Vikan - 09.07.1998, Page 50
éxti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Þórunn Stefánsdóttir
Niðri við höfnina stendur
styttan af Kristófer Kol-
umbusi, þar sem hann bend-
ir í áttina til hafs. Mönnum
ber nú ekki saman um hvert
hann sé að benda, en líklega
verður að álykta sem svo að
hann sé að benda okkur í átt
til Ameríku. I hæðunum fyr-
ir ofan er styttan af Jesú
Kristi, sem breiðir faðminn
út yfir mannlífið í borginni
fyrir neðan. Einhvers staðar
þarna mitt á milli þeirra
tveggja liggur Ramblan,
stærsta göngugata í heimi.
Allir, sem heimsækja
Barcelona, verja meiri eða
minni tíma á Römblunni,
setjast niður á einhverju úti-
kaffihúsinu til að hvíla lúin
bein og kæla sig. Það er
skemmtilegra en nokkur
leikhúsferð að sitja og horfa
á mannlífið á götunni. Fram
hjá ganga ferðamenn frá öll-
um heimshornum, svartir,
að eiga ekki mikið í budd-
unni. Það eru þeir sem
fara eftir máltækinu að
Guð hjálpi þeim sem
hjálpi sér sjálfir.
Elvis Kresleyf Ndo, sem leikur
rokkgoðið mikla, er algjörlega
laglaus.
gulir, hvítir, margir eldrauð-
ir eftir of langa legu á
ströndinni. Sumir greinilega
ríkir, aðrir bera þess merki
Og hvers vegna ekki
að nota ferðamennina
til þess að græða smá
peninga? Þarna eru
karakterar sem stilla sér
upp í hvers kyns gerv-
um, draga upp gömlu
lokkflautuna,
kreista upp úr
henni nokkra sker-
anditóna og ganga
svo á milli ferðamann-
anna með hattinn sinn.
En margir götulista-
mennirnir eru alveg
bráðflinkir og það er vel
þess virði að setjast niður á
einhverju af fjölmörgum úti-
kaffihúsunum á Römblunni,
virða fyrir sér og hlusta á
listamennina. Skemmtileg-
asta útikaffihúsið heitir Caf-
fe De La Ópera. Ekki spyrja
mig hvers vegna það er
skemmtilegast, maður getur
eiginlega bara sagt eins og
börnin: „af því bara.” Jú, ef
til vill er það vegna þess að
þar fyrir framan er hann
staðsettur hann Malin-
owski. Hann er ljóðskáld og
er þarna kominn til þess að
selja ljóðabækurnar sínar og
plaköt. Ljóðin hans eru fal-
leg, um ástina, lífið og tilver-
una. Malinowski lítur út eins
og hann hafi allt í einu birst
þarna á götunni út úr frum-
skógi, með safarihatt og í
háum þykkum leðurstígvél-
um. Hann hefur með sér seg-
ulbandstæki og úr því
hljóma píanókonsertar út í
sólina, það er hans framlag
til bættrar menningar og
mannlegri borgarbrags.
Hann segist sitja allar helgar
þarna á stólnum sínum á
50