Vikan - 11.06.1998, Side 30
Kolbrúnu hafði alltaf langað
að hafa arin, en því var ekki
hægt að koma við í stofunni,
þar sem enginn er reykháfur-
inn. „Ég lét því byggja arin-
stæði og keypti arinhilluna,
til að setja fyrir framan. Mig
hafði lengi langað í gylltu
kertastjakana, sem standa á
gólfinu og eru arininn minn.
Þá hafði ég séð hjá Fornleifi
svo ég gaf manninum mínum
þá í þrítugsafmælisgjöf!"
Skermarnir í glugganum eru
úr endurunnu efni, handgerð-
ir af mömmu Kolbrúnar. Eins
og sjá má á myndinni hefur
Kolbrún ekkert á móti kert-
um. Hvítu, stóru gólfstjakana
keypti hún í London, stjakana
með gylltu kertunum fékk
hún á Mallorca og græna
kertið í skálinni á borðinu
fékk hún í Byggt og búið. Sóf-
inn er úr Habitat og borðið
úr Company. Spegilinn fyrir
ofan arininn fékk Kolbrún í
þrítugsafmælisgjöf frá sam-
starfsfólki sínu, en hann hafði
hún séð hjá Fornleifi.
Stofurnar í íbúðinni eru samliggjandi. Takið vel eftir skerminum á standlampanum, sem
er handunninn af móður Kolbrúnar: „Við köllum þetta „franska skerminn”, því eitt
sinn, þegar við mamma vorum í Frakklandi, fórum við inn i litla búð, þar sem við sáum
svona skerm, sem okkur fannst sérstaklega sætur. Mamma keypti skerminn, spretti hon-
um öllum upp og sá þá hvernig hann var samsettur.” Mottan á gólfinu er úr Company
og litlu, grænu kertalamparnir í glugganum eru úr Hagkaup.
Gólfín í íbúðinni vekja sérstaka athygli. Þetta eru gólfborð úr bæsaðri furu, sem var fyrst
meðhöndluð þannig að gólfborðin voru geymd í ofni í þrjá mánuði, því næst skrúfuð nið-
ur í gólfíð á grind, bæsuð og lökkuð með háglansandi lakki.
„Þetta eru engin pjattgólf,” segir Kolbrún. „A þeim má ganga á hvernig hælum sem er!”
Svefnherbergið á heimilinu er þannig, að mann langar mest upp í rúm!
Svefnherbergishúsgögnin keyptu þau nýlega í versluninni Radix á Grensás-
vegi. Blómapottana undir fallega glugganum fékk Kolbrún í Blómavali, Ás-
geir málaði þá gyllta og þau fylltu þá af þurrkuðum rósum.