Vikan


Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 30

Vikan - 11.06.1998, Blaðsíða 30
Kolbrúnu hafði alltaf langað að hafa arin, en því var ekki hægt að koma við í stofunni, þar sem enginn er reykháfur- inn. „Ég lét því byggja arin- stæði og keypti arinhilluna, til að setja fyrir framan. Mig hafði lengi langað í gylltu kertastjakana, sem standa á gólfinu og eru arininn minn. Þá hafði ég séð hjá Fornleifi svo ég gaf manninum mínum þá í þrítugsafmælisgjöf!" Skermarnir í glugganum eru úr endurunnu efni, handgerð- ir af mömmu Kolbrúnar. Eins og sjá má á myndinni hefur Kolbrún ekkert á móti kert- um. Hvítu, stóru gólfstjakana keypti hún í London, stjakana með gylltu kertunum fékk hún á Mallorca og græna kertið í skálinni á borðinu fékk hún í Byggt og búið. Sóf- inn er úr Habitat og borðið úr Company. Spegilinn fyrir ofan arininn fékk Kolbrún í þrítugsafmælisgjöf frá sam- starfsfólki sínu, en hann hafði hún séð hjá Fornleifi. Stofurnar í íbúðinni eru samliggjandi. Takið vel eftir skerminum á standlampanum, sem er handunninn af móður Kolbrúnar: „Við köllum þetta „franska skerminn”, því eitt sinn, þegar við mamma vorum í Frakklandi, fórum við inn i litla búð, þar sem við sáum svona skerm, sem okkur fannst sérstaklega sætur. Mamma keypti skerminn, spretti hon- um öllum upp og sá þá hvernig hann var samsettur.” Mottan á gólfinu er úr Company og litlu, grænu kertalamparnir í glugganum eru úr Hagkaup. Gólfín í íbúðinni vekja sérstaka athygli. Þetta eru gólfborð úr bæsaðri furu, sem var fyrst meðhöndluð þannig að gólfborðin voru geymd í ofni í þrjá mánuði, því næst skrúfuð nið- ur í gólfíð á grind, bæsuð og lökkuð með háglansandi lakki. „Þetta eru engin pjattgólf,” segir Kolbrún. „A þeim má ganga á hvernig hælum sem er!” Svefnherbergið á heimilinu er þannig, að mann langar mest upp í rúm! Svefnherbergishúsgögnin keyptu þau nýlega í versluninni Radix á Grensás- vegi. Blómapottana undir fallega glugganum fékk Kolbrún í Blómavali, Ás- geir málaði þá gyllta og þau fylltu þá af þurrkuðum rósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.