Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 16
önn sakamál Frú Helen Fleming var ánœgð með að geta hjálpað Bret- anum sem gekk að henni á ströndinni í Miami á Flórída í nóvember 1973. Frú Fleming, sem var 65 ára og rak hótel- ið Fontainbleau, hafði nokkrum dögum áður talað við sama mann. Hann hafði sagt henni að hann vœri á Flór- ída í viðskiptaerindum og að í fyrriferð hans þangað hefði öllum eigum hans verið stolið á ströndinni meðan hann fékk sér sundsprett. Þess vegna þœtti honum vœnt um effrú Fleming myndi fylgjast með fötunum hans meðan hann synti í sjónum. Frúin var fegin að geta verið svona kurteis- um og elskulegum herramanni að liði. 'Se/ri Bretinn sagöi frú Fleming líka hvað hann héti. Hann sagði henni það reyndar nokkrum sinnum, svo hún átti ekki í neinum erfiðleik- um með að muna nafn hans síðar. Maðurinn hét John Stonehouse. John Stonehouse var 48 ára þingmaður frá Bretlandi. Hann gekk niður að sjónum - og hvarf. Hann skildi eftir sig eiginkonu, tvö börn, hjá- konu, nokkur illa stödd fyrir- tæki og skuldir upp á 800 þúsund sterlingspund. Morguninn eftir tilkynnti James Charlton, forstjóri eins af fyrirtækjum Sto- nehouse sem hafði komið með honum til Flórída, að félagi hans hefði ekki sést alla nóttina. Leit var skipu- lögð en ekkert lík fannst. Al- mennt var talið að John Sto- nehouse hefði drukknað. En John Stonehouse hafði ekki drukknað. “Dauði” hans var einfaldlega loka- skrefið í stórkostlegri svika- myllu. Á “dauðastundinni” gekk hann eftir stöndinni að ónýtri byggingu nálægt Fontainbleau hótelinu. Þar sótti hann ferðatösku sem hafði að geyma fatnað, pen- inga, ferðatékka, kreditkort og vegabréf - allt á nafni Jos- eph Markham. Þaðan hélt hann til San Francisco. Nokkrum dögum síðar hófst ferðalag til Ástralíu með viðkomu á Hawaii. í Melbourne naut „Joseph Markham” þess að liggja og slappa af í sólinni, ráðgera endurfundi við hjákonuna og óska sjálfum sér til ham- ingju með fullkomnasta svik aldarinnar - að því er hann hélt. METORÐAGIRNDIN MEIRIEN HÆFILEIKARNIR John Thomson Stonehouse hafði alltaf verið hrokafullur. Hann átti fáa vini en það skipti hann litlu.Hann hugs- aði um það eitt að klifa met- orðastigann í stjórnmálum og fyrirtækjarekstri. Hann þráði að verða milljónamæringur en endaði í skuldahafi. Hann þráði að verða forsætisráð- herra, en endaði sem fangi. Stonehouse var fyrst kjör- inn þingmaður Verkamanna- flokksins árið 1957 og gegndi fljótlega nokkrum ábyrgðar- stöðum. Þegar Verkamanna- flokkurinn missti völdin árið 1970 fékk hann aðeins valda- lausa stöðu innan flokks- ins.Hann afþakkaði hana og ákvað að nýta sér tengiliði sína úr stjórnmálunum til að komast í viðskiptaheiminn og græða milljónir. Hann stofnaði 20 fyrirtæki á fimm árum, meðal þeirra banka. Eitt á fætur öðru lentu fyrirtækin í kreppu og litla veldið hans Stonehouse stóð jafn lengi og hann gat leikið þann leik að flytja peninga milli fyrirtækjanna. I hvert skipti sem von var á endurskoðanda eins fyrir- tækjanna flæddu peningar inn í það, en það fyrirkomu- lag gat ekki gengið enda- laust. Stonehouse skuldaði yfir 1 milljón sterlingspunda og bankar og kreditkortafyr- irtæki kröfðust 375 þúsund sterlingspunda strax. Sjálfur hafði Stonehouse skrifað upp á persónulegar ábyrgðir fyrir hundruð þúsunda punda - skuldbindingar sem hann gat á engan hátt staðið við. SA MHERJINN Stonehouse varð ljóst árið 1974 að rannsókn viðskipta- ráðuneytisins var óhjákvæm- leg. Sú rannsókn myndi svipta hulunni af honum, sýna þann lygara og svika- hrapp sem hann í rauninni var og verða þess valdandi að fyrirtæki hans myndu hrynja eins og spilaborg. Það myndi síðan leiða til per- sónulegra endaloka hans sjálfs og hann ætti á hættu að verða sóttur til saka fyrir svik. Þá sneri hann sér að eina samherjanum sem hann þóttist geta treyst fullkom- lega - hjákonunni. Frú Buckley var tuttugu árum yngri en elskhuginn. Hún hafði unnið sem einka- ritari Stonehouse þegar hann var aðstoðarráðherra í tæknimálaráðuneytinu. Hún var vinsæl og eftirsótt meðal karlmanna, enda var þessi 22 ára fegurðardís með svart, sítt hár, tindrandi augu og fallegar varir. En hún sá eng- an nema yfirmann sinn. Nú lögðu þau á ráðin til að bjarga því sem eftir var af fyrirtækjum Stonehouse. Markmiðið var að koma undan um eitt hundrað þús- und sterlingspundum í banka í Sviss og Ástralíu, svo parið gæti byrjað nýtt líf með ný 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.