Vikan - 11.06.1998, Side 22
marks um það var alls ekki auðvelt fyrir hana að finna sér tíma til að bregða á
leik með okkur í hlutverki fyrirsætunnar. Þegar við hittum hana var hún nýkomin frá
Skógum, þar sem hún hafði verið að leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir breskt fyrirtæki
undir leikstjórn Wim Wender. Vinnan hafði tekið lengri tíma en til stóð, þar sem þau
biðu eina viku í rigningunni eftir góðu veðri.
Anna Kristín heldur í ár
upp á 30 ára leikafmæli.
Hún byrjaði ferlinn hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í
Iðnó og hefur verið fastráð-
inn leikari við Þjóðleikhúsið
í 25 ár.
Hún hefur leikið mörg stór
hlutverk á leikferlinum,
sýndi t.d. eftirminnilegan
leik í hlutverki Jelenu í leik-
ritinu Kæra Jelena og í hlut-
verki Maríu Callas í leikrit-
inu Master Class, sem sýnt
var í íslensku Óperunni. Um
þessar mundir æfir hún hlut-
verk Soffíu Dúfnadrottn-
ingar í Bróðir minn ljóns-
hjarta, sem sýnt verður í
Þjóðleikhúsinu næsta vetur.
Þegar tækifæri gefst til að
slaka á frá daglegu amstri fer
Anna Kristín í göngutúra
eða syndir og allra best þykir
henni að setjast niður með
góða bók. Hún segist ekki
hafa neinn sérstakan
fatasmekk, heldur klæði hún
sig eftir því hvernig liggur á
henni.
Við fengum Önnu Kristínu
með okkur í miðbæinn, síðla
dags, daginn sem sólin fór að
skína á höfuðborgarbúa eftir
margra daga rigningar. Ætl-
unin var að taka virðulegar
myndir af glæsilegri konu á
besta aldri í sparilegum
klæðnaði. En stemningin í
kringum hana var slík að
fyrr en varði var allur virðu-
leiki á bak og burt og létt-
leikinn var í fyrirrúmi. Hvað
með glæsileikann? Hann var
svo sannarlega til staðar,
enda er hér á ferðinni ein
okkar glæsilegasta leikkona,
í blóma lífsins.
22