Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 22

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 22
marks um það var alls ekki auðvelt fyrir hana að finna sér tíma til að bregða á leik með okkur í hlutverki fyrirsætunnar. Þegar við hittum hana var hún nýkomin frá Skógum, þar sem hún hafði verið að leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir breskt fyrirtæki undir leikstjórn Wim Wender. Vinnan hafði tekið lengri tíma en til stóð, þar sem þau biðu eina viku í rigningunni eftir góðu veðri. Anna Kristín heldur í ár upp á 30 ára leikafmæli. Hún byrjaði ferlinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og hefur verið fastráð- inn leikari við Þjóðleikhúsið í 25 ár. Hún hefur leikið mörg stór hlutverk á leikferlinum, sýndi t.d. eftirminnilegan leik í hlutverki Jelenu í leik- ritinu Kæra Jelena og í hlut- verki Maríu Callas í leikrit- inu Master Class, sem sýnt var í íslensku Óperunni. Um þessar mundir æfir hún hlut- verk Soffíu Dúfnadrottn- ingar í Bróðir minn ljóns- hjarta, sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Þegar tækifæri gefst til að slaka á frá daglegu amstri fer Anna Kristín í göngutúra eða syndir og allra best þykir henni að setjast niður með góða bók. Hún segist ekki hafa neinn sérstakan fatasmekk, heldur klæði hún sig eftir því hvernig liggur á henni. Við fengum Önnu Kristínu með okkur í miðbæinn, síðla dags, daginn sem sólin fór að skína á höfuðborgarbúa eftir margra daga rigningar. Ætl- unin var að taka virðulegar myndir af glæsilegri konu á besta aldri í sparilegum klæðnaði. En stemningin í kringum hana var slík að fyrr en varði var allur virðu- leiki á bak og burt og létt- leikinn var í fyrirrúmi. Hvað með glæsileikann? Hann var svo sannarlega til staðar, enda er hér á ferðinni ein okkar glæsilegasta leikkona, í blóma lífsins. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.