Vikan


Vikan - 11.06.1998, Page 53

Vikan - 11.06.1998, Page 53
ur í stórborg og þarf að spyrja til vegar, velur maður auðvitað einhvern góðlegan, sem virðist hafa eitthvert vit í kollinum,” segir hún kank- vís. „Það hefur stundum leitt til vináttu.” Hún svarar mörgum spurn- ingurn á allt annan hátt en maður býst við. Til dæmis svaraði hún spurningunni: „varstu alein á ferðalaginu?” svona: „Nei, nei, það var full flug- vél affólki!” Hún talar af miklum hlý- hug um íbúa Kúbu, þessarar eyju, sem er litlu stærri en ís- land en hýsir næstum 12 milljónir rnanna. Hún dáist að því að ólæsi hafi verið út- rýmt í landinu, segir Kúbverja glaðlynt og elsku- legt fólk og þegar ég spyr hvort henni hafi þótt erfitt að fara þaðan eftir fimm mánaða dvöl segir hún: „Ekki frá landinu í sjálfu sér, enda var ég ekki að leita að nýrri ættjörð. Hins vegar kynntist ég mörgu góðu fólki á Kúbu.” Enska var ekki kennd á Kúbu um langt árabil, en nú hefur hún verið tekin upp Frá Pinar del Rio, einum þeirra staða sem Þórunn heimsótti á ferðalagi sínu um Kúbu. sem námsgrein í skólum þar og þá sem fyrsta, erlenda málið. Þannig gat Þórunn rætt við fólk á enskri tungu, en þeir sem einkum kunnu málið var eldra fólk, sem hafði lært ensku á sínurn tíma í skólum, og svo unga fólkið. „Á tímabili var rúss- neska fyrsta, erlenda tungu- málið sem kennt var á Kúbu, “ segir hún. „Skólakerfið á Kúbu er mjög gott og þar geta allir, sem áhuga hafa, sótt skóla. Það er hins vegar mikill pappírsskortur í land- inu og því skortur á bókum og blöðum á ensku. Fólkið er þess vegna mjög áhuga- sarnt um að spreyta sig á að tala málið.” En er eitt- hvað hæft í því að hún hafi selt íbúð- ina sína í Vesturbæ Reykjavíkur til að komast til Kúbu? „Nei, það var nú ekki nákvæmlega í t e n g s 1 u m hvort við annað,” svar- ar hún. „Hins vegar þykir mér alltaf mjög heppi- legt að eiga fyrir þeim út- Kúba er litlu stærri en ísland, en þar búa næstum 12 milljónir. Þórunn segir gleðilegt að þar hafi ólæsi verið útrýmt og nú er enska kennd í skólum sem fyrsta, erlenda tungumálið. Enginn ætti því að lenda í ógöngum á þessari grösugu, fallegu eyju, enda Kúbverjar viljugir að tala cnskuna. gjöldum sem ég skapa mér! Það var mér ekki fast í hendi að eiga þessa íbúð lengur og með því að selja hana átti ég vara- sjóð.” Seinustu vikur Þórunnar á Kúbu, sótti hún ráðstefnu í Havana sem kúbönsku kvennasamtökin buðu til öll- um aðildarfélögum Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðra kvenna og þar var Þórunn fulltrúi Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna. Daginn eftir að þetta viðtal var tekið flutti Þórunn Magnúsdóttir til Tálkna- fjarðar. En hvers vegna Tálkna- fjarðar? „Það er engin heimsborg á íslandi og hvers vegna þá ekki flytja til Tálknafjarð- ar?” segir hún og brosir. „Þegar maður hefur dvalist oft í borgum þar sem búa milljónir, hættir maður að gera greinarmun á borg og þorpi. Maður talar bara um ísland. Vestfirðir eru stór- fenglegur staður og ég hlakka til að lifa lífinu lifandi þar,” segir þessi unglega og hressa kona, sem svo sannar- lega virðist kunna að njóta lífsins út í ystu æsar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.