Vikan


Vikan - 09.07.1998, Qupperneq 16

Vikan - 09.07.1998, Qupperneq 16
Smásaga eftir Harry Wiiliams Hvort sem þið trúið því eða ekki þá sá ég kvikmyndina Rainman sex sinnum. Ekki vegna þess hvað Tom Cruise er sætur, heldur vegna þess að ég var heilluð af Dustin Hoffman í hlutverki einhverfa bróðurins. í hvert sinn sem ég sá myndina fannst mér ég kynnast einhverju nýju og um leið áttaði ég mig betur á sumu sem ég þekkti fyrir. Sérdeilis varð mér það atriði myndar- innar hugleikið þar sem bræðurnir fara í spilavítið og einhverfa bróðurnum tekst að reikna út hvaða tölur muni koma upp í rúllettunni. Ég þekkti sannarlega hliðstæðuna. Meira að segja tennurnar í Dustin Hof Pegar ég fór að hugsa um mynd- ina steig ég hjólið af meiri ákefð en áður. Brekkan upp á Svöluhæð tók sannar- lega í. Ég fann til þreytu- verkja í lærvöðvunum og í kálfunum og naut þeirra. Of- arlega í brekkunni var ég farin að mæðast, sviti spratt fram á enninu og ég fann að blússan mín var orðin svita- blaut í handveginum. Ég hugleiddi að stoppa og fara úr bláu peysunni minni, en það var svo stutt eftir að ég hætti við það. “Áfram hærra, áfram hærra, upp við skulurn ná!” Hversu oft hafði ég heyrt þessar ljóðlínur sungnar þarna í brekkunni? Kannski ekki sungnar heldur nánast kallaðar fram í algjöru lag- leysi. Það var oft. Það skemmtilegasta sem Brósi gerði var að fara með mér í hjólatúr og Svöluhæðin varð fljótlega uppáhaldsstaðurinn okkar. Þegar Brósi var latur; nan. Þær kannaðist ég nennti ekki að leggja á sig að hjóla og vildi teyrna hjólið sagði ég honum alltaf að ef hann yrði langt á eftir mér upp á hæðina myndi hann ekki fá að heyra hvað væri á bak við bláa fjallið í fjarsk- anum. Og af slíkri sögu gat hann ekki hugsað sér að missa. Hann steig því aftur á hjólið og einhvern veginn tókst honum alltaf að bægsl- ast áfram alla leiðina upp. Systa mín! Segðu mér nú hvað er á bak við bláa fjallið, sagði hann alltaf um leið og við vorum komin alla leið upp á hæðina. Oft var hann svo móður eða andstuttur að hann átti erfitt með að stynja orðunum upp. Og ég sagði honum það. Spann upp sögur um ævin- týraveröldina bak við fjallið þar sem áttu heima kóngar í ríki sínu, prinsessur og prins- ar og allir voru glaðir, ríkir og heilbrigðir. Ef ég brá í einhverju út al' hinu hefð- bundna í sögunni lét Brósi til sín heyra og sagði að þetta við. væri ekki svona og þá varð ég að leiðrétta mig. Fyrir kom að ég lifði mig sjálf svo inn í það sem ég var að spinna upp að mér fannst ég vera orðin prinsessa sem átti svo voldugan töfrasprota að hann gat breytt öllu sem hann snerti. Mér fannst þá að ég þyrfti að snerta Brósa með sprotanum og breyta lífi hans, en þegar ég sneri mér að honum hvarf mér óðar draumsýnin. Augurn mínum mætti aðeins drengur með sljó augu og aulalegt bros - opinn munnur með skældar tennur. Stundum var froða í munnvikum hans og oft lak slefa niður á hökuna. Þegar ég var búin að segja sögurnar varð þögn. Ég vissi eftir hverju hann var að bíða. Ég átti að spyrja. Stundum gerði ég það af stríðni að láta hann bíða. Systa! sagði hann þá. - Nú átt þú að spyrja mig. Hvað eru fjörutíu og sex sinnum átta hundruð fimm- tíu og fjórir? spurð ég. Hann þagði andartak og varð alvarlegur. Síðan færð- ist brosið aftur yfir andlit hans. Þrjátíu og níu þúsund tvö hundruð áttatíu og fjórir! Ég laumaðist til þess að líta á miðann þar sem ég hafði skrifað dæmin sem ég ætlaði að leggja fyrir hann og svör- in við þeim sem ég hafði lát- ið vasareiknivélina mína reikna út. Ég efaðist svo sem ekki um að svarið væri rétt. Þau voru það alltaf. Hvernig hann fór að þessu var bæði mér og öðrum hulin ráðgáta. Ég hafði reynt að komast að leyndardómnum með því að segja að svör hans væru ekki rétt og ætlaði þannig að fá hann til þess að útskýra reikningslist sína. En þá hafði hann jafnan bruðist þannig við að verða fyrst hryggur og síðan svo sár að hann var gráti næst. 16

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.