aftur kominn til Miami í síð- ustu viðskiptaferðina - í þetta sinn á eigin vegabréfi - og það var þá sem hann lék leikinn til enda. Degi síðar hafði lögreglan á Miami samband við bresku lögregl- una: John Stonehouse er álitinn látinn. Og John Stonehouse hefði verið talinn látinn áfram ef... ATHUGULL GJALDKERI Daginn eftir komuna til Ástralíu hringdi Stonehouse í banka í Melbourne. Þar fékk hann staðfest að 24.000 sterlingspund hefðu verið millifærð af reikningi sama banka í London á nafni Markhams. Hann tók út 21.500 pund og fór í anna banka þar sem hann kynnti sig sem Donald Mildoon. Hann sagðist ráðgera flutn- ing til Nýja Sjálands og óskaði eftir að leggja inn 21.500 pund sem hann hafði meðferðis í reiðufé. Gjaldkerinn, sem hann rétti peningana, var Bryan King, 22ja ára. Síðar þegar King var að koma úr hádeg- isverði sá hann herra Mildoon koma út úr banka í miðbænum. Grunsemdir vökuðu hjá unga gjaldkeran- um. Hann sagði yfirmanni sínum af þeim og sá hringdi í bankann,sem Stonehouse hafði komið úr. ”Nei,” var honum svarað, “hér er eng- inn viðskiptavinur að nafni Mildoon. Hins vegar er einn viðskiptavina okkar nýað- fluttur Breti að nafni Mark- ham. Hann hefur tekið út stórar fjárhæðir í reiðufé.” Bankinn tilkynnti þetta til lögreglunnar og frá þeirri stundu var fylgst með Stonehouse-Markham- Mildoon. Lögreglan þurfti ekki að bíða lengi. Næsta dag fór Stonehouse með flugvél frá Melbourne til Kaupmannahafnar, til leyni- legs fundar við hjákonu sína, Sheilu Buckley. ELDSPÝTNABRÉFIÐ Hann var kominn aftur til Melbourne 10. desember. Þegar hann fór í bankann var gerð húsleit heima hjá honum af John Coffey leynilögreglumanni. Hann fann ekkert glæpsamlegt en hins vegar sá hann eld- spýtnabréf. Það var af hóteli sem hann þekkti: Fontaine- bléau í Miami. Coffey lét fylgjast með Sto- nehouse allan sólarhringinn. Hann vakti engar grunsemd- ir. Það eina sem hann gerði reglulega var að kaupa The Times og lesa það vandlega úti á gangstétt. Coffey keypti sér eintök af blaðinu til að 17 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.